Áhugaverð játning.

Mér finnst þessi játning Vilhjálms Egilssonar mjög svo áhugaverð. Loksins kemur fram Evrópusambandssinni sem að viðurkennir það að það séu gallar á þeirri fögru mynd sem að dregin hefur verið upp af aðild Íslands að ESB. Loksins sést að skýjaborgin, draumsýnin og fagurgalinn sem að búið er að búa til um hagsmunasamband þeirra stóru er ekki bara draumur.

Stór hluti þessarar þjóðar hefur látið málflutning Samfylkingar blekkja sig með því að trúa því statt og stöðugt að Evrópusambandið hafi engar fórnir, að Evrópusambandið sé með öllu gallalaust. Ég fagna því að loksins sé kominn fram maður sem að segir að íslenskur sjávarútvegur muni bera skaða af því að ganga í ESB. Það var löngu kominn tími til að einhver sætti sig við það að aðildin hefur bæði stóra kosti en mjög stóra galla. Ef að við göngum inn þá fórnum við mjög stórum hagsmunum. Hagsmunir sem að eru taldir í krónum, aurum og já störfum fólks.


mbl.is Yrði illt að sjá á eftir LÍÚ úr Samtökum atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég mæli með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum.

Víti til varnaðar

Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 25.11.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband