Lensibrunnar.

Lensibrunnar er eitthvað það ógeðslegasta fyrirbæri sem að fundið hefur verið upp. Þessa vikuna hef ég verið að vinna í Reykjavík í togurunum þar. Eftirminnilegustu verkefni mín þessa vikuna hafa tengst lensibrunnum. Lensibrunnar eru á millidekki og taka við sjó og öðru glundri og svokölluð lensidæla dælir því fyrir borð. Á þriðjudag fékk ég það verkefni að skipta út haugryðguðum síðuloka við svona lensidælu. Cool, hélt ég. Þremur tímum, 16 lausum boltum og þremur lyklum ofan í illa lyktandi lensibrunninn seinna þá vann ég, lokinn var kominn í burtu. Þrjóskan í þessum haugryðguðu boltum var náttúrlega ekki venjuleg og ég var búinn að missa 24 mm lykilinn minn þrisvar sinnum ofan í lensibrunninn. Ég hélt að svona yrði ekki toppað.

Þangað til í dag. í dag var ég sendur ofan í illa lyktandi togara sem að er kallaður Ásbjörn. Hann er svo lítill að til þess að hafa pláss fyrir eitthvað lítilræði af fiski um borð þarf að geyma hluta fisksins á millidekkinu. Hann er svo ógeðslegur og illa lyktandi að það er engan sjáanlegan eða lyktarlegan mun að finna hvort sem að þú ert niður í vél, á millidekki, niður í lest, uppi í brú eða inn í messa. Þetta er allt jafn drullugt og illa lyktandi. Og lensirörið frá lensidælunni ofan í einum af lensibrunnunum á millidekkinu var stíflað. Stífað???? Hvað getur stíflað svona rör. Jú það geta mörg kíló af úldnandi fiskihreysti, úldnandi fiskur, úldnandi fiskainnyfli, hnífur og rafmagnskapall geta stíflað svona rör. Og lyktin. Ég skal glaður þefa af iðnaðarmannaskít(eins og allir vita eru allir iðnaðarmenn úldnir að innan, sérstakleg trésmiðir) eða af notuðu dömubindi, bara ef ég þarf ekki að finna lyktina af þessu ógeði aftur.

Annars er allt gott af frétta af mér. Er á leiðinni í útilegu með tengdaforeldrunum um helgina. Þó er ekki á stefnuskránni að sofa hjá þeim í þetta skiptið, kannski seinna. Svo um þar næstu helgi fer ég á Vestfirði á Sæluhelgi og svo langar mig norður. Það er alltaf eitthvað sem togar í mig þar, ég geri mér ekki grein fyrir hvað það er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Pottþétt ég

En ég vorkenni þér ekki neitt. Ég var að losa lensirör um daginn. Þegar það hrökk frá gusaðist innihald þess yfir mig. Í miklu magni. Og vert er að taka fram að þetta var í skipi sem að er búið að liggja við bryggju í mörg ár. euchh 

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 5.7.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 708

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband