Er Jóhanna að leika sér að eldinum???

Það er megn óánægja í herbúðum beggja stjórnarflokkanna. Í Samfylkingu eru menn óánægðir með VG og hvernig sá flokkur hefur beinlínis staðið gegn uppbyggingu í atvinnumálum. Í VG eru menn hins vegar óánægðir með það hvað forusta flokksins studdi inngöngu í ESB en segist samt ekki styðja inngöngu í ESB. Og þegar að aðildarviðræðurnar virðast meira snúast um aðlögun, eins og niðurstaða kosninga um inngöngu í ESB sé fyrirfram gefin þá hefur sú gjá sem myndaðist milli þeirra sem að kusu að sýna andstöðuna við ESB í kosningu um umsóknina  og þeirra sem að kusu að gera það ekki breikkað. Þingmenn gætu orðið örvæntingafullir og lagst á sveif með stjórnarandstöðunni í að koma ríkisstjórninni frá.

Stjórnarandstaðan kallar eftir þjóðstjórn en ég á erfitt að sjá fyrir mér aðdragandann að slíkri stjórn. Verði vantrausttillaga samþykkt af þingmönnum stjórnarandstöðunnar og einhverra stjórnarþingmanna þá sé ég ekki fyrir mér að stjórnarmeirihlutinn taki upp samstarf undir merkjum nýrrar stjórnar. Skilyrðið fyrir því að Samfylking og VG vilji yfir höfuð ræða við Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Hreyfinguna virðist vera að þau haldi sjálf um völdin. Skilyrðið fyrir því að stjórnarandstaðan vilji hins vegar ganga til samstarfs er hins vegar að stjórnarmeirihlutinn hleypi öllum inn í ríkisstjórn. Þetta er hnútur sem að er erfitt að leysa og vandséð hver eða hverjir eigi að geta höggvið á hnútinn og með hverju.


mbl.is Samstöðuleysi tefur endurreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband