Tilgangurinn helgar ekki meðalið...

alla vega ekki þegar kemur að mótmælum á háu eldsneytisverði. Ég vil taka það fram að ég yrði alveg ofsalega glaður ef að ég sæi álögur ríkisins á eldsneyti minnka. Heils hugar tek ég undir kröfur atvinnubílstjóranna um að eldsneytisverð lækki.

En að loka vegum, eða valda viljandi töfum í umferðinni er gróft brot á umferðareglum og skapar mikla hættu. Ég þarf ekki að nefna það hvað myndi gerast ef að alvarlegt umferðaslys yrði öfugu megin við lokunina þannig að lögregla, sjúkrabíll eða aðrir viðbragðsaðilar kæmust ekki á vettvang. Þá væru þeir sem að lokuðu veginum í verulega vondum málum.

Það virðist vera orðin regla hér á Íslandi að það sé ekki hægt að mótmæla öðru vísi en að brjóta lög og reglur. Fólk getur komið saman og komið sínum boðskap á framfæri á fullkomlega löglegan hátt. Það er eins og fólk verði að gerast lögbrjótar til þess að svala einhverri innbyggðri reiði í garð stjórnvalda. Að það þurfi að fá útrás fyrir sína gremju í garð stjórnvald og láta það bitna á öðrum. Þeir sem að ráða þessu landi eru ekki fastir í umferðateppunum, allir aðrir eru það.


mbl.is Bílstjórar lokuðu hringvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er alveg hjartanlega sammála. þetta síðasta var akkúrat það sem ég hugsaði þegar ég heyrði fyrst um þetta. afhverju fara þeir ekki þangað sem vitleysingarnir sem þeir eru að reyna að ná til og trufla þá þar??? af hverju að trufla líf allra annarra sem skilja alveg en geta mega hugsanlega ekki við truflunum vegna þess að veginum er lokað. hátt bensínverð bitnar ekki bara á bílstjórum þó þeir fái að finna duglega fyrir því og kannski aðeins meira en aðrir en það gefur þeim ekki leyfi til að stoppa umferðina og allt svoleiðis. kv. Berglind

Berglind mágkona (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:10

2 identicon

Ég er alveg hjartanlega sammála þér og finnst líka nauðsynlegt að benda á það að hátt olíuverð á ekki að skipta nokkru einasta máli fyrir flutningabílstjóra. Ef olíuverð hækkar þá eiga þeir að sjálfsögðu að ýta þeirri hækkun útí verðlagið með því að hækka verðskránna sína. T.d. getum við velt því fyrir okkur hvað myndi gerast ef verð á osti myndi allt í einu hækka um helming. Þá myndu allir pizzastaðir að sjálfsögðu hækka verðskrána sína í staðinn fyrir að væla og mótmæla háu ostverði.

Það er almenningur sem á að mótmæla þessu háa bensín og olíuverði en ekki flutningabílstjórar.

Að lokum þá finnst mér að Lögreglan eigi að fara að taka á þessum lögbrjótum (og stinga þeim helst í steininn) og halda götum landsins opnum svo löghlýðnir borgarar geti komist leiða sinna.

Kjartan (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:11

3 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Er ekki allt í lagi hjá fólki sem vælið endalaus  sérstakslega um mál sem það hefu ekki hundsvit á. 1 Ef upp kæmi sú staða að slys yrði á meðan mótmæli fara fram í Ártúnsbrekkuni þá er Slökkviliðið með Stöð á Tunguhálsi og lítil vandræði að komast eftir Breiðholtsbraut í efri hverfi Reykjarvikur frá Skógarhlið . Það segja að bilstjórar eigi bara að velta oliuhækkunum út í takstana er mjög skritin rök við það myndi vöruverð á mjólk brauða on alli annaði vöru hækka . Ég er Atvinnubilstjóra og ég mun mótmæla óeðliegri hækkun á oliu . munar miklu þegar bilar eyða um 50-60 lítrum á 100 km fólk á að kynna sér málinn áður en að það tjáir sig þetta mun koma öllum til góðs ef álagning ríkis lækkar

Jón Rúnar Ipsen, 31.3.2008 kl. 20:06

4 identicon

Ég held að það sjái það hver heilvita maður að af sjálfsögðu á að velta hækkun á olíu á taxtana. Vitanlega hækkar þá allt, en þá á líka almenningur að mótmæla því. Svo ég vitni aftur í dæmið sem ég tók áðan, þá á ég mjög erfitt með að sjá starfsfólk Domino's fyrir mér í einhverjum mótmæla aðgerðum vegna þess að verð á osti hafi hækkað.

Eins finnst mér fáranlegt af Sturlu að nefna það í hádegisviðtalinu á Stöð 2 að það kosti 1.000.000 að reka svona bíl á mánuði, það segir manni ekki neitt þar sem hann gaf ekki upp allar milljónirnar sem koma í tekjur á móti.

Ef maður er að reka fyrirtæki og gjöldin hækka mikið þá að sjálfsögðu á að hækka verðið til að auka tekjurnar á móti. Ég er allavega ekki að biðja þessa blessuðu flutningabílstjóra að taka þessa hækkun á mig, endilega leyfið mér að borga minn hluta í þessum verðhækkunum með hærra vöruverði í staðinn fyrir að vera með svona hryðjuverkastarfsemi á götum landsins.

Kjartan (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 20:25

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Svo að ég svari þér Jón þá er bara ekki nóg að hafa sjúkrabílinn sömu meginn og slysið verður, sjúkrahúsið er hinu megin. Ég stend ennþá föstum fótum á því að þið stofnið fólki í lífshættu með þessum aðgerðum ykkar og það á að refsa ykkur fyrir það. En úr því að þú last ekki greinina mína, á árétta ég það að hvað tilganginn varðar er ég sammála ykkur. Okkur greinir bara á um aðferðirnar.

Jóhann Pétur Pétursson, 31.3.2008 kl. 20:46

6 identicon

ef sjúkraflutningamenn og lögreglumenn þekkja ekki aðrar leiðir á milli staða enn stofnbrautir þá eiga þeir að fá sér aðra vinnu.Ég var ekki í neinum vandæðum að fara frá Stuðlahálsi og niður í bæ á sama tíma og mótmælin voru á Ártúnsbrekkunni.Bara þekkja gatnakerfið 

sigurbjörn (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:02

7 identicon

jæja gott folk.....    til að byrja med þá eru þessi synishorn af mótmælum bara til að syna hversu illa við getum lamad borgina,    kröfurnar eru skyrar!!!!    ef ekki verður orðið við þeim þá verður þetta gert af alvöru, bilarnir verða skildir eftir og hlössum sturtað.   það er alveg a hreinu að það verður ekki bedið i rolegheitum eftir einhverjum nefndarstörfum sem skila svo kanski 2kr lækkun,   annaðhvort verður orðið við þeim NÚNA eða borgin verður lömuð,    folk er ekki að skilja aðstæður,  það eru kanski 50-100 trukkar margir hverjir trailerar med tengivagna og geta vegið lestaðir 49tonn   það er ekki til dráttarbill sem getur dregið þessa bila i burtu, og hvad þá þegar engir eru lyklarnir.   ef lögreglan  ætlar að farað handtaka menn þá verður múgæsingur sem er engan vegin æskilegur, enn nokkrar löggur verða eins og laufblöð i höndunum a þessum mönnum, og skora eg eindregið a lögregluna að vera ekki med æsing þvi það skilar engu.

ef eithvert ykkar er svo vitlaust að halda að motmæli niðri a alþingi skili einhverju þá gerið svo vel standið þar med skiltin ykkar,  á islandi skilur enginn neitt og ekkert gerist  fyrr enn einhverjir farað tapa peningum aðrir enn almúginn....

og i sambandi við sjukraflutninga þá eru eins og segir stöðvar ofan og nedan við ártunsbrekkuna, og einnig eru skilgreindar varaleiðir ef allt er stiflað,    það að fara i svona motmæli er eitthvað sem er ekki gert nema af nauðsyn,  við vitum mætavel af þeirri hættu sem getur skapast, enn slikt er fornarkostnadur það erum ju við öll sem getum þurft a sjukrabil að halda eða einhver nakominn okkur, madur veit aldrei.

að lokum hvet eg alla til að mæta a austurvöll og undirstrika þau motmæli sem hafa verið i gangi og vonandi  rifur þessi rikissjorn sig upp af rassgatinu og gerir eitthvað einu sinni ad viti.

                      kv Mikki  gröfu og vorubilstjori

MIKKI (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:18

8 Smámynd: B Ewing

Kjartan er klárlega fáfróður maður um atvinnubílstjóra og umhverfið sem þeir vinna í.

Atvinnubílstjóri,  sjálfstæður atvinnurekandi á eigin (tugmilljóna) tæki, er oft búinn að semja fyrirfram um verktöku við kaupendur.  Það er ansi erfitt að hlaupa í miðju verki til kaupandans og hækka verðið til hans um 30-40%.  Sá bílstjóri sem myndi gera slíkt myndi fljótt verða verkefnalaus. 

Þar sem samráð er bannað þá geta bílstjórar ekki tekið höndum saman og hækkað verð á alla (líkt og olíufélögin gerðu og bændasamtökin gera enn).

Þegar olíuverð rýkur upp á örfáum mánuðum þá verða þeir að skera niður á öðrum sviðum, t.d. eigin launum, viðhaldi, markaðssetningu o.s.frv.  Forgangsröðunin er í höndum hvers og eins.

Þú, lesandi góður og Kjartan, yrðir aldrei kát/ur ef þú réðir til þín t.d. rafvirkja sem myndi gera þér fast tilboð í verk sem þú þyrftir að láta framkvæma en þegar hann væri hálfnaður þá kæmi hann til þín og heimtaði tæplega helmingi meiri pening vegna óvenjulegra ytri aðstæðna hjá honum.

Ég ætla ekki að fara út í samningatækni og fyrirvara í samningagerð.  Bílstjórar, sem og aðrir munu áræðanlega taka slíkt til gagngerrar endurskoðunar vegna óstöðugs efnahagslífs.

B Ewing, 31.3.2008 kl. 21:30

9 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Það má kalla mig þrjóskan, en umferðin er ekki staður til þess að mótmæla á. Þar fyrir utan tel ég að þessi þörf til þes að brjóta lögin sé til komin vegna einhverrar reiði í garð þeirra sem ráða. Svo Sibbi, ef að þú ætlar að keyra í forgangsakstri frá segjum Mosó að Landspítala(sama hvorum) hvaða leið myndir þú helst vilja fara og hvort helduru að þú yrðir fljótari að fara stofnbrautirnar eða hliðargötur?

Jóhann Pétur Pétursson, 31.3.2008 kl. 21:35

10 identicon

Þessir vörubílstjórar eru sjálfumglaðir hugleysingjar sem stíga ekki frekar í vitið en gullfiskur á þurru landi. Ofangreind ræða Mikka sannar þau orð. Þetta hlýtur að vera eitthvað það barnalegasta svar sem ég hef lesið.

Kæri Mikki, þið vörubílstjórar einfaldlega hafið ekki þor í að loka götum þar sem það virkilega skiptir máli, þannig að þið kjósið frekar að ráðast á þá sem hafa EKKERT vald í höndunum, haldandi að slíkar aðgerðir virkilega skili einhverju. Í staðinn vælið þið um að það þýði ekkert að mótmæla fyrir framan Alþingi. Hverju í ósköpunum haldið þið þá að lokanir á almennu vegakerfi borgarinnar skili?

Í alvörunni talað, hvað haldið þið að gerist í framhaldi af þessum svokölluðu mótmælaaðgerðum ykkar? Gæti einhver ykkar vinsamlegast lýst fyrir mér mögulegri atburðarrás sem gæti átt sér stað í framhaldi?

Þetta er svo innilega kolvitlaus leið til að fá ykkar fram og ég er alveg gáttaður yfir því hversu stór hluti þjóðarinnar hefur sætt sig við þá blekkingu að það sé að hjálpa til við að berjast fyrir málstað sem hefur ekkert vægi. Þetta er eins og að horfa á hópdáleiðslu. Nú, eða lélega sápuóperu.

Það er vonandi að þessi skítafnykur, sem umlykur Reykjavíkurborg þessa dagana, fari brátt minnkandi.

Jón Flón (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:45

11 identicon

Ég skal alveg fúslega viðurkenna að ég er ekkert mjög fróður um atvinnubílstjóra og þeirra hagi, en ég veit hvernig hægt er að hafa þessa hluti. Það er t.d. minnsta mál fyrir þá að hafa eðlilega fyrirvara í sínum samningum. 

ÞAð segir sig alveg sjálft að það gerir enginn maður við eitthað smá vit í kollinum samninga um svona verk nema með fyrirvörum um ófyrirséða hækkun á olíu, annað er bara hrein og bein heimska. Að sjálfsögðu á að hafa eðlilega fyrirvara þegar um svona hluti er að ræða.

Að lokum þá veist þú, B.Ewing, bara ekkert um mig og það hvernig persóna ég er, þannig að þú getur ekkert fullyrt svona vitleysu. Ég myndi glaður borga rafvirkjanum meira ef hann gæti sýnt fram á það að eitthvað hafi hækkað sem hann hafði ekki gert ráð fyrir.

Kjartan (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:45

12 identicon

Ég er algjörlega sammála þessu bloggi, ef að fólk lendir í bílslysi á vesturlandsveginum þá er næsta sjúkrahús í boði á akranesi, væri gamann að sjá þessar varaleiðir sem mikki bendir á.

 Og ég skal alveg standa við það, að ef að eitthvað vörubílstjóragerpi leggur bíl sínum í veg fyrir mig svo ég komist ekki leiðar minnar og fer úr bílnum með lykilinn, þá verður ekki mikið eftir af bílnum þegar að hann kemur til baka.

Kári Örn Hinriksson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:17

13 Smámynd: Hin Hliðin

Ég var ánægður með kommenntið hans Mikka hér að ofan og hér kemur úrdráttur úr því

ef lögreglan  ætlar að farað handtaka menn þá verður múgæsingur sem er engan vegin æskilegur, enn nokkrar löggur verða eins og laufblöð i höndunum a þessum mönnum, og skora eg eindregið a lögregluna að vera ekki med æsing þvi það skilar engu.

ÉG get ekki betur séð en að Mikki sé hér að hóta lögreglunni.  Það væri alveg sérstaklega gaman að sjá hann standa við þær hótanir og sjá hvernig yrði tekið á honum.

Það sem er farið að pirra mig mest í sambandi við þessi heimsku djö... mótmæli er hugleysi bílstjóranna.  Þú veist að þú ert að brjóta lög og ef lögreglan, sem er að VINNA VINNUNA sína ætlar að handtaka þig þá ætti það að vera sjálfsagður fórnarkostnaður fyrir þig en ekki berjast á móti eins og hálfviti og gera illt verra.

Það sem ég mundi vilja sjá er að láta þessi mótmæli bitna á þeim sem eiga það skilið í staðin fyrir að láta það bitna á mér.  Hvernig væri t.d. að loka aðgengi að fjármálaráðuneytini í nokkra daga?  Loka aðgengi að Alþingi?  Taka bensínstöðvarnar fyrir og loka aðgengi að N1 í einn dag, olís næsta dag o.s.frv.

Það eina sem að þið munduð græða á því að "lama borgina" er að fá alla upp á móti ykkur.

P.s. það vita allir af þessum svo kölluðu vara leiðum út um allt en það er ástæða fyrir bláu blikkljósunum á þessum bílum.  Mínútur geta skipt máli og þær verða ansi margar mínúturnar ef það þarf að þræða einhverjar krókaleiðir.

Hin Hliðin, 31.3.2008 kl. 22:24

14 identicon

Það sem fólk segir hérna um að það sé rangt af bílstjórunum að lama vegakerfi borgarinnar sé rangt, þó ekki sé nema í stuttan tíma, er alveg hárrétt.

 Íbúar borgarinnar ættu alls ekki að sætta sig við að slíkt geti átt sér stað.

En samt ætla ég að taka ofan fyrir mótmælendum fyrir að benda okkur á hið augljósa, þá er ég ekki einungis að tala um hátt bensínverð.

Þetta gerist nánast á hverjum einasta degi. Á álagstímum getur umferðin stíflast og erfitt verður fyrir lögreglu, slökkvilið og sjúkraflutningamenn að komast leiðar sinnar, ekki rétt?

Þið getið alveg kennt atvinnubílstjórum um. En í sannleika sagt þá tel ég að vegakerfi borgarinnar sé gallað.  Svo ráfið út í annað, mér er sama. En ef ég lendi í slys, og sjúkrabílinn kemst ekki leiðar sinnar vegna mótmæla.

 Þá kenni ég borginni um... ekki bílstjórum.

Langaði bara benda ykkur á annað sjónarhorn. 

Solomon (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:04

15 identicon

Ég ætla að leiðrétta þann misskilning að eg hafi verið að hóta lögreglunni,    ég er eingöngu að benda mönnum a að missa sig ekki i handalögmál, hvort sem þeir eru i lögreglubuningi eða á vörubíl.   það er ekki tilgangur mótmælanna þótt gaman se að tuskast i mönnum við rétt tilefni.

Það væri fróðlegt að vita hvada götur þetta eru sem væri svona mikið betra að teppa enn einmitt fjölfornustu götur borgarinnar???     endilega deila þvi med okkur.....

 og svo er það annad sem menn vilja ekki skilja að lögreglan er ekki i öfundsverðri stöðu,    hun getur ju handtekið bilstjorana, med öllu þvi veseni sem fylgir, vitandi það að þeir geta ekki fært bilana i burtu, enda ekki hægt að hreyfa fullhladin vörubil , eda reyna sáttaleiðina eins og hefur verið gert og losa þannig um hnutinn.    Þetta virkar nefnilega þannig að þótt þeir taki fremstu bilana þá munu þeir aftari ekki hreyfa sig ur stad heldur og þannig gæti þetta undið uppa sig i margra klukkutima tafir og jafnvel solarhringa.    ég meina þú fremur vopnad rán og ert sloppin uta a götu daginn eftir,   haldiði i alvöru að við séum hræddir við að vera teknir fyrir að stoppa bilinn a vondum stað ha??? madur spyr sig,  ykkur væri nær að styðja við bakið a þessum mönnum og vera ekki med svona bleyðuskap.

mikki (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:32

16 identicon

Mikki.

Þú ert að benda á að þið getið lamað umferðarkerfið, sem í sjálfu sér er frekar asnalegt finnst mér. Strætóbílstjórar og lestastjórar í útlöndum hafa gert þetta til að sýna framm á að þeirra er þörf, núna eruð þið bara að sýna að þið getið gert ólöglegar lokanir þegar ykkur sýnist. Skilar það einhverju af viti ? Það virðist ekki vera ?

 Hvernig væri frekar að loka fyrir aðgengi starfsmanna alþingis að bílastæði alþingis eða allavega láta þetta bitna á þeim sem geta í raun breytt ástandinu.

 Í raun lít ég á þetta mál svona: Krakki (vörubílstjórar) í grunnskóla er ósáttur við einhverjar breytingar í skólanum, í staðinn fyrir að fara og mótmæla þessu við skólastjóra eða stjórn skólans (ríkið) þá fer hann útá leikvöll og lætur reiði sýna bitna á samnemendum sínum. Hverju skilar það ?

 Það á ekki að leyfa mönnum að komast upp með að fá sínu framm með "ofbeldi" sem þessu.

 Annars þá finnst mér að bensínverð mætti alveg lækka eða að ríkið myndi nota eitthvað af þeim sköttum sem eru á olíu til að draga aðeins af sköttum á vistvænni bílum. Ég er samt á móti aðferðunum sem atvinnubílstjórar eru að nota til að mótmæla.

Gísli (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:00

17 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Stjórnmálafræðingurinn í mér fer alveg á flug við þetta!

Jóhann, ástæðan fyrir því að mótmælaaðgerðir beinast að því að reyna að "lama" samfélagið er einmitt sú að þannig fæst athygli og líklegra er að stjórnmálamenn hlusti á kröfur þeirra sem standa fyrir mótmælaaðgerðunum. Mótmæli sem beindust eingöngu að því að standa úti í móa með kröfuspjöld myndi aldrei hafa slík áhrif að breytingar á því sem verið er að mótmæla ættu sér stað. Atvinnubílstjórar hafa einmitt náð fram heilmiklum umræðum með aðferðum sínum og fengið viðbrögð frá olíufélögunum.

Hvað eru verkföll? Það eru mótmæli og kröfuaðgerðir sem lama ákveðin hluta samfélagsins, t.d. þegar kennarar hafa farið í verkfall, það brýtur á réttindum barna til menntunar.  

Þið talið um að þið viljið frekar að vöruhækkanirnar skili sér til neytenda. Eru þið alveg viss? Krónan er mjög veik þannig að við munum sjá vöruhækkanir vegna óhagstæðs gengis, viljiði að flutningskostnaður á vörum hækki líka vegna þess að olíuverð er svo hátt? 20% vöruhækkun vegna óhagstæðs gengis er alveg nóg en að bæta ofan á það er gjörsamlega óásættanlegt. Ég er alveg viss um að það mun gjalla hátt í neytendum þegar vöruverð hækkar! 

Auðvitað er hægt að ræða það hvort að aðgerðir atvinnubílstjóra séu góðar eða slæmar en sjáið þið einhverja aðra leið sem myndi skila skila sér út í umræðuna? Persónulega sé ég ekki hvaða aðra leið þeir hefðu getað farið til að vekja athygli á þessu.  

Vera Knútsdóttir, 1.4.2008 kl. 10:25

18 identicon

Ég veit um eina aðferð sem mér finnst að þeir gætu notað og myndi hafa mikil áhrif. Þeir gætu lagt niður störf í nokkra daga eða vikur. Nú veit ég ekkert um verkfallsrétt eða slíka hluti hjá flutningabílstjórum, en þeir gætu hætt að taka að sér verkefni og stöðvað þannig margar byggingaframkvæmdir og komið af stað vöruskorti sem yrði væntanlega ekki lifað við lengi. En með þannig framkvæmdum er ekki verið að leggja saklausa borgara í óþarfa lífshættu og allir ættu mun auðveldara með að komast leiðar sinnar.

Síðan gætu þeir að sjálfsögðu nýtt þann tíma sem sparast við að vinna ekkert í að standa á Austurvelli með mótmælaskilti. 

Kjartan (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 14:17

19 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Stöðva fluttninga þá á mat? Lyfjum? Er ekki skárra að vera fastur einhverstaðar en að það sé skortur á lífsnauðsynjum? Fólk hefur líka bara gott af því að fara út og hjóla.

Vera Knútsdóttir, 1.4.2008 kl. 14:32

20 identicon

Það er einmitt það sem ég er að tala um, það að stöðva flutninga hefur mikið meiri afleiðingar en að vera endalaust að reyna að loka einhverjum götum. Þess vegna yrði væntanlega brugðist fyrr við þessari aðferð með t.d. lækkun á einhverjum gjöldum.

Kjartan (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 14:48

21 identicon

Vera, bílstjórar sem flytja lyf hér á höfuðborgarsvæðinu eru í vinnu hjá fyrirtækjum og keyra ekki á einkareknum trillitækjum þannig það myndi ekki bitna mikið á þeim, lyf útá landi flytjast með Póstinum og ég veit ekki hvort þeir eru einkareknir. Því ættu lyf að komast á sína staði myndi ég halda.

 Annars þá er ég enn á því að þeir eigi bara að loka innkeyrslu og aðgengi að alþingishúsinu í staðinn fyrir að vera að andskotast eitthvað í Ártúnsbrekkunni. 

Gísli (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 15:10

22 identicon

ég vil bara segja að ég er hjartanlega sammála síðustu málsgrein Gísla. Þó svo að það hafi skapast heilmikil umræða út um allt út af þessum mótmælum þá verður ekki langt þar til venjulegt fólk hættir að sýna tillitsemi og vill bara losna við flutningabílana sem eru stopp fyrir framan þá. í stað þess að hóta lögreglu ættu þeir bara að gera eitthvað sem ekki skapar hættu fyrir sig og aðra. bíðið bara, það á eftir að gerast eitthvað og líf verða í hættu og flutningabílarnir fyrir fljótlegustu leiðunum.

kv. Berglind T.

Berglind (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 624

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband