30.9.2010 | 19:55
Helsta verkefnið var að sameina þjóðina.
Við munum öll hvernig ríkisstjórn VG og Samfylkingar kom til. Til uppþota kom á Austurvelli, brotið var á friðhelgi Alþingis og þáverandi valdhöfum sýnt ofbeldi og ógnað. Við þessar kringum stæður varð til ný ríkisstjórn. Það er óumdeild hvað sem að er svo satt í því að VG hafi átt hlut að máli í uppþotunum sem að urðu og átt þátt í því að sýna þáverandi forsætisráðherra ofbeldi eða tilburði til slíks. Reyndar tel ég að VG hafi að vitað af því hvað væri í bígerð eða að minnsta kosti ekki þótt þessi atburðarrás slæm og stutt hana ef eitthvað er. En ég tel hins vegar fjarri lagi að VG geti talist hins vegar þáttakandi.
En við svona stjórnarskipti sem að ekki eru frekar óhefðbundin þá er það eitt það mikilvægasta sem að nýja ríkisstjórnin gerir er að sætta þjóðina. Eðlilega er hluti þjóðarinnar frekar óhress með þróun mála og þá atburðarrás sem að varð þegar stjórnarskiptin urðu. Óhressari öllu heldur en ef að stjórnarskiptin hefðu orðið í kjölfar kosninga eða einfaldlega að stjórnin hefði sprungið af sjálfsdáðum. Nei þessi stjórnaskipti urðu í skugga uppþota og ofbeldis í garð valdhafans.
En mitt álit er að hornsteinn þessarar ríkisstjórnar og mikilvægasta verkefni hennar er að sætta þjóðina. Farvegur sátta ekki aðeins í efnahagslífinu (samanber stöðugleikasáttmálann sem var orðinn úreltur áður en það var búið að undirrita hann) heldur í stjórnmálum almennt hefði getað verið farvegur til framtíðar. Ef að ríkisstjórnin hefði að minnsta kosti reynt að sætta andstæðar fylkingar meðal þjóðarinnar þá hefði hún getað átt glæsta framtíð.
En það var ekki einu sinni reynt. Alltaf þegar hægt er að velja farveg sátta í öllum málum þá velur þessi ríkisstjórn, sér í lagi VG farveg deilna. Það er eins og að flokkurinn vilji hreinlega gera allt til þess að vekja gremju og reiði hjá að minnsta kosti hluta þjóðarinnar. Allt sem var skal brotið niður nýtt byggt upp eftir þeirra höfði. Þannig komumst við ekki út úr þeirri stjórnmálakreppu sem að hefur ríkt í landinu alveg síðan 2008.
Og nú, í kjölfar atburðanna síðastliðinn mánudag, þá eru sættir meðal þjóðarinnar algjörlega útilokaðar. Þegar tekinn er sú ákvörðun að kæra mann fyrir pólitískar ákvarðanir, allt í lagi það má deila um það hvort að þetta hafi verið gáfulegar eða réttar ákvarðanir, en þetta var að engu að síður pólitík þá eru eins og Bjarni Ben. orðaði það öll grið úti. Það er rangt að kæra fólk fyrir pólitík, undir það tek ég með Guðmundi Steingrímssyni þingmanni Framsóknar. Það má gagnrýna fólk, það má hafa af því embættið, þrýsta á það að segja af sér þingmennsku og það má koma í veg fyrir frekari þáttöku á þingi eða í stjórnmálum en það má ekki fangelsa fólk fyrir ákvarðanir sem það tók í góðri trú og fyrir að reyna að vinna í þágu lands og þjóðar. Pólitík er nefninlega ekkert annað en að vinna í þágu lands og þjóðar.
Jú vissulega eiga margir um sárt að binda. Efnahagskreppan hefur snert marka og eyðilagt líf þúsunda. Það væri hroki af minni hálfu að skrifa þessa færslu án þess að hugsa um þá sem eiga um sárt að binda. Því miður getum við ekki breytt orðnum hlut. Að senda Geir H. Haarde í fangelsi eða sekta hann breytir bara ekki nokkrum sköpuðum hlut. Færslan mín snýst um það að ætlaður ávinningur til þeirra sem að eiga um sárt að binda verður því miður alltaf minni en skaðinn af því að kæra hann og mögulega fangelsa hann. Því miður er það staðreynd að þessi gjörningur veldur miklu meiri skaða en ávinningi. Ég er alla vega viss um að sagan mun dæma atburð mánudagsins þannig.
Sættir er sem áður segir útilokaðar. Um næstu misseri og ár mun þjóðin skiptast í þá sem að vildu kæra og þá sem að vildu ekki kæra. Inn í þessa umræðu blandast sárindi og beyskar tilfinningar. Og svo við tölum ekki um starfið á þinginu. Það mun verða í algjörri upplausn um langann tíma. Nú er Alþingi komið inn á braut sem að er bæði varasöm og sem að verður ekki snúið aftur. Þetta fordæmi að fyrir störf landinu og þjóðinni til heilla geti fólk sætt ákærum og fangelsi mun sýkja Alþingi okkar, barnanna okkar og barnabarnannan okkar.
Davíð Oddsson, Steingrímur Hermannsson, Bjarni Benidiksson heitinn, Geir H.Haarde, Ólafur Thors, Þorsteinn Pálsson, Steingrímur Jóhann Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri og fleiri og fleiri er dæmi um fólk sem að hefur boðið sig fram til starfa fyrir land og þjóð. Mörg ef ekki öll hafa þurft að taka umdeildar ákvarðanir. Sumar hafa haft góðar afleiðingar, aðrar slæmar og svo eru enn aðrar afleitar. En ég er viss um að öll lögðu þau sig fram fyrir land og þjóð. Það má/mátti refsa þeim með embættismissi og með því að krefja þau að segja af sér þingmennsku en það má ekki dæma þau í fangelsi. Annað er hrein og klár svívirða.
![]() |
Alþingi rúið trausti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 849
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.