19.8.2008 | 14:33
Hvernig var á sjónum?
Ég hef eiginlega aldrei klárað að blogga um hvernig var á sjónum, því að þegar ég kom í land þá var ég eiginlega ekki að nenna því. Um borð voru margir kynlegir kvistir eins og sagt er. Þarna eru karlar sem að eru svo samtvinnaði lífinu um borð og sjálfsögð þægindi eins og sturta og hreinlæti skipta ekki eins miklu máli. Enda er það líka töluverðum vandkvæðum bundið að fara í sturtu þegar skipið veltur í allar áttir. Ég þrjóskaðist hins vegar við og fór nokkuð reglulega í sturtu og nýtti tímann á meðan var verið að toga þvi að þá veltur skipið nokkuð jafnt. Hins vegar veit ég að sumri áhafnarmeðlimir fóru aldrei í sturtu meðan ég var um borð. Lyktin minnti mann helst á súrar gúrkur þegar ég kom og hún skánaði ekki á meðan ég var um borð.
Um borð í Faxa voru 3 vélstjórar og 2 stýrimenn þannig að það kom í hlut okkar vélstjóranna að hífa trollið upp og slaka því út aftur. Stýrimennirnir áttu að vera að stjórna skipinu á meðan. Hins vegar kom fyrir að stýrimennirnir réðu ekki við það eitt að stýra skipinu og koma í veg fyrir að það sigdi á skipið sem að við vorum að toga með því að í eitt skiptið þá sigldu við á skipið sem að var að toga með okkur. En hverjum er ekki sama um ónýtt rekkverk og hálf ónýta fiskiskilju. Eiginlega var fiskiskiljan bara betri á eftir þvi að í stað þess að sjórinn væri bundinn af því að fara bara beint í sjóinn út um eitthvað rör fór sjórinn út úr skiljunni í allar áttir og baðaði þessa illa lyktandi leðurhausa sem að voru á dekkinu.
Talandi um leðurhausa ef að þú vilt komast í vel launað rólegt starf þá ættir þú að íhuga að vera háseti á uppsjávarskipi. Að meðaltali var trollið híft tvisvar á sólarhring. Þegar þú ert á tvíburatrolli þá þarftu að dæla aflanum um borði í þitt skip í annað hvert skipti. Þegar að þess þarf þá er það kannski tveggja til þriggja tíma vinna að hífa, dæla og kasta aftur. Þegar þú ert hins vegar hleri og dælir ekki aflanum um borð þá er það svona hálftímav vinna að hífa, tveggja tíma bið á meðan verið er að dæla og hálftíma vinna að kasta aftur. Þannig vinnudagur sjómanna á uppsjávarskipum á togveiðum eru svona fjórir tímar. Restina af sólarhringnum þá sofa þeir. Þegar hins vegar að vinnan varð lengri og erfiðari þá fann maður hvernig þeir urðu syfjaðir og pirraðir ef að svefninn þeirra fór undir 20 tíma á sólarhring. Og allt þetta fyrir 7-8 milljónir á ári fyrir 7-8 mánaða vinnu.
Það verður seint sagt að svona uppsjávarskip séu góð sjóskip. Þau velta alveg hreint hörmulega. Vélin, brúin, veiðarfærin og eiginlega mest öll þyngdin er að aftan. Það veldur því að aftast verður ölduhreyfingin tildurlega lítil. Hins vegar verður hreyfingin fram í einna líkast rússíbana. Þar lyftist skipið um 2 til 3 metra í nánast hvaða veðri sem er. Og þarf fram í, neðst, hafi einhver illa innrættur skipatæknifræðingur staðsett sjótank sem að ég þurfti að fylla á svona 5-6 sinnum á dag. En ég var kominn með fyrirtaks aðferð til þess að þola veltinginn þarna fram í. Ég settist bara á bita sem að var undir ljósavélinni og sat þar með höfuðið nánast ofan í klofi.
Velflestir þeir sem að ég var með voru búnir að vera úti á sjó í 50-60 daga. Sumir höfðu t.d. varla séð til sólar síðan 25. júní þegar skipið fór af stað til síldveiða því að Austfjarðarþokan er sko engin þjóðsaga. Ég efast um að ég hafi séð meira ein klukkutíma af sól meðan ég var á sjó og ég var þó bara í hálfan mánuð. En ég skil ekki hvernig þessi kallagrey þola við í tvo mánuði þarna í þessu rassgati. Sjálfur var ég orðinn vitlaus á aðgerðarleysinu milli vakta og stelpurnar á Playboy dagatalinu niður í vél voru orðnar skuggalega vinalegar. Ég var hættur að þora að líta á dagatalið þegar ég var í vélinni af ótta við afleiðingarnar.
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, dagatöl eru scary ;) Ég verð að viðurkenna að ég nennti ekki að lesa alla færsluna í þetta skiptið, geri það seinna. Las bara byrjunina og endinn.
En hvað er málið með seinkuninni? Explain yourself
Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 19.8.2008 kl. 21:20
Ég skal útskýra það í þremur orðum... leti, leti og já leti.
Jóhann Pétur Pétursson, 20.8.2008 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.