9.7.2009 | 00:46
Sósíalismi andskotans.
Hver sá sem að styður einstaklingsfrelsið, frelsi einstaklinga til athafna og frelsi fyrirtækja hlýtur að horfa til þessa frumvarps, þó það væri ekki bara heitið á frumvarpinu, með algjörum hryllingi. Þarna er verið að tryggja fjármálaráðherra einum og sér völd yfir öllu fjármálaumhverfi í landinu. Fjármálaráðherrann verður sennilega valdamesti maðurinn í landinu, mun hafa allt með það að segja hvernig bankarnir munu starfa og hvernig þeir munu stýra bankakerfinu.
Ég veit það vel að við Íslendingar höfum farið illa út úr bankakreppunni og að þeir einstaklingar sem að áttu bankanna ráku þá ekki betur en svo að þeir urðu gjaldþrota. En margir aðrir bankar urðu gjaldþrota líka. Fólk hefur haft mikil og stór orð um að það sé allt frjálshyggjunni að kenna. En svo er það spurningin er bankahrunið frelsinu um að kenna eða einstaklingunum sem að fengu frelsið? Var það þá öllum einstaklingum eða bara þeim sem að áttu bankanna? Og ef að það á að afnema frelsi á fjármálamarkaði með þessum gjörningi, er þessari nefnd og stjórnmálamönnunum eitthvað betur treystandi? Hvað hefur Steingrímur J. Sigfússon gert til þess að verðskulda það að verða valdamesti maður landsins? Maðurinn mun hafa völd yfir öllu bankakerfinu hvorki meira né minna.
Nei alger ríkisvæðing, alger ríkisfyrirhyggja og það að gera Ísland að sósíalísku ríki er ekki svarið við vanda okkar Íslendinga. Vonandi er enn nógu margir í þessu þjóðfélagi sem að enn trúa á einstaklingana sem að byggja þetta land og taka frelsið fram yfir algera ríkisfyrirhyggju. Það er farsælasta leiðin til þess að byggja þetta land upp að nýju.
Frumvarp um Bankasýslu ríkisins úr viðskiptanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.