Sjónpartið dó.

Jebb. Berglind mágkona reyndi að kveikja á því. Virkaði fínt hjá mér, fyrr um daginn... en nei, þegar að elskuleg mágkona mín reyndi að kveikja á því þá var sjónvarpið dautt. Steindautt. Ekki það að steinar séu eitthvað dauðari en aðrir hlutir en það var alveg örugglega dautt.

Rafvirkinn Jóhann tók þá upp fína fjölsviðsmælinn sinn og skrúfjárn og ætlaði að a.m.k. skoða gripinn. Snúrann var í lagi, og rofinn framan á sjónvarpinu tengdi. Fyrir framan Jóhann var aragrúi af viðnámum, IC rásum og þéttum. Ég fann hins vegar ekki neinn sérstaklega stórann sem að gaman væri að sprengja. Set Þórhall  rafeindatæknikennara í það að finna fínan þétti sem að hægt er sé að sprengja með háum hvelli og vondri lykt.

Þá var farið að skoða nýtt sjónvarp. Eftir að hafa skoðað aðeins á netinu ákváðum við að fara bara í BT, daginn eftir, nánar tiltekið á laugardegi og skoða nýtt sjónvarp. Á meðan að allir aðrir spara þá ætluðum við að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og koma Íslandi og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur til hjálpar og fjárfesta í einu stykki sjónvarpi. Svo hringdi ég í pabba, bestasta besta pabba í heimi og færði honum ótíðindin.

Jóhann: Veistu hvað sjónvarpið okkar dó.

Pabbi: Nei andskotinn(við feðgar blótum ekkert mikið)

Jóhann: Já við þurfum líklega að fjárfesta í nýju tæki á morgun. Fundum eitt í Heimilistækjum á 90. þús, ætlum samt að skoða í BT.

Pabbi: Heyrðu þið gætuð bara fengið gamla sjónvarpið okkar.

Jóhann: Já við gætum það, ég gæti kannski skroppið í næstu viku og sótt það.

Pabbi: Nei nei, við hittumst bara í kaffi á Blönduósi á morgun.

Jóhann: Ertu ekki á næturvakt?

Pabbi: Hvað með það. Heldurðu að maður hafi ekki sofið minna á einni hvalveiðivertíð?

Jóhann: Þú ert ekki í lagi.

Það varð sem sagt úr að við Pabbi skruppum á laugardaginn í höfuðborg hins ósiðmenntaða heims, Blönduóss og skiptumst á sjónvarpi og litlu stofuborði. Sigurbjörn heldur því fram að við feðgar séum skítrauglaðir. Ég er get svo sem verið skítruglaður en mér dettur hins vegar ekki í hug að taka mig alvarlega. Eins er sá maður(eða kvenmaður) jafn skítruglaður sem að tekur jafn skítruglaðann mann eins og mig alvarlega.

P.s. ég er ekki gamall, ekki með hrukkur og þarf hvorki á tannlími né göngugrind að halda. Hins vegar á ég pínu ponsu afmæli í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 690

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband