Nei risavaxið ríkisskrýmsli er EKKI málið.

Hversu stór hluti þjóðarinnar viti hvað ESB raunverulega snýst um? Það verður sennilega seint eða aldrei að þessi þjóð taki raunverulega upplýsta afstöðu. Taki afstöðu til einhvers málefnis, EFTIR að hafa kynnt sér það. Það eina sem heyrist er frá ákveðnum ráðherrum Samfylkingarinnar um hvað lífið verði svo dásamlegt og yndislegt þegar við verðum komin í ESB.

Ef ykkur finnst við hafa lítil áhrif í dag, þá get ég lofað ykkur að þau verða ekki meiri eftir að við erum gengin í ESB. Við munum fá 6 þingmenn af 750 á Evrópuþinginu eftir að Lissabon sáttmálinn gengur í gildi. Og þetta leyfa fylgismenn ESB aðildar að kalla mikil áhrif.

Ég segi nei, nei, nei og aftur nei, ESB er ekki málið fyrir eina ríkustu en jafnframt fámennustu þjóð heims. Við erum miklu betur sett utan ESB.

Ég væri til í að sjá, tvær spurningar í svona könnunum. Ertu með eða móti ESB og hefur einhverja hugmynd um, um hvað ESB snýst?


mbl.is 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Þetta er rétt hjá þér. Almenningur hefur mjög litla hugmynd um hvað málið snýst. Fjölmiðlar hafa keppst um að birta skýrslur sem hafa verið pantaðar fyrirfram.

En skelfilega er þetta ljótt merki sem þú hefur við hliðina á nafninu þínu...

Hallgrímur Egilsson, 20.4.2008 kl. 14:34

2 identicon

Veistu hvað staða okkar utan ESB þýðir? Hefur þú einhverja hugmynd um hvað það kostar okkur að vera ekki í ESB? Það kostar okkur t.d. 44 milljarða bara að halda hagkerfinu óbreyttu(*). Það kostar okkur vaxtaokur og ef að allt fer á versta veg gjaldþrot þjóðarbúsins. Mér þætti gaman að sjá fólk taka upplýsta afstöðu í stað þess að lepja allt eftir stjórnmálamönnum þessa lands. Annars er þessi þjóð bara eins og villuráfandi sauður og veit ekkert hvað hún er að segja eða gera.

*http://www.si.is/malaflokkar/starfsskilyrdi-idnadar/efnahagsmal/efnahagsleg-ahrif-esb-evru/nr/722 

(Ég fékk ákveðinn innblástur úr athugasemd þinni á annarri síðu hér á blog.is) 

Magnús S. (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 14:53

3 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Já ég er sko búin að kynna mér málið og það væri einhver sú heimskulegasta ákvörðun Íslands að ganga í ESB!!!

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 20.4.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband