Að draga beljur.

Ég fór vestur um helgina og splæsti alveg heilum tveimur dögum í frí til þess að lengja ferðina. Það er varla að ég að ég tími því á þessum síðustu og verstu tímum en það er alveg þess virði. Í Botni og Birkihlíð er alltaf gaman að vera og alltaf mjög vel tekið á móti manni. Það má segja að manni sé boðið kaffi og góðgæti eða þá matur frá morgni til kvölds. Maður getur byrjað rétt fyrir hádeigi og þegið veitingar, spjall og gott viðmót í þremur eldhúsum alveg fram á kvöld.

Ég er alveg óforbetranlegur vinnualki og finnst fátt skemmtilegra en að vinna. Ef ég hef ekkert að gera þá get ég verið leiðinlegasti maður í heimi. Þess vegna fer ég oftast í fjósið svona til þess að hjálpa til þegar ég er fyrir vestan. Að þessu sinni var fjósaferðin aðeins ein en hún var heldur betur viðburðarrík. Í þetta skiptið snérist hún mest um það að draga beljur. Sjálfsagt er þetta alvanalegt verk fyrir bændurna sem að voru með mér en fyrir mig var þetta algjört ævintýri. Verkið snérist um það að það þurfti að færa beljur á milli bása, sumar voru geldar það er hættar að mjólka, aðrar kálfafullar og enn aðrar átti boli að sæða. Stöku belja var alveg til í að vera færð og þurftum við þá að hlaupa á undan til þess að vera á undan henni inn í básinn þannig að beljan færi þangað inn en ekki bara eitthvað annað. Hins vegar voru flestar hreint ekki á því að láta einhverja þrjá kalla draga sig eitthvað, og þegar að tvö þrjú hundruð kílóa skepna er búin að setja í bremsu þá er hreint ekki svo auðvelt að draga hana, enda rembdust við oft eins og rjúpan við staurinn í þessu reiptogi við skepnuna. Ég lagði mig svo fram við sveitastörfin og beitti stundum öllum skrokknum við að ýta beljunum, að ein þeirra nýtti tækifærið og drullaði á bolinn hjá mér, rétt undir handarkrika. Þetta er sennilega versta "svitafýla" sem að ég mun finna af sjálfum mér...þá var bara að vera ber að ofan... eða alla vega þangað til ég fann peysuna mína aftur.

2008-07-13  LB 141

Kannski eru bara landbúnaðarstörf málið, ef að ekkert pláss er laust annars staðar. Það hlýtur að vanda vinnumann eða niðursetning einhvers staðar.

Svo varð ég fyrir því í fyrsta skipti á ævinni að keyra á rollu. Þegar að menn keyra mikið, sérstaklega um eins strábýlt svæði eins og Ísafjarðadjúp að þá hlýtur að koma að því að rolla stökkvi í veg fyrir bílinn. Í þetta skiptið átti ég þrjá valkosti og engan góðan. Beygja til hægri og enda út í grjóti, keyra beint og keyra á eina rollu eða beygja til vinstri og keyra á þrjár rollur til viðbótar. Allt fór þó eins vel hægt var miðað við aðstæður því að ég náði að bremsa vel niður og beygði þar að auki aðeins út af. Rollan vankaðist en slasaðist ekki eftir því sem ég best veit og hljóp í burtu og vildi ekkert við mig tala þegar ég ætlaði að athuga með hana. Plasthlífin sem að var aðeins yfir vinstra framljósinu brotnaði en annað tjón varð ekki á bílnum. (ég er búinn að vera á leiðinni að taka þessa hlíf af í rúmt ár) Eigandi bílsins og ökumaður þegar þetta atvik gerðist er hvort eð er svo tjónaður að það mun hvorki versna né hægt að bæta úr. Honum er ekki viðbjargandi.

Ég varð alveg ástfanginn af þessu litla skinni þegar ég var fyrir vestan. Refurinn var líka mjög hrifinn af mér og var óþrjótandi í að vekja mig á morgnana með þessu væli sínu, bíta mig í puttana þegar ég reyndi að klappa honum og naga hjá mér skóreimarnar. Það er leitt frá því að segja en sennilega hefur þessi litli yrðlingur geispað golunni þegar þessi orði eru skrifuð.

2008-07-13  LB 133

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Drullaði beljuskrattinn á MANCHESTER UNITED bol??? Skjóttu hana!

Af hverju tókstu ekki litla sæta yrðlinginn að þér? Flott gæludýr 

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 18.7.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Sigurbjörn Gíslason

Þetta er auljóslega belja með heila í hausnum og ætt þar af leiðandi að vera sett á minjaskrá:)

Og ég er sammála Elínu, þú áttir að taka rebba með heim, mig hefur alltaf langað í svona.

P.s. You´ll never walk alone.

Sigurbjörn Gíslason, 18.7.2008 kl. 20:09

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ekkert djöfulsins Liverpool kjaftæði hér. Segjum svo, svona fræðilega að ég hefði verið í Liverpool bol þá hefði beljan án efa étið bolinn og skitið honum svo. En svo skal tekið fram að þessi bolur er ekki orginal Manchester United bolur. Þetta er alveg ekta eftirlíking. Ég held að það standi ekki einu sinni Manchester United á bolnum.

Jóhann Pétur Pétursson, 18.7.2008 kl. 23:00

4 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Fjúff.. Þar skall hurðin þá nærri hælnum. En slapp fyrir horn.

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 21.7.2008 kl. 20:31

5 Smámynd: Sigurbjörn Gíslason

Voðaleg viðkvæmni er þetta. En þú getur huggað þig við það að beljur eru jú ekki þær skörpustu svo hún heldur sennilega með Chelsea. Það er nebbla margt skrítið í kýrhausnum.

Sigurbjörn Gíslason, 22.7.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband