Og það er breyting frá hverju?

Í Reykjavík hefur ekki verið myndaður meirihluti þar sem að einhver hefur verið svikinn síðan að R-listinn var og hét. Sjálfstæðismenn mynduðu meirihluta með Birni Inga á sama tíma og Ólafur F taldi sig vera að meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðismenn ef að ég man rétt. Björn Ingi sveik það meirihlutasamstarf, lét borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins standa á tröppum höfða eins og bjána og niðurlægði þá algjörlega. Og það sem að meira er hann niðurlægði Óskar Bergsson líka, lét hann standa með Sjálfstæðismönnum. Þá var Tjarnarkvartettinn myndaður, með Margréti Sverrisdóttur. Eitthvað virðist hún hafa gefið afslátt á málefnum eða þá bara ekki vera sammála Ólafi því að tjarnarkvartettinn auglýsti hönnunarsamkeppni um Reykjarvíkurflugvöll en það er helsta baráttumál Ólafs F að hann víki ekki. Ólafur sveik þá Tjarnarkvartettinn og um leið Margréti og gekk til samstarf við Sjálfstæðismenn. Og að lokum sveik Óskar Bergson Tjarnarkvartettinn sem að sór þess dýran eið að taka ekki upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og þar með telur Ólafur F hann hafi verið svikinn og að það hafi verið logið að sér.

Ég leyfi mér að spyrja hver hefur ekki logið og hver hefur ekki svikið. Sjálfur er ég Sjálfstæðismaður en mér finnst framganga Sjálfstæðismanna í borginni síst til eftirbreytni. Eða ef út í það er farið framganga nokkurs borgarfulltrúa. Þess vegna legg ég til að allir þeir sem að voru í framboði í til sveitarstjórnar í Reykjavík síðast verði sviptir kjörgengi og borðið verði í orðsins fyllstu merkingu hreinsað. Það held ég að sé eina leiðin til þess að fá eitthvað vit í sveitarstjórnarmálin í Reykjavík því að núverandi fulltrúar hafa allir verið sviknir, hafa allir svikið og eru allir bitrir og sárir.


mbl.is „Nýr meirihluti grundvallaður á óheilindum og lygum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 626

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband