Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Furðulegt atvik.

Leikmaður sem að stekkur upp í skallaeinvígi getur ekkert gert að því hvar hann kemur niður, vonandi bara lendir enginn í því að verða undir leikmanninum. Þetta gerðist í dag, leikmaður HK og Stefán Þórðarson stukku báðir upp í sama bolta, og Stefán lendir ofan á leikmanni HK Stefáni Eggertssyni. Dómarinn horfði á atvikið og sá ekkert athugavert. Enginn sá neitt athugavert í leiknum og leikmenn beggja liða héldu áfram að berjast um boltann. En þá kom að þætti aðstoðardómara 2. Hann veifaði eins og óður maður( eftir leikinn hallast ég að því að það sé ekki allt í lagi í toppstykkinu á manninum) og hann sá að Stefán hefði gerst sig sekan um að lenda á leikmanni HK og taldi að tafarlaust ætti að senda manninn út af. Og eftir því fór dómari leiksins, Einar Örn Daníelsson, óð í villu og svipa og rak Stefán útaf fyrir atvik sem að hann hafði sjálfur séð andartaki áður. Hann sá ekkert athugavert þó að atvikið gerðist beint fyrir framan nefið á honum en úr því að aðstoðarmaður hans sá eitthvað athugavert, þá hlaut hann sjálfur að vera blindur. Og útaf með manninn. Tja ekki er nú öll vitleysan eins. Ef að þið viljið lesendur góðir sjá furðuleg atvik, þá held ég að leikir með ÍA sé málið. Það virðast öll furðulegustu og umdeildustu atvikin gerast á leikjum þess liðs.

Annars held ég að við getum þakkað aðstoðardómara leiksins fyrir þetta heilafret sem að hann fékk. Eftir það vorum við miklu betri en HK og ef við hefðum nýtt færin okkar þá hefðum við unnið. Annars stefndi þetta í tap hjá Skagamönnum, allt þar til að Stefán Þórðarson var rekinn út af.

Það er spurning hvort að það ætti ekki að stofna stuðningsmannasamtök sérstaklega fyrir Stefán Þórðarson. Hann virðist eiga eitthvað erfitt uppdráttar hjá dómurum landsins. Ég sé fyrir mér stóran borða sem að á stæði styðjum Stefán.


mbl.is Bjarni Guðjónsson: Óviljaverk hjá Stefáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband