21.2.2009 | 12:05
Málflutningur mótmælenda bíður skipbrot?
Kannski er það bara ég en mér finnst einhvern vegin varla standa steinn yfir steini í málflutningi mótmælenda undan farnar vikur. Hvar eru milljarðarnir óteljandi sem að bankarnir og ráðamenn þjóðarinnar ætluðu að láta þjóðina borga? Það leið varla 1 sólarhringur frá því að ung stúlka hálfberaði sig fyrir framan stjórnarráðið og lét híða sig... var sem sagt að leika skuldaþræl, þangað til að það fréttist að heildar skuldir ríkisins væru 465 milljarðar króna. Fjárlög eins árs. Í sömu viku fréttist að líklega, þó ekki öruggt, en líklega yrði hlutur ríkisins í falli Landsbankans 72 milljarðar króna.
Að sjálfsögðu eru þetta stórar fjárhæðir en samt sem áður smámunir miðað við þær fjárhæðir sem að var búið að nefna.
Ég las skýrslu tveggja hagfræðinga um daginn þar sem að þeir voru að fjalla um bankahrunið. Vissulega fá fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og ríkisstjórnin stærstu skellina en þar kom einnig fram að á góðæristímanum hefðu skuldir heimilanna aukist um liðlega 150%. Ég sakna þess að mótmælendur hafa ekki enn séð ástæðu til þess að mótmæla þessari gríðarlegu skuldasöfnun heimilanna. Já nei það er ekki hægt, þá væru þau að mótmæla sjálfum sér.
20. útifundurinn á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.