Færsluflokkur: Bloggar
15.1.2009 | 22:48
Þið hljótið þó að geta hlegið að þessu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2009 | 20:55
Breyttir tímar.
Sem dæmi um breytta tíma og breyttan hugsunarhátt hjá mér þá fór ég í Nettó í dag. Þegar kom að því að borga þá lenti ég í röð á eftir eldri manni. Þegar kom að því að hann átti að borga þá var hann rukkaður um 50-60 krónum of mikið. Samstundis og hann gerði athugasemd við stúlkuna sem að var að afgreiða þá hugsaði ég "ætlar hann að vera einn af þessum leiðinlegu sem að röflar undan nokkrum krónum".
En kannski eru þessar 50-60 krónur bara mjög mikið fyrir þennan mann. Kannski er hann öryrki eða eitthvað og hefur ekkert of mikið fé á milli handanna. Á þessum 5 mínútum heyrði ég röflið í fólkinu fyrir aftan mig en þegar að stúlkan kom, með þá vitneskju að hann hefði verið rukkaður um 50 krónum of mikið, þá fannst mér þessum 5 mínútum vel varið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2009 | 17:21
Kannski svolítið harkalegur samanburður.
...en samt er sannleikur í þessu. Mér fannst þetta alla vega fyndið og mér fannst þessi samlíking svolítil einföldun en samt nokkuð til í henni. Þetta hugsa ég líka alltaf þegar ég heyri frá þessum mótmælum, ljái mér það hver sem vill.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2008 | 23:45
Smávegis frá mér kannski.
Það er komið nóg af bloggfærslum um pólitík í bili, sem að hvort eð er enginn les. Mínar skoðanir virðast líka vera á skjön við skoðanir allrar heimsbyggðarinnar en það er bara í fínu lagi.
Það að skilja mig eftir einann heima varðar bæði við dýraverndunar og barnaverndarlög. Þið getið flett þessum lagabálkum upp, það eru þarna sérgreinar bara um mig. Núna undanfarið hef ég verið endalaus uppspretta slæmra hugmynda. Um daginn tókst mér að fá stuð úr tölvuhleðslutækinu. Mér tókst að tengja sjálfan mig sem álag við spennubreytinn. Vitið hvernig? Ég stakk endanum sem að á að stingast í tölvuna... upp í mig... og fékk rafstraum. Hin slæma hugmyndin mín var hversu vont vær að setja svona járnklemmu á geirvörtuna. Þessa klemmu notum við á handklæði og svoleiðis til að hengja þau upp á snaga. Ég komst að því að það var frekar vont en samt ekkert svo. Hér eftir ætla ég að bjóða svona flestum gestunum mínum upp á það að prófa.
Svo tók ég óþolandi langt tiltektarkast áðan. Fyrsta verkið var að tæma djúpsteikingarpottinn minn af olíu. Við djúpsteikingarpotturinn erum orðnir svarnir óvinir. Hann var geymdur fullur af olíu á borðinu en var alltaf að opnast í tíma og ótíma. Þannig að ég réðst á hann, tæmdi hann af olíu, teipaði lokið á honum niður og stakk honum upp í skáp. Hér eftir verður ekkert djúpsteikt. Og þetta átti að vera nóg fyrir eitt kvöld en tiltektarkastið hætti ekki. Endirinn varð sá að eldhúsið mitt er nánast alveg orðið hreint. Á bara eftir ruslaskápinn.
Og það er komið vont veður. Það er alveg stórmerkilegt hvað það hvín í þessu blessaða húsi. Og þetta segir maður sem að kemur frá Akranesi. Hef það stundum á orði við kærustuna mína að hér fyrir norðan líði manni stundum eins og heima hjá sér, lognið fer stundum ansi hratt yfir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2008 | 17:21
Þú meinar missa það.
Að ganga í hagsmunaklúbb stóru þjóðanna í Evrópu er ekki að deila einu né neinu. Það kom berlega í ljós í nauðungarsamningum íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga hvaða hagsmunir ganga fyrir í Evrópu. Það eru hagsmunir þeirra stóru. Ef þessi frelsishetja vill ganga fram og henda íslenskum hagsmunum hvað varðar milliríkjasamninga og viðskiptasamninga þá má hann það fyrir mér. En fyrir mér er það ekki að deila einu né neinu heldur einfaldlega að missa fullveldið.
En það er rétt sem að maðurinn segir að það ávinnst ýmislegt með inngöngu í ESB. Að líkindum verður vaxtastig hér lægra, matarverð mun sennilega lækka og hugsanlega mun samkeppni aukast. En enginn skal reyna að halda því fram að það tapist ekki eitthvað líka. Sjávarútvegurinn sem að er ennþá frekar stór atvinnuvegur mun ekki verða svipur á sjón eftir þetta. Það er ekki langt síðan að yfirmaður sjávarútvegs á ESB gaf það bara hreint út að Íslendingar gætu ekki vænst mikilla tilslakana í sjávarútvegsmálum. Þetta þýðir að þarna eru mjög stórir hagsmunir sem að eru í hættu.
Bændur munu líka fara illa út úr ESB, nema það komi til verulegra tilslakana (og við höfum séð hvað við Íslendingar getum samið vel við ESB) Njóti þeir ekki tilslakana frá ESB í formi áframhaldandi niðurgreiðslna frá ríkinu munum bændur sem að eru fyrir mjög skuldsettir þurfa að þola samkeppni frá löndum sem að hafa allt aðrar aðstæður en eru hér á landi. Það er nógu erfitt fyrir með niðurgreiðslunum en án þeirra er það einfaldlega ekki hægt. Það er sérkennilegt að þegar flestar þjóðir leggja áherslu á að vera sjálfum sér nóg um matvæli ætlum við að rústa matvælaiðnaðinum okkar. þetta leggur þjóðarhetjan okkar til.
Fyrir mér leysir þetta vissulega vandamál en skapar bara önnur. ESB er enginn patent lausn frekar en neitt annað. Þetta er bara spurning um hvaða hagsmunum við ætlum að fórna. Það er það sem að fólk þarf að gera upp við sig, en sama hvaða ákvörðun þjóðin tekur, það verða fórnir.
![]() |
Þurfum að deila fullveldi okkar með öðrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 14:44
Alveg bloggóður
Fékk þessa mynd senda á Facebook.
Hvað er eiginlega verið að gera við greyið hvolpana. Það er ekki að undra að það sé sami fýlusvipurinn á þeim öllum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 21:56
And now for something completely diffrent
Talandi um jólaljós.
Þetta er náttúrulega ógeðslega töff. Og það sem að er ennþá meira töff er lagið. Hérna fyrir neðan er svo lagið flutt af hljómsveitinni sem að samdi það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2008 | 17:57
Enginn kattarþvottur.
Fulltrúi frá forsætisnefnd þar sem að allir flokkar eiga fulltrúa, 2 fulltrúar umboðsmanns alþingis sem að oftar en ekki hefur gagnrýnt stjórnvöld og svo fulltrúi frá hæstarétti sem að á að vera algjörlega sjálfstæður gagnvart ríkisvaldinu ættu nú að tryggja að engum sé hlíft. Mér sýnist þetta, svona alla vega í fljótu bragði vera enginn kattarþvottur.
Ég hef alltaf sagt það og stend við það að ég styðji stjórnvöld og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Ef að óvilhallur aðli, eins og mér sýnist þessi nefnd vera, kemst að því að mistök stjórnmálamanna, bankastjóra seðlabanka eða annarra aðila hafi valdið kreppunni eða gert ástandið illt verra, þá þarf viðkomandi að víkja. Honum verður einfaldlega ekki vært í starfi eftir slíka gagnrýni.
![]() |
Víðtækar rannsóknarheimildir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.11.2008 | 18:45
Áhugaverð játning.
Mér finnst þessi játning Vilhjálms Egilssonar mjög svo áhugaverð. Loksins kemur fram Evrópusambandssinni sem að viðurkennir það að það séu gallar á þeirri fögru mynd sem að dregin hefur verið upp af aðild Íslands að ESB. Loksins sést að skýjaborgin, draumsýnin og fagurgalinn sem að búið er að búa til um hagsmunasamband þeirra stóru er ekki bara draumur.
Stór hluti þessarar þjóðar hefur látið málflutning Samfylkingar blekkja sig með því að trúa því statt og stöðugt að Evrópusambandið hafi engar fórnir, að Evrópusambandið sé með öllu gallalaust. Ég fagna því að loksins sé kominn fram maður sem að segir að íslenskur sjávarútvegur muni bera skaða af því að ganga í ESB. Það var löngu kominn tími til að einhver sætti sig við það að aðildin hefur bæði stóra kosti en mjög stóra galla. Ef að við göngum inn þá fórnum við mjög stórum hagsmunum. Hagsmunir sem að eru taldir í krónum, aurum og já störfum fólks.
![]() |
Yrði illt að sjá á eftir LÍÚ úr Samtökum atvinnulífsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2008 | 19:27
Nú vitum við...
![]() |
ESB hefði jafnvel sagt upp EES-samningi við Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar