Ný vinna.

Byrjaði í nýrri vinnu í gær. Núna vinn ég hjá "Skipaþjónustu HB Granda, Akranesi". Í rauninni er þetta bara verkstæði sem að gerir við skip. Það fyrsta sem var gert var að galla kallinn upp. Fékk þennan fína galla merktan HB Granda með eins stóru merki á bakinu og hægt var að koma fyrir. Svo voru pantaðir handa mér öryggisskór. Verkstjórinn spurði mig hvort ég vildi ekki létta og þægilega skó, úr því að það stendur til að ég fari að vélstjórnast í sumar. Ég sagði jú jú, þá sagði hann að hann myndi bara græja þetta. Skórnir myndu birtast fyrir sunnan í dag.

Og skórnir birtust.... í leigubíl... rúskinnsöryggisskór sem að eru svo lágir og þægilegir að ég hef aldrei kynnst öðrum eins öryggisskór. Þeir eru líka svo fínir að það hálfa væri nóg. Ég og IT bárum þá saman við spariskóna mína og athuguðum hvort parið væri fínna. Spariskórnir mínir töpuðu.

Fyrsta daginn var ég að vinna með manni sem er alveg hreint dýrslegur. Hann er eldri kall sem að tekur u.þ.b. 1 tóbakshorn í nefið á dag. (það er enginn lygi því að þegar við fórum heim þá var hornið næstum því tómt) Svo lekur horið(brúnt að lit) og dropar svona hér og þar í kringum okkur þar sem að við erum að vinna. Það dropar jafn vel yfir hlutina sem við erum að vinna með.

Við fórum suður í Reykjarvíkurhöfn að dytta að skipi sem að heitir Faxi og vorum settir í að taka í sundur sjódælur. Vinnufélagi minn naut forréttinda og fékk dæluna sem að var uppi á pöllum. Ég fékk dæluna sem að var undir ljósavélinni, út við síðu. Og það besta var að helv. ljósavélin var í gangi allan daginn. Svo var ljósavélin með óþekkt og vildi ekki ganga á flotaolíunni því að það var of mikið af vaxi(parafini) í olíunni og var því alltaf að drepa á sér. Vaxið var náttúrulega sök vélstjóranna um borð því að ekki færu olíufélögin að selja lélega flotaolíu. En þess vegna varð allt ljóslaust í skipinu öðru hvoru eða ca. einu sinni á klukkutíma. Um miðjan dag fórum við í kaffi og ég notaði tækifærið og fór á klósettið. Svo heyri ég að ljósavélin var farin að hiksta og sá þá fram að vera í "miðjum klíðum"  og það yrði allt ljóslaust.(sá fram á að pissa á skóna mína eða eitthvað álíka sniðugt) En ég sendi sendi ljósavélinni mjög illar hugsanir og að hún myndi hafa verra af ef að hún dræpi á sér núna. Hún skildi sneiðina og ákvað að bíða með að drepa á sér þangað til korteri seinna. Takk.

P.s. vinnutíminn þarna er hræðilegur. Það er mæting klukkan 7.....SJÖ!!!!!!!!. Það eina góða við það er að við byrjum á morgunkaffi. Heilinn þarf ekki að vakna fyrr en svona hálf átta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera Knútsdóttir

ég sem hélt að þú værir svo mikil morgun manneskja

Vera Knútsdóttir, 19.3.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Sko það eru takmörk fyrir öllu.

Jóhann Pétur Pétursson, 19.3.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband