Loðnuhrogn.

Loðnuhrogn eru rándýr illa lyktandi viðbjóður. Ótrúlegt að Japanir og Rússar skuli borga stórfé.... og þá meina ég STÓRFÉ fyrir þennan gula illa lyktandi skít sem að lítur út eins og eyrnamergur. Bragðið af þessu gula ógeði er heldur ekkert sérstakt.

Á miðvikudaginn síðasta fékk ég sem sagt ekki að fara um borð í skip heldur var ég sendur inn í hrognavinnslu til þess að rífa dótið í sundur af því að það átti að fara að þrífa draslið. Fyrsta verk var að taka í sundur færibönd, draga þau drifhjólunum og setja í sýrubað. Verst var samt þegar við rifum plastlistana undan færiböndunum því að þar sátu allt að þriggja vikna gömul loðnuhrogn. Ef að þau lyktuðu illa gul, þá lyktuðu þau enn verr grá af myglu.

Svo fékk ég skemmtilega tilbreytingu. Í stað þess að vera nálægt hrognum, þá fékk ég að rífa í sundur dælur....sem að hefði getað verið gaman....þetta voru skrúfudælur....fullar af gamalli loðnu. Djöfulsins viðbjóður. Þarna var ég í frystihúsi, í stígvélum vaðandi loðnuviðbjóð upp yfir ökkla. En þetta er mikils virði því að þetta eina litla frystihús með 15-20 pólverja í vinnu velti einum milljarði á tveimur vikum.

En þá fékk ég laun erfiðisins. Það var bankað á öxlina á mér. Á bak við mig stóð þessi ljómandi huggulega gella, í pilsi sem að mætti nota sem ágætis belti, og svo flegnum bol að ég hefði getað svarið að ég sá hluta úr geirvörtu...(kannski ímyndun en ég er náttúrulega sjúkur maður) Hún stakk algerlega í stúf við umhverfið í háhæluðu stígvélunum sínum inn í frystihúsi. Ég spurði hvað hún væri að gera þarna... hún sagðist vera að vinna. Það hvarflaði að mér að spyrja hvort að hún ynni liggjandi eða standandi en ég sleppti því. Ég kann mig nefnilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Þú! kannt þig!
hahahahahahahahahahahahahahahahahahaha
úff.. þessi var góður ;)

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 25.3.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Katrín M.

Eheheheheuuuugh

Katrín M., 26.3.2008 kl. 06:28

3 Smámynd: Vera Knútsdóttir

hmmm... Jóhann Pétur Pétursson að kunna sig hmm.... Segðu mér annan betri

Vera Knútsdóttir, 26.3.2008 kl. 10:07

4 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég vil þakka vinkonum mínum þetta gríðarlega traust sem að þær hafa sýnt mér. Það verður mjög erfitt að standa undir þessu trausti sem að þær hafa sýnt mér.....

Jóhann Pétur Pétursson, 26.3.2008 kl. 14:15

5 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Jóhann minn þú veist að þú getur barasta þakkað sjálfum þér fyrir þetta traust sem við höfum sýnt þér

Vera Knútsdóttir, 27.3.2008 kl. 02:38

6 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Ekkert að þakka Jói minn.. Ekkert að þakka

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 28.3.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 699

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband