Frábær dagur.

Dagurinn í dag var hreint út sagt frábær. Frábæri dagurinn hófst í gær(fyrradag) þegar Elín kom í heimsókn til mín á Akranes. Eftir að við höfum borðar hamborgara hjá foreldrum mínum og við ætluðum að kíkja á rúntinn og skoða bæinn áður en að Elín færi komu fréttirnar....Elín bað um gistingu og ætlaði að vera alla vega eina nótt í viðbót hjá mér. Víj. Og Berglind heppin...fékk hjásvæfu. Nú Elín var alltaf að tala um það að mín tengdó væri hennar tengdó....Well you got what you asked for.

Dagurinn í dag sem að er eiginlega í gær af því að klukkan er orðin svo margt var frábær. Ég og Elín eyddum öllum deginum saman, bara í að spjalla og bara eyða deginum saman. Ég held að ég hafi sannfært Elínu um hve yndislegur bær(fyrir utan göturnar) Akranes er og sé síst verri heldur en Akureyri. Hún skilur þá kannski hvers vegna þetta orð heim vefst orðið fyrir mér. Við Elín borðuðum saman, spjölluðum, fórum í leynilega rómantíska lautarferð(Ingibjörg var í öðru póstnúmeri, það var löglegt) og skemmtum okkur konunglega.

Svo eftir kvöldmat þegar ég var búinn að hafa Elínu í heilann sólarhring þá varð ég að sleppa af henni hendinni. Hún var bara sólarhring á eftir áætlun. Þá skrapp ég upp í Skorradal til þess að lenda í plat stórslysi, láta hella yfir mig plat blóði og láta verðandi björgunarmenn bjarga mér. Sagan var sú að brjálaður bóndi hafi keyrt yfir okkur. Sigurbjörn hellti svo miklu gerviblóði yfir mig að bolurinn leit út eins og notað dömubindi. Hann var eldrauður. En jæja ég fíla að hafa það sóðalegt Smile . (me sick bastard)

Takk Elín, takk Ingibjörg og takk Sibbi fyrir frábærann dag. Og takk elsku björgunarmenn sem að ég veit ekki nöfnin á fyrir að bjarga mér úr bráðum háska. Teppi hefði samt verið vel þegið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Careful what you wish for, right ;)

Þetta var frábær sólarhringur. Hefði ekki getað verið betri. Og lærið hjá tengdó var alveg punkturinn yfir i-ið. Ég er meira að segja búin að vera að spá í að fá að gista aftur eina nótt næstu helgi, áður en ég fer norður. 

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 18.5.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 708

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband