Vorið er að koma.

Mér finnst eins og það sé vor í loftinu. Að vísu er ekkert sérstaklega vorlegt hérna fyrir norðan, allt á kafi í þessum andskotans snjó. En samt það er kominn vorfílingur í mig. Ég er nánast búinn að klára allar vinnubækur, flestar skýrslur búnar og einhvern veginn það er allt að klárast. Þetta er alveg að verða búið, bara nokkrir dagar í skólanum og svo lokaprófin.

Og talandi um lokaprófin, þau byrja fyrir alvöru hjá mér. Þrjú fyrstu prófin eru á tveimur fyrstu dögunum, og eitt þeirra stærðfræðipróf í Stæ 603. Þetta kallast að byrja með látum. Restin, skitin þrjú próf, dreyfast á 8 daga. Jæja það sem að drepur mann ekki það herðir mann, eða fellir mann. Það væri þá komin tími á það að ég falli í áfanga í framhaldsskóla, búinn að vera í framhaldsskóla tja í 8 ár eða 16 annir. Ég hef ekki nennt að telja öll lokaprófin sem að ég hef farið í.

En þrátt fyrir að það sé ennþá allt á kafi í snjó, þá er vorið að koma. Það hlýtur að koma einhvern tíma í þessu ískalda rassgati sem að maður býr í.

P.s. til þess að undirstrika það að ég komist aldrei yfir þetta, þá ætla ég að birta slóðina einu sinni enn http://www.youtube.com/watch?v=1gI1pGktddw&feature=related. Þetta er að sjálfsögðu crazy hamster dance.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 851

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband