Færsluflokkur: Bloggar
23.9.2009 | 22:13
Er Ísland á byrjunarreit?
Einhvern veginn finnst mér eins og þessi ríkisstjórn okkar sé í tveimur veigamiklum málum að lenda algerlega á byrjunarreit. Fyrst ber að nefna stöðuleikasáttmálann svokallaða sem var gerður nú í sumar. Þessi sáttmáli var af stjórnarliðum kallaður sögulegur sáttmáli, enda svo sem ekki á hverjum degi sem að ríkið, vinnuveitendur og verkalýðshreyfingin komi sér saman um eitthvað. Stjórnarliðar sögðu þennan sáttmála svo sögulegan að hann jafnaðist á við þjóðarsáttina á sínum tíma. Þar er þó einn hængur á. Þjóðarsáttin markaði straumhvörf og lagði grunninn að hagvaxtarskeiði sem að seint verður leikinn eftir. Hagvaxtarskeiði þar sem að Sjálfstæðisflokkurinn var svo heppinn að vera við völd mest allan tímann. Þjóðarsáttin var hins vegar betri en svo að hún væri orðin úrelt nokkrum mánuðum eftir að hún var gerð. Það virðist hins vegar stöðugleikasáttmálinn vera. Þannig virðast samningaviðræður við aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar Íslands vera á byrjunarreit.
Svo skal nefna Icesave málið svokallaða. Það viðurstyggilega mál, mál sem að varð til í tíð Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur tekið allt allt allt of mikinn tíma ríkisstjórnar Íslands og Alþingis. Enn og aftur virðist það mál ætla að dúkka upp í sölum Alþingis. Enn virðast stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar ætla að takast á um skuldbindingar, hvort þær séu of miklar eða viðráðanlegar og hverjum sé um að kenna. Eini málflutningur stjórnarliða virðist vera sá að Sjálfstæðisflokknum sé um að kenna. Vissulega má færa rök fyrir því. Að sama skapi má færa rök á móti því. En að eini málflutningurinn í jafn veigamiklu máli sé sá hverjum sé um að kenna er hins vegar brjóstumkennanlegt. En það samkomulag sem að Steingrímur Jóhann Sigfússon skrifaði undir, við Hollendinga og Breta virðist ekki halda, það næst ekki að koma því gegnum Alþingi og þær samningaviðræður virðast vera á byrjunarreit.
Uppbyggingin á Íslandi er algerlega á byrjunarreit. Enn hefur ríkisstjórn Íslands ekki tekist að útvega fjármagn til þess að hér sé hægt að byggja upp nýtt bankakerfi. Skýringin á því er aðeins ein, hún er Icesave. Enn hefur skilanefndum bankanna ekki tekist að leiða til lykta hvað verður í raun um hið gamla bankakerfi sem að hrundi. Og nú blasir við enn ein ógnin. Það bankakerfi sem að var myndað með neyðarlögunum í október 2008 kann að vera ógnað af fjárhagsvanda heimilanna í landinu. Annað bankahrun blasir þá við ef að heimilin í landinu geta ekki staðið í skilum. Það eina sem að hefur gerst í efnahagslífi þjóðarinnar er að vond staða hefur versnað til mikilla muna. Hvað heimilin varðar eru þau miklu aftar en á byrjunarreit. Þau eru hvergi nærri því að komast á byrjunarreit.
Þjóðarsálin umhverfðist við upphaf hrunsins á Íslandi. Þegar ég var staddur í Bretlandi í febrúar á þessu ári bárust mér fréttir um ofbeldi á götum úti, valdstjórnin beitt ofbeldi og að Vinstri Grænir hefðu í skjóli ofbeldis og óeirða komist til valda. Frá upphafi hrunsins hefur þjóðin leitað logandi ljósi að sökudólgum. Fyrstu sökudólgarnir voru auðfundnir. Eigendur bankanna, stjórnendur þeirra, ríkisstjórn Íslands, Seðlabankastjórarnir og að frátöldum Sjálfstæðisflokknum voru auðfundnir mestu glæpamenn Íslandssögunnar. Að vissu leyti eða að öllu leyti er slík viðbrögð og slík reiði eðlileg og skiljanleg...en ekki endalaust. Í dag, 11 mánuðum eftir hrun er þjóðin ennþá að leita að sökudólgum. Dómstóll götunnar hefur átt mjög annríkt síðan hrunið varð. Hafi menn og konur brotið lög árin fyrir hrun eða í aðdraganda hrunsins mun það taka mörg ár að ná réttlætinu fram. Hins vegar kemur að því að þjóðin þarf að finna frið í huga sínum, horfast í augu við þá óhrekjanlegu staðreynd að hún, ekki síður en útrásarvíkingar og ríkisstjórn Íslands dönsuðu í kringum gullkálfinn í uppsveiflu síðasta áratugar. Þjóðin skuldsetti sig langt um efni fram, eyðslan var ekki síður þjóðarinnar en annarra og þannig brást þjóðin sjálfri sér ekki síður en aðrir brugðust þjóðinni. Uppbyggingin getur ekki hafist fyrr en þjóðin sleppir tökum á kreppunni í huga sínu. Um leið og það gerist þá sér fólk að það felast ekki síður tækifæri í kreppu en þau fólust í góðærinu.
![]() |
Vaxtaákvörðun á morgun markar straumhvörf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2009 | 19:21
Pólitískt skrímsli...
Ég veit ekki nákvæmlega hvað var lagt upp með þegar að þessi flokkur/hreyfing var stofnuð en ég held að það hafi örugglega ekki verið þessi pólitíski óskapnaður sem að nú Borgarahreyfingin er nú orðin. Í fyrsta lagi virðast samskipti stjórnar og þingmanna hennar vera stórlega ábótavant, hvorki þingmenn né flokksmenn virðast vita almennilega hvað Borgarahreyfingin stendur fyrir nema að hún er stofnuð til höfuðs gamalgrónum stjórnmálaflokkum og gamalgrónu stjórnmálastarfi.
Það að starfa í stjórnmálaflokk er öðrum fremur félagskapur. Þarna kemur saman fólk sem að hefur ólíkar en þó samrýmanlegar skoðanir um pólitík og það kemur saman til þess að hafa áhrif. Reyndar hefur sú grýla fylgt gömlu flokkunum pólitísk hrossakaup og það að halla fólki sem að starfar með þeim í stjórnmálaflokki. Fólk hefur getað fengið störf og hlunnindi bara út af því að starfa í réttum flokki.
Ný samþykktar reglur Borgarahreyfingarinnar, reglur sem að kveða á um það að hljóðrita eigi stjórnarfundi, að félagsfundur geti vikið félagsmönnum úr félaginu minna frekar á stjórnarhætti í einræðisríkjum frekar en eðlilegt og heilbrigt félagsstarf, félagsstarf sem að hinir flokkarnir geta þó státað sig af. Þingmenn Borgarahreyfingarinnar standa þingmönnum gömlu flokkana enn framar í pólitískum hrossakaupum. Svo virðist sem þeirra atkvæði sé falt fyrir áhrif og völd sem að ná langt út fyrir það sem eðlilegt er af þriggja manna þingflokki að vera. Þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa staðið í hrossakaupum við ríkisstjórnina og slá þar öll met gömlu flokkanna. Það eina sem vantar er að þau fari að koma félagsmönnum í góðar stöður hjá ríkinu, bara fyrir það að vera starfandi í Borgarahreyfingunni. Að öðru leyti er Borgarahreyfingin nákvæmlega eins og gömlu flokkarnir og ef eitthvað er verri.
![]() |
Átök innan Borgarahreyfingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2009 | 17:26
Ég hef fullan skilning á því...
... að þingmönnum gefst ekki mikill tími til sinna tómstunda nú um stundir. Ég hef líka fullann skilning á því að þingmenn sem og aðrir þyki gott að smakka áfengi til þess að gera sér glaðan dag. Því miður eru það samt ekki allir sem að geta eða kunna að hafa áfengi um hönd til þess að gera sér glaðan dag. Hvort þingmaðurinn er einn af þeim skal ósagt látið. Ég veit það líka að það eru margir núverandi og fyrrverandi þingmenn sem að hafa það orð á sér að vera miklir drykkjumenn. Sigmundur Ernir Rúnarsson er alls ekki fyrsti þingmaðurinn sem að kemur fram opinberlega drukkinn. Hver man ekki eftir Bermúdaskál Davíðs Oddssonar. Þar vissu það allir sem að vildu vita það að Davíð var drukkinn. Ég leyfi mér líka að stórefast um það að nokkur ráðherra fari í ferð á vegum hins opinbera án bragða áfengi allan tímann. Ég reyndar efast um það að nokkur ráðherra frá nokkru ríki fari í allar sínar opinberu heimsóknir án þess að smakka áfengi, ef þeir drekka á annað borð.
Hins vegar vita það allir sem að hafa einhverja vitglóru í kollinum(sem að var greinilega ekki í kolli Sigmundar Ernis þetta kvöld) að Sigmundur Ernir var fullur. Hann var ekki bara undir áhrifum einhvers léttvíns, hann var óvinnufær sökum ölvunar. Hann gat ekki tekið þátt í umræðum um eitt alvarlegasta mál sem að hefur komið til kasta Alþingis vegna þess hversu fullur hann var. Ég veit að það er mikið álag á þingmönnum nú um stundir og mikillar vinnu krafist af þeim. Það er hins vegar engin afsökun fyrir Sigmund Ernir að mæta óvinnufær í ræðustól Alþingis. Ég leyfi mér að spyrja, ef að hann er svona í ræðustól, hvernig er hann þá þegar hann situr við vinnu sína á sinni skrifstofu? Hann situr líka í fjármálanefnd Alþingis meðal annars þegar umræða um Icesave málið fór fram, var hann allan tímann edrú þar? Og hvernig er með aðra þingmenn? Er ástæða til þess að efast um gjörðir allra þingmanna? Er drykkjuvandamál í gangi á Alþingi?
Og svo finnst mér viðbrögð forseta Alþingis, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur algerlega forkastanleg. Það sér það hver maður sem að horfir á Sigmund Erni í ræðustól að hann er fullur. Og með þeim orðum sínum að henni finnist ekkert athugavert við hegðun og ástand þingmannsins í ræðustól þá er hún að samþykkja það sem yfirmaður á vinnustaðnum Alþingi að þingmenn, Sigmundur Ernir, sem og aðrir megi vera ölvaðir við vinnu sína. Það eru skilaboðin sem að Alþingi sendir til þjóðarinnar. Jú við erum að fjalla um eitt mikilvægasta mál sem að hefur komið til kasta Alþingis á síðari tímum en það er ekkert skilyrði að við séum edrú á meðan. Og ekki nóg með það að hún segi það óbeint að hún líti framhjá ölvun þingmannsins, heldur gerir hún frammíköll í þingsalnum að umtalsefni. Ég ætla ekki að fara að styðja frammíköll þingmann, hvorki stjórnarliða né stjórnarandstæðinga. Satt best að segja finnst mér frammíköll ekki vera dæmi um góða mannasiði og mér finnst að frammíköll eigi ekki að eiga sér stað í umræðum á Alþingi. Hins vegar hafa frammíköll alltaf liðist á Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson stunduðu það mikið að gala fram í ræður þingmanna. Oft gekk það svo langt að þeir voru farnir að flytja ræður frekar heldur en sá þingmaður sem að stóð í ræðustólnum. En þetta leyfðist. Forsetar Alþingis gera örsjaldan athugasemdir við frammíköll í sölum Alþingis svo framarlega sem að þau komi ekki frá áhorfendum á þingpöllum. Ef að frammíköll eru allt í einu orðin umkvörtunarefni þá er það meiriháttar stefnubreyting hjá forsetum Alþingis.
Nei það sér það hver maður að sökum ölvunar þá var Sigmundur Ernir, þingmaður Samfylkingarinnar óvinnufær. Hann gat ekki tekið almennilega til máls, svo að skiljanlegt væri, það var ekki nokkur leið að fá nokkur botn í það hvað þingmaðurinn var að meina þegar að honum tókst að gera sig skiljanlegan og hann gat ekki með nokkru móti svarað þeim spurningum sem að beindust að honum. Það er ekki nokkur spurning að Sigmundur Ernir á að segja af sér og Samfylkingin, formaður Samfylkingarinnar á að koma fram opinberlega og biðjast afsökunar á hegðun þingmannsins og taka það sérstaklega fram að ölvun sé ekki eitthvað sem að líðist af þingmönnum Samfylkingarinnar. Að þingmenn Samfylkingarinnar stundi ekki sína vinnu í trúnaðarstörfum fyrir þjóðina fullir.
Að lokum vil ég taka það fram að ég skrifaði þessa bloggfærslu edrú.
![]() |
Ræddu hegðun þingmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2009 | 19:36
Skuggi á frægðarsól Evu Joly.
Er dýrlingurinn Eva Joly eitthvað að falla í áliti þá hæstráðanda í stjórnarráðinu? Þetta er manneskja sem að Jóhanna og Steingrímur hafa gert að hálfgerðum dýrlingi í augum okkar Íslendinga en eitthvað virðist vera að kastast upp á vinskapinn. Kannski er eins með Evu Joly eins og húsbóndann í Seðlabankanum, kannski lætur allt þetta fólk ekki alveg að stjórn. Og Jóhönnu finnst ekkert verra en að hafa ekki stjórn á hlutunum. Hún stjórnar ekki Seðlabankanum og grenjar yfir því, hún stjórnar AGS ekki heldur og nú hefur hún ekki lengur stjórn á Evu Joly.
Mér finnst í raun aðdáunarvert að einhver, þó hún heiti Eva Joly, skuli halda einhverjum vörnum fyrir okkur á alþjóðavettvangi því að það virðist ekki þjóna hagsmunum heilagrar Jóhönnu og skósveina hennar að verja hagsmuni Íslands erlendis. Mér finnst þetta sýna og sanna getuleysi Jóhönnu og ríkisstjórnar hennar, að manneskja að nafni Eva Joly skuli þurfa að halda vörnum fyrir okkur Íslendinga. Auðvitað væri eðlilegast að Jóhanna og Össur gerðu það sjálf. Ef að þau sinntu starfinu sínu, þá þyrfti Eva Joly ekki að vera að skrifa greinar sem að eru Jóhönnu ekki þóknanlegar, og þá þyrfti Hrannar Björn Arnarson skósveinn Jóhönnu ekki að vera að senda Evo Joly svona fýluskot.
Ég held að enginn skuggi falli á frægðarsól Evu Joly, þó að ég hafi reyndar aldrei séð hvað sé svona merkilegt við hana. Hef svo sem ekkert á móti henni heldur. Hins vegar sýnir þetta enn betur hversu getulaus þessi ríkisstjórn er. Það er sorglegt til þess að vita, að eftir öll þessi ár sem það hefur tekið vinstri menn að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum, þá skuli ríkisstjórn vinstri manna ekki vera betri en raun ber vitni.
![]() |
Hrannar sendir Joly tóninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2009 | 20:07
Þó það nú væri...
... þó að þessir háu herrar séu nú ekki jákvæðir núna. Gallinn er bara að jákvæð viðbrögð núna skipta bara ekki rassgat máli. Það sem skiptir máli er hvað er í boði þegar kemur að aðildarviðræðunum. Það er alveg ljóst að til þess að Íslendingar eigi vært innan þessa hagsmunaklúbbs hinna stóru og sterku þarf umtalsverðar breytingar að ganga í gegn hjá ESB. Smáþjóðir eins og Ísland hafa engin áhrif, hvorki innan ráðherraráðsins, á þinginu eða nokkurs staðar annars staðar innan ESB. Þess vegna þurfa Íslendingar að tryggja sín áhrif með öðrum hætti.
Svo verður að tryggja yfirráð Íslendinga yfir sínum náttúruauðlindum og þar með tryggja störf þúsunda mann í landinu með betri hætti en með þeim undanþágum frá meginreglunni sem að nú eru í gildi. Þær reglur sem gilda um hlutfallslegar veiðar og sögulegar veiðar eru einungis undanþágur frá þeirri meginreglu að nýting fiskistofna skiptist jafnt milli allra aðildarríkja.
Það verður fróðlegt að sjá hversu jákvæðir þessir háu herrar verða þegar að Össur hættir að sleikja á þeim rassgötin og fer að koma með kröfur... nema auðvitað að hann hætti bara ekkert að sleikja þá upp og að aðildarsamningurinn verði þá bara eftir því. Það væri Össuri og Samfylkingunni líkt.
![]() |
Umsóknin á dagskrá á mánudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2009 | 19:23
Auðvitað er það erfitt...
að ganga algerlega bak orða sinna. Það er ekki auðvelt að standa í stjórnmálasamstarfi og þurfa að selja sannfæringu sína til þess að halda samstarfsflokknum góðum. En þetta þarf Steingrímur að gera og hefur gert.
Þetta mál er mjög einkennilegt upphaf að svo stórri breytingu fyrir Íslendinga. Að upphafið að því að öll stjórnsýsla, löggjafarvaldið og fullveldið sé þannig að þingið rífist um það hvort að þjóðin eigi að fá að kjósa einu sinni eða tvisvar um málið. Hvaða mögulega skaða getur það gert að þjóðin fái að greiða atkvæði tvisvar? Kostar tvennar kosningar en ef það má eyða milljarði í stjórnlagaþing, af hverju má þá ekki eyða einhverri summu í tvennar kosningar. Jú Samfylkingin hefur svarið. Það þarf að senda umsókn um aðild að ESB eins fljótt og kostur er. En hvers vegna er mér hulin ráðgáta. Ég kaupi það ekki að það sé vegna þess að núverandi stjórn ESB sé okkur eitthvað hliðholl. Það er bara lélegur fyrirsláttur.
Það skýtur svolítið skökku við að Samfylkingin sem að sagðist ætla að stunda opna pólitík eftir kosningar, hefur bæði tekið þátt í leynimakki varðandi Icesave og nú leggst hún gegn því að þjóðin fái að kjósa oftar en einu sinni. Ríkisstjórnin og þeir flokkar sem að standa að henni eru svo trúverðugir, svo traustir, að í einu og sama málinu ganga þeir báðir bak orða sinna. Það er nokkuð vel gert og skjóta þeir öðrum ríkisstjórnum svo sem stjórnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ref fyrir rass. Þeir eru að setja nýjar hæðir eða lægðir í pólitískum loddaraskap og svikum á kosningaloforðum. Nokkuð vel gert Jóhanna og Steingrímur og það eftir að hafa verið við völd síðan í febrúar.
![]() |
Erfitt mál fyrir VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 00:46
Sósíalismi andskotans.
Hver sá sem að styður einstaklingsfrelsið, frelsi einstaklinga til athafna og frelsi fyrirtækja hlýtur að horfa til þessa frumvarps, þó það væri ekki bara heitið á frumvarpinu, með algjörum hryllingi. Þarna er verið að tryggja fjármálaráðherra einum og sér völd yfir öllu fjármálaumhverfi í landinu. Fjármálaráðherrann verður sennilega valdamesti maðurinn í landinu, mun hafa allt með það að segja hvernig bankarnir munu starfa og hvernig þeir munu stýra bankakerfinu.
Ég veit það vel að við Íslendingar höfum farið illa út úr bankakreppunni og að þeir einstaklingar sem að áttu bankanna ráku þá ekki betur en svo að þeir urðu gjaldþrota. En margir aðrir bankar urðu gjaldþrota líka. Fólk hefur haft mikil og stór orð um að það sé allt frjálshyggjunni að kenna. En svo er það spurningin er bankahrunið frelsinu um að kenna eða einstaklingunum sem að fengu frelsið? Var það þá öllum einstaklingum eða bara þeim sem að áttu bankanna? Og ef að það á að afnema frelsi á fjármálamarkaði með þessum gjörningi, er þessari nefnd og stjórnmálamönnunum eitthvað betur treystandi? Hvað hefur Steingrímur J. Sigfússon gert til þess að verðskulda það að verða valdamesti maður landsins? Maðurinn mun hafa völd yfir öllu bankakerfinu hvorki meira né minna.
Nei alger ríkisvæðing, alger ríkisfyrirhyggja og það að gera Ísland að sósíalísku ríki er ekki svarið við vanda okkar Íslendinga. Vonandi er enn nógu margir í þessu þjóðfélagi sem að enn trúa á einstaklingana sem að byggja þetta land og taka frelsið fram yfir algera ríkisfyrirhyggju. Það er farsælasta leiðin til þess að byggja þetta land upp að nýju.
![]() |
Frumvarp um Bankasýslu ríkisins úr viðskiptanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2009 | 02:06
Frábær samingur....
Segir það nú ekki eitthvað um ágæti þessa samkomulags ef að viðsemjendurnir sem að samið er um að fái borgað, hvetji þingmenn Alþingis um að fella samninginn. Þeir eru nefnilega sannfærðir um að við munum ekki ráða við samninginn og hvetja okkur til þess að gera nýtt samkomulag með allt öðru sniði en það samkomulag sem að Steingrímur og heilög Jóhanna skrifuðu undir.
En ég sé annað jákvætt við þessi skilaboð frá hollenskum kröfuhöfum. Hún færir okkur vonarglætu um að kannski sé plan B, sú leið að fella samninginn ekki svo glötuð þrátt fyrir allt saman. Hingað til hefur ríkisstjórnin sýnt það fádæma hugleysi að gefa ekki upp, þrátt fyrir að hafa upplýsingar um það, hvað mögulega taki við ef samningurinn verði felldur. Margir stjórnarandstöðuþingmenn hafa sagt að ekki komi til greina að samþykkja samninginn. En þeirri afstöðu, afstöðu um það að fella samninginn fylgir ábyrgð. Það er heldur ekki góður kostur þó að menn í raun renni töluvert blint í sjóinn með hversu slæmur kostur það er. En í þessu bréfi reynist vonarglæta.
Mér þætti mjög fróðlegt að vita hvað fer í gegnum hugarheim stjórnarþingmanna sem að ætla að samþykkja allt að 500 milljarða skuldbindingar á íslensku þjóðina, þegar þeim berast bréf utan úr heimi hvatning um það að fella samninginn. Er það virkilega svona mikils virði að halda í ríkisstjórnina, vera flokksmellur sem að hlýða, að það sé jafnvel meira virði heldur en samningur sem að ríkið getur hvort eð er ekki staðið við.
![]() |
Hvetja þingmenn til að fella Icesave-frumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2009 | 17:36
Aðeins ef það er ráðgefandi.
Því að hugmyndin um tvö starfandi löggjafarþing er algerlega út í hött. Ef að Alþingi fær ekki að fjalla um æðstu löggjöf okkar íslendinga, sjálft löggjafarþingið þá er alveg eins gott að leggja það niður. Mér finnst það gríðarlegur hroki af fólki að ætla sér að taka þá löggjöf sem að mestu málir skiptir af stofnun sem að hefur starfað óslitið í yfir 100 ár. Þar fyrir utan sé ég ekki og hef aldrei séð hvernig í veröldinni lýðræðið á Íslandi styrkist við það að það séu starfandi tvö löggjafarþing í landinu. Raunar hef ég aldrei skilið hvernig þetta þing styrkir lýðræðið og af hverju þetta þing ætti eitthvað að vera betra en það sem að við höfum fyrir. En úr því að fólk er komið með einhverja minnimáttarkennd af því að það finnst ekki fá að ráða neinu þá er um að gera að koma þessu stjórnlagaþing á koppinn, aðeins til þess að einhverjum líði betur. Eitt breytist samt ekki og mun aldrei breytast, völd kjósenda nær ekki út úr kjörklefanum. Þá daga sem að fólk fær að kjósa hefur þjóðin völdin en þess á milli er hún valdalaus. Því verður ekki breytt nema að breyta um form lýðræðis hér á landi. Ég held að fólk ætti að sætta sig við það áður en að það fer að gera sér einhverjar hugmyndir um stjórnlagaþing.
Þar fyrir utan er ég mjög efins um að það hafi verið stjórnarskránni að kenna hvernig alþjóðleg bankakreppa lék okkur Íslendinga. Íslenska stjórnarskráin hefur ekki verið að þvælast fyrir mörgum Evrópuþjóðum en samt sem áður eru þær margar hverjar í engu betri málum en við.
En það er sjálfsagt að breyta stjórnarskránni, en það á að vera erfitt. Menn eiga ekki að geta hlaupið til og breytt henni á auðveldan máta. Stjórnarskráin ver okkar grundvallarréttindi og það er eðli hennar að hún á að vera íhaldssöm og erfitt að breyta henni. Það þýðir hins vegar ekki að hún eigi að vera óbreytanleg. Hins vegar vil ég að Alþingi þurfi að samþykkja breytingarnar áður en þær fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og að stjórnlagaþingi verði ráðgefandi en ekki öfugt. Það var krafa Sjálfstæðismanna á sínum tíma og er enn. Ef að þetta löggjafarvald verður tekið af Alþingi þá getum við alveg eins lagt það bara niður.
Einn rökstuðningurinn fyrir stjórnlagaþingi er að áhrif stjórnmálaflokka verði engin á stjórnlagaþinginu. Einmitt, sá maður sem trúir því virkilega er hrikalega einfaldur. Fólk starfar í stjórnmálaflokkum almennt til þess að gera breytingar eða koma í gegn breytingum. Það starfar enginn í stjórnmálaflokki af því að honum er alveg sama hvernig hlutirnir eru í landinu. Hvers vegna ættu stjórnmálaflokkar eða fólkið sem að hefur hugsjónir um hvernig hlutirnir eigi að vera að sitja hjá þegar kemur að vinnu við stjórnarskrá? Beint eða óbeint munu stjórnmálaflokkarnir setja mark sitt á þetta þing.
![]() |
Stjórnlagaþing 17. júní 2010 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2009 | 13:32
Upphafið á að festa ríkisvæðinguna í sessi.
Þarna eru sósíalistar á ferð með sína ríkisvæðingu, ríkisfyrirhyggju og ríkisstjórnun á öllum sköpuðum hlutum. Það rekstrarform að ríkið sé að standa í bankastarfssemi og atvinnurekstri yfirleitt er versta mögulega rekstrarform sem til er. Í stað þess að byggja upp miðstýrt sósíalískt ríkisbákn í kringum bankakerfið væri mun eðlilegri nálgun að styrkja og efla þær stofnanir sem að áttu að hafa eftirlit með því að bankarnir, einkavæddir, störfuðu með eðlilegum hætti.
Það er ekki hlutverk ríkisins að standa í bankarekstri, sér í lagi í samkeppni við aðra einkarekna banka alveg eins og það er ekki hlutverk ríkisins að standa í atvinnurekstri yfirleitt. Ríkið á að veita lágmarks velferðarþjónustu, menntun og mynda þjóðfélagslegt öryggisnet í kringum okkur borgarana, ekki að standa í atvinnurekstri. Ég minni líka á að ríkisvæddu bankarnir voru iðulega reknir með tapi, og ári fyrir sölu þeirra þurfti ríkið að reiða fram 2-3 milljarða til þess að vega upp á móti tapi bankanna. Þarna er sósíalistinn Steingrímur að hverfa 20-30 ár aftur í tímann og það er eitthvað sem að allt frjálshyggju fólk í landinu á að berjast hatramlega gegn.
![]() |
Stofna Bankasýslu ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar