Færsluflokkur: Bloggar
11.11.2008 | 22:12
Sýndu mér brjóstin þín...
Þetta myndband er snilld og er eins og talað út úr mínu hjarta, sem sagt stelpur, bjargið heiminum, sýnið brjóstin á ykkur. Ég sé fyrir mér mótmælin næst komandi laugardag á Austurvelli .
En fyrir ykkur konur sem að urðu móðgaðar eða að ef ég hef sært blygðunarkennd ykkar (sem ég reyndar stórefast um því að kona sem að væri eitthvað viðkvæm myndi aldrei tala við mig í meira en 2 sekúndur) þá er hérna myndband fyrir ykkur sem að er ekki síður fyndið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.11.2008 | 11:42
Dótið er of dýrt.
Ég komst að því að dót á Íslandi er of dýrt. Ég fór í Toys R us á föstudaginn og svo fórum við Sibbi og Ingibjörg í Hagkaup á laugardaginn. Í bæði skiptin var tilgangur ferðarinnar sá sami, að finna Legó sem að við Sibbi gætum kubbað. En við komumst að því að dót á Íslandi er orðið það dýrt að það er ekki verjandi að tveir fullorðnir menn (samkvæmt dagatalinu alla vega, mér telst til að á næsta ári verði Sibbi gamall og ég fjörgamall(25 og 26)) kaupi sér Legó til þess að kubba. Það að kubba er nefnininlega alveg fyrirtaks skemmtun. En að þessu sinni var ekkert Legó keypt.
En þau voru keypt.
Þeir sem að vita ekki hver "þau" eru, slái sig utanundir leiftursnöggt, en þetta eru Ástríkur, Steinríkur og Tveety. Ástríkur er keyptur handa mér og eins og þið sjáið er hann ljóshærður, en Facebook komst að því í gær að það ætti að vera háraliturinn minn. Andskotans Facebook. Steinríkur var keyptur handa Sibba en hann gleymdi að taka hann með sér suður. Ég ætlaði að kaupa einhverja kvenpersónu úr sögunum um Ástrík galvarska og Steinrík alvarska handa Ingibjörgu en hún var bara ekki til. Auk þess eru kvenpersónur ekkert rosalega áberandi í sögunum um Ástrík og Steinrík. Þar er gamla góða karlremban enn á ferðinni, en það fer skelfilega lítið fyrir henni nú orðið. Spurningin um að stofna hóp á Facebook um það, endurvekjum karlrembuna. Nei ég er bara svona að pæla. Til þess að Tveety passi í söguna þá er hann ættleitt barn eða fugl Ástríks og Steinríks.
Upprunalega komu þessir kallar með Pezi og við Elín fórum að sjálfsögðu að gæða okkur á namminu á leið heim úr borg óttans. Ástríkur gerðist hins vegar á leiðinni helst til fjölþreifinn gagnvart Elínu og ferðaðist víða á mjög svo ósæmilega staði. Varð ástandið svo slæmt að ég er jafnvel að spá í að senda hann í hóp fyrir ástar og kynlíffíkla. Reyndar sögðu sumir að Ástríkur væri stjórnað af mér með hugarorkunni og væri að framkvæma allt það sem að ég, sökum velsæmis og siðferðilega sjónarmiða auk þeirrar virðingar sem að ég ber fyrir vinum mínum og vinkonum, gæti ekki framkvæmt. Það er þá spurning um að senda mig í sjálfshjálparhóp fyrir ástar og kynlífsfíkla. Jæja, geri það kannski seinna, ætla að einbeita mér að því starfi sem að ég er að vinna í dag. Sjá árangur þar áður en að ég geri eitthvað fleira.
P.s.
ef að það finnast einhverjar stafsetningarvillur eða málfarsvillur í þessari færslu, þá er það bara til þess að íslensku sénínin í vinahópnum hafi nú eitthvað að gera og leiðist ekki.Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2008 | 22:45
Ferð suður.
Ég ætlaði að blogga um ferð suður en þar sem að fátt markvert gerðist svona að mínu mati þá ákvað ég að birta gamlar myndir í staðinn.
Ég man ekki hvernig þessi myndartaka kom til. Eitthvað rámar mig í það að ég hafi verið manaður upp í þetta en ég man ekki hver það var. En ég get upplýst að Katrín María og Elín Jóhanna liggja undir grun. En þetta er bara eitt af því fjölmarga sem að ég hef látið mana mig í að gera um ævina. Það hefur nefinlega alltaf verið hægt að mana mig upp í hvað sem er, og það hefur líka oft komið mér um koll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.10.2008 | 20:29
Hvað hefur feitt fólk á móti mér?
Ég vil byrja á því að taka það alveg sérstaklega fram og þannig að það sé alveg kýrskýrt að ég hef ekkert á móti hvorki feitum konum eða feitu fólki almennt. Fólk er bara eins og það er og hefur fullt leyfi til þess að vera eins og það er fyrir mér. Mér finnst persónuleiki ekkert síður aðlaðandi heldur en útlitið og fólk getur alveg verið fallegt þó svo að það sé frjálslega vaxið.
En nóg um það, hvað hafa þá feitar konur á móti mér? Nú eru þið örugglega farin að klóra ykkur í hausnum og komin á þá skoðun að Jóhann sé endanlega geðveikur. Það er að nokkru leyti rétt, ég varð endanlega geðveikur fyrir löngu og það er eiginlega svo langt síðan að ég man það ekki. En ég fór út að skemmta mér í gær(á Sálarball... það var geðveikt) sem að er ekki frá sögu færandi nema hvað að ég er úti á dansgólfinu og eins og alltaf að þegar ég er úti á djamminu hér á Akureyri þá fæ ég stórann og feitan rass í bakið. Þar var þessi gaur sem að var gersamlega að missa sig á dansgólfinu og slengdi rassinum í allar áttir. Dansstíllinn var ekkert sérstaklega fallegur, minnti mig helst á hundinn minn hann Castró þegar hann hristir sig ef hann er blautur. Rassinn og allir skankarnir skutust í allar áttir og lentu á hverju sem fyrir var og oftar en ekki var það ég. Og það virtist alveg sama hvernig ég færði mig á dansgólfinu, alltaf var þessi gaur kominn með rassinn sinn eða olnboganna í mig. Meira að segja einu sinni þegar ég snéri bakinu í súlu þá kom höndin á honum og barði mig í síðuna.
Þetta er ekki fyrsta skiptið sem að ég lendi í feitu fólki á dansgólfinu. Einu sinni á Vélsmiðjunni, þá klesstust utan í mig feit hjón og stigu svo ofan á ristina á mér. Ég get líka nefnt kaffi Amor þar var ein gella í þvílíka tjúttinu og dillaði rassinum utan í mig. Og hún hafði líka þennan hæfileika að geta fundið mig hvar sem er á dansgólfinu.
Þetta er ótrúlegt, hvernig þessu fólki tekst alltaf að finna mig á dansgólfinu. Maður á nú alveg nóg með blindfullafólkið sem að labbar á mann af þeirri einföldu ástæðu að það sér mann ekki.
En það var geðveikt gaman í gær. Takk Ingibjörg og takk Elín.... þið voruð frábærar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2008 | 19:29
Hér kemur stutt færsla.
Samskipti mín við annars vegar tengdamömmu mína og hins vegar mágkonu er eitthvað sem að væri efni í heila sálfræðiritgerð. Hér er ég kominn að hluta til úr fötunum og tengdamóðir mín er komin klofvega ofan á mig eins og ekkert sé eðlilegra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.10.2008 | 22:14
Vissuð þið...
...að í 18 ríkjum Bandaríkjanna eru munnmök óheimil. (ha?)
...að í Virginíu er bannað að stunda kynmök með ljósin kveikt. (hvernig á maður þá að sjá hvert hann á að far......)
...að í Willowdale í Oregon er eiginmönnum bannað að segja eitthvað dónalegt á meðan að kynmökum stendur.(hvað á maður þá að tala um,veðrið eða hvað?)
...að kynmök milli ógiftra para eru bönnuð í Georgíu.
að aðrar kynlífstellingar en trúboðastellingin er bönnuð í höfuðborginni, Washington DC. (er það ekki svolítið einhæft og leiðinlegt?)
...að í Connorswille Wisconsin eru karlmönnum bannað að skjóta af byssunni sinni á meðan að kvenkyns bólfélagi þeirra fær fullnægingu. (já eins og maður gæti hitt eitthvað á meðan maður er að stunda kynlíf, það væri samt gaman að prófa þetta)
... í Harrisburg, Pennsylvania er bannað að hafa kynmök við vörubílstjóra í tollskýlum. (ohhh bummer)
...í Flórída eru kynmök við broddgelti bönnuð. (mjög góð hugmynd)
...í Utah er bannað að giftast systkinabörnum sínum áður en þau verða 65 ára.
...í Washington ríki eru mega menn stunda kynmök við dýr svo framarlega sem að þau séu ekki þyngri en 40 pund. (kettir, hamstrar, kanínur og fleiri dýr njóta þá ekki verndar)
Þetta er náttúrulega enn ein sönnun þess að Bandaríkjamenn eru fífl. En maður veltir því fyrir sér, hver ætli hafi verið kveikjan að því þessar lög voru sett?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2008 | 17:17
Mér leiðist...
...í fyrsta lagi ástandið hérna heima. Maður á víst nóg með að halda í þessa örlitlu geðheilsu sem að maður á eftir þó svo að mesta svartsýnisástand allra tíma hér á landi bætist ekki ofan á. En ég get víst lítið við því gert.
... að þegar fólk er að rökræða eins og til dæmis um efnahagsástandið hérna heima, að fólk virðist gleyma öllum mannasiðum og almennri kurteisi. Fólki finnst ekkert eðlilegra en að grípa fram í fyrir öðrum, gera lítið úr skoðunum annarra og tala niður til fólks. Jafnvel fólk miklu eldra en ég eru oft á tíðum bara reglulegir dónar í samræðum. Ég er ekki að segja að allir þurfi að vera sammála. En það er alveg sama hver skoðun hvers og eins er, þær eiga allar sem ein rétt á sér og engin skoðun er verri en önnur. Þetta hef ég ítrekað verið að fengið að reyna síðustu daga, jafnvel frá fólki sem að ég taldi ágætis kunningja mína. Það er eins og þetta ástand kalli fram hið versta í fólki. Fólk virðist ekki þurfa að bera virðingu hvert fyrir öðru lengur.
... að það að styðja Sjálfstæðisflokkinn er ekki aðeins bannað, heldur gera þeir sem að styðja hann sig að algjöru skotmarki. Ég hef oft sagt að ég styð þennan flokk af því að ég styð það sem að hann stendur fyrir. Ég hef aldrei sagt að ég styðji allt sem að þessi ágæti flokkur hefur gert á síðustu árum eða er að gera. Eða að ég kaupi allt sem að forsvarsmenn þess flokks eða ríkisstjórnarinnar segja eða gera. Aftur á móti finnst mér þessir menn skulda okkur skýringar og þurfi að svara mjög mörgu þegar fram í sækir. Eins finnst mér Seðlabankinn, stjórnendur bankanna og jafnvel fleiri þurfi að standa fyrir máli sínu þegar þessi stormur er liðinn. En ég styð Sjálfstæðisflokkinn og hyggst gera það áfram, hvað sem að á gengur.
... þegar fólk kemur fram með sleggjudóma. Setningar eins og " þetta er allt Davíð að kenna" eða þá "þetta er allt Sjálfstæðisflokknum að kenna" heyrast víða þessa dagana. Vissulega eru þetta að einhverju leyti eðlileg viðbrögð. Þegar svona gerist kemur upp eðlileg reiði og uppreisnarhugur í fólk. Hins vegar er það líka alveg gríðarleg einföldun að segja að versta efnahagskreppa síðan í byrjun síðustu aldar sé einum manni eða einum flokki að kenna. Hins vegar ef maður reynir að segja að staðan sé örlítið flóknari en svo þá er maður bara fífl. Ég er ekki að segja að flokkar eða menn séu eitthvað saklausir. Það hlýtur að vera að í aðdraganda þessarar kreppu þá hafi verið gerð mistök. Annars værum við ekki þar sem að við erum í dag, það segir sig sjálft. En hvort að menn eða flokkar hefðu átt að sjá þetta fyrir eða að leggja skuldina á einn mann eða einn flokk, það svo sannarlega ber vott um einfeldni og barnaskap. (sem að eru sum orðin sem að ég hef fengið að heyra fyrir það eitt að segjast vera Sjálfstæðismaður)
Hvort að Sjálfstæðisflokkurinn verði við völd að loknum kosningum eða hvort að Davíð verði áfram í Seðlabankanum, vitið mér gæti ekki verið meira skítsama. Það styttir upp um síðir og ég veit að dagar Sjálfstæðisflokksins munu koma aftur. Ég vona bara að Sjálfstæðisflokknum takist að minna fólk á hvað virkilega skiptir máli og hvað hann raunverulega stendur fyrir sem að er áframhaldandi sjálfstæði landsins, frelsi í viðskiptum, frelsi einstaklingsins og það að ríkisstarfsemi á að vera eins lítil og mögulega hægt er. Ef maður les söguna þá er þetta grunnurinn að Sjálfstæðisflokknum, þetta stendur hann fyrir og ég styð það og mun styðja það áfram.
Jóhann leiður, mjög leiður.
P.s. það er þó eitt ljós í myrkrinu. Ég held að íslenska þjóðin hafi bara svona mátulega gott af þessu. Það sýnir okkur að við erum kannski ekki besta þjóð í heimi og heimurinn fellur ekki að fótum okkar bara af því að við viljum það. Við ættum að hafa það í huga þegar við tölum um að ganga í risabandalög sem að í eru milljóna þjóðir. Fólk mun ekki falla í stafi við inngöngu okkar, bara af því að við erum Íslendingar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 16:02
Rafkerfisdraugur?
Ég er hræddur um að rafmagnsdraugurinn sem að var alla vega í bílnum hennar Elínar sé kominn í bílinn minn. Það byrjaði með því að við vorum á leið á eftir sófanum hennar Kötu í Vesturbæinn þar sem að hún býr víst (hún á alla samúð skylda) þegar að teingdó hringir í mig og bendir mér á að bíllinn minn sé ljóslaus. Lágu ljósin virka ekki. Jæja hugsa ég, varla fara báðar perurnar á sama augnablikinu, þetta hlýtur að vera öryggi. Annað kemur bara ekki til greina.
Ekki? Öll öryggi, bæði fyrir lágu ljósin, háu ljósin og ljósarofann voru í fínu lagi. Brostu bara sínu blíðasta framan í mig þegar að ég tók þau upp úr öryggjaboxinu og kíkti á þau. Og það sem að meira er, 3 ljósaperur lýstu ekki. Báðar perurnar fyrir lágu ljósin og önnur stöðuljósaperan. Ég fór og kíkti á perurnar. Litu út fyrir að vera í lagi. Hringdi þá í pabba og hann kom með straummæli. Jú jú, lágu ljósin fengu straum en við mældum perurnar. Viðnámið var óendanlegt. Perurnar voru allar ónýtar.
Þá fór ég og keypti perur í lágu ljósin. Ég nennti ekki að skipta um stöðuljósaperuna af því að af einhverjum óskiljanlegum orsökum er bíllinn hannaður þannig að ég þarf að tjakka hann upp til þess að skipta um þær. En ekkert breyttist. Bíllinn kveikti ekki lágu ljósin. Að lokum komust við pabbi að þeirri niðurstöðu að releyin eða rofarnir fyrir láguljósin hlytu að hafa bilað, báðir í einu og með dauða sínum hefðu þeir í sameiningu drepið 3 ljósaperur.
Þannig að staðan er núna þannig að annað releyið er í og í staðinn fyrir hitt er tengdur rafmagnsvír sem að leiðir stýrisstrauminn úr rofanum í bílnum inn á ljósin. Það þýðir að birtan frá láguljósunum mínum er svipuð og frá litlu kertaljósi. Og annað háa ljósið virkar ekki. Og þar fyrir utan fást þessi reley hvergi, ekki einu sinni frá umboðinu en það er í pöntun. Ég ætla að láta frekari bilanagreiningu bíða þangað til að þessi helvítis reley koma.
Jóhann...bitur.....mjög bitur.
P.s. samt vil ég taka það fram að Subaru Legazy eru bestustu bílar í heimi. Ég þarf bara að losna við rafmagnsdrauginn aftur til Elínar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2008 | 12:49
Að missa af uppvaski.
Í stillitæknitíma um daginn þá barst í tal uppvask og uppþvottavélar. Vel flestir eða bara allir nema ég voru á því að uppþvottavélar væru hið mesta þarfaþing og það væri alveg ömurlegt að vaska upp.
En ekki ég. Mér finnst það bara alveg ágætt. Ég veit ekkert skemmtilegra en að horfa á leirtauið allt skínandi hreint í uppþvottagrindinni. Þá veit ég að ég hef verið duglegur. Þess vegna sagið ég við Gunna félaga minn það væri hræðilegt að fá sér uppþvottavél, þá missti maður af uppvaskinu.
Og Gunni bugaðist, ekki út af skólanum eins og svo oft heldur bugaðist hann vegna Jóhanns. Að missa af uppvaskinu fannst honum alveg fáránleg hugmynd. Svo fáránleg að hann varð að bera hana undir alla aðra nemendur í tímanum og tvo kennara þar að auki. Það kom í ljós að enginn annar var svo skrýtinn að missa af uppvaski eða að allir hinir voru svo skrýtnir að vilja missa af uppvaskinu eða bara vildu ekki sjá það yfirleitt. Ég er ekki viss um hver sé skrýtinn.
Skaginn er fallinn niður í 1. deild. Ég ætla hins vegar að sleppa því að tengja bloggið við mbl.is og hrauna yfir mann og annan. Hins vegar vil ég að allir geri sér grein fyrir að þetta er mjög sorglegur atburður. Hugsið ykkur ef Man Utd, Liverpool eða Chelsea féllu. Þá yrði sko grátið.
Brenndi mig líka á puttanum í dag. Komst að því að vír sem að ég var að nota við það að sjóða er heitur og vel til þess fallinn að brenna putta. Brenndi puttinn gerir líka það að verkum að það er örlítið erfiðara að vélrita því að ég þrýsti alltaf brunasárinu á takkana á lyklaborðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.9.2008 | 23:07
Klukk????
Veit eiginlega ekkert hvað þetta er en jæja, maður getur ekki skotist undan.
Fjögur störf sem að ég hef unnið um ævina:
1. Vélstjóri og vélvirki hjá HBGranda
2. Vélvirki og verkamaður hjá Norðuráli.
3. Verkamaður í byggingarvinnu hjá Eykt.
4. Sendill, uppvaskari og almennt vinnudýr hjá Pengs.
Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:
1. Drekagil 21 Akureyri
2. Leynisbraut 2 Akranesi
3. Garðabraut 9 Akranesi
4. Presthúsabraut 27 Akranesi
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
1. Pirates of the Caribbian
2. Police Academy
3. Down Periscope
4. National Tresure
Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:
1. Top Gear
2. Family Guy
3. Simpsons
4. Jay Leno
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:
1. Vel flestar bækur með Allistair Maclean (enginn annar maður ætti að fá að kalla sig spennusagnahöfund)
2. Allt um seinni heimstyrjöldina.
3. Dagbækur Berts
4. Gæðavitund ( og ég er eiginlega farinn að sakna hennar, ætla að grafa hana upp og lesa hana aftur)
Matur sem er í uppáhaldi:
1. Kaldur svínahamborgarahryggur frá mömmu með köldum kartöflum og kaldri sósu, borðað að morgni jóladags eftir næturvakt.
2. Pizza a la Ingibjörg.... enga salsasósu samt.
3. Kjúklingur eins og Ingibjörg eldar hann.
4. Soðinn fiskur með kartöflum í mötuneyti HBGranda í Reykjavík.
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):
1. facebook.com (ekki klám ennþá)
2. mbl.is (alveg hreint sorglega lítið af klámi)
3. youporn.com (inniheldur klám)
4. Timekiller.com (inniheldur líka klám)
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Súgandaförður (friðsælasti staður veraldar)
2. Frakkland
3. Spánn
4. Það er ljótt að segja frá því... Dalvík
Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:
1. Í fanginu á Ingibjörgu
2. Úti á sjó að græða fullt af peningum.
3. Stóru flottu hótelherbergi, upp í stóru rúmi með einni stórri dúnsæng með minni heittelskuðu.
4. Sauðölvaður með Sibba vini mínum í næstum því merktu barstólunum okkar á Café Mörk að drekka heilagan Morgan í kók.
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
1. Ingibjörg
2. Vera
3. Sigurbjörn
4. Berglind mágkona
Bloggar | Breytt 15.9.2008 kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Maðurinn laus úr haldi: Konan með meðvitund
- Íbúðir leyfðar við Austurvöll?
- Konan með höfuðáverka: Einn handtekinn
- Lítum upp úr símunum og sýnum meiri kærleika
- Mikill viðbúnaður lögreglu í nágrenni við Selfoss
- Rétt mátulega djúpur
- Kastaði frá sér mittistösku og flúði lögreglu
- Aðstoðuðu fólk sem festist í lyftu