Færsluflokkur: Bloggar
7.9.2008 | 22:47
Ííííííííííííííííík.
Ég hef komist að því að helgarnar eru of stuttar. Annan sunnudaginn í röð sit ég og hugsa um það hvað það er stutt síðan að helgin byrjaði og hvað það er langt þangað til að næsta helgi byrjar. (Já og þau ykkar sem að vinna um helgar.... SUCKS TO BE YOU)
Skólinn er byrjaður og ég fékk frábæra stundarskrá fyrir haustönnina, ég eyði ekki nema 10 klst. á viku í eyður. Eitthvað finnst mér samt ástandið á lærdómsgenginu mínu vera eitthvað bágborið þessa dagana. Þegar að svartsýnin heltekur mannskapinn þarf alltaf einhver að vera sá jákvæði og segja að allt sé frábært og yndislegt og allt það... og undanfarið er það oftast ég sem að er sá jákvæði....
Ég er kominn með nýjan æðislega kæk. Ég segi íííík í tíma og ótíma. Þetta hljóð byrjaði sem einkahúmor milli okkar Kötu en nú þarf ég að passa mig því að þetta hljóð hoppar út út mér við öll tækifæri. Ég veit ekki hvað félagar mínir í véltækni ætluðu að fara þegar Jóhann gefur frá sér þetta skræka hljóð upp úr þurru. Ég held að þeir haldi að ég sé eitthvað skrýtinn.... sem að er náttúrulega ekki satt.
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.9.2008 | 21:13
Sagan endalausa.
Nú munu náttúruverndarsinnar rísa upp á afturlappirnar af því að ekkert má stífla, engu má raska og ekki má slíta eitt einasta grasstrá af þessu ósnortna landi okkar. Nú mun fara í gang sami farsinn og í kringum allar aðrar virkjanir. Saving Iceland hópurinn kemur til með að brjóta lög við að mótmæla þessu líka og holdgervingur heimskunnar frá Náttúruverndarsamtökum Íslands mun enn og aftur opinbera heimsku sína með mjög svo gáfulegum athugasemdum sem að eru yfirleitt á skjön við raunveruleikann.
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að mér er lífsins ómögulegt að taka náttúruverndarsinna alvarlega. Burtséð frá því að ég er oftast á móti þeim, enda virkjanasinni, að þá gera þeir sig seka svo oft um staðreyndarvillur og rangtúlkanir á öllum sköpuðum hlutum. Þar að fyrir utan eru náttúruverndarsinnar hreinlega á móti öllu. Hvernig er hægt að gera málamiðlun við fólk sem að er á móti öllu? Hvenær munu náttúruverndarsinnar sættast á það að störf og lífsgæði fólks skipta líka máli? Mitt svar... aldrei.
![]() |
Ný virkjun í undirbúningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 20:42
Nú er bara veislan búin.
Einhvern tíma hafði Steingrímur Sigfússon á orði að ríkisstjórnin, bankarnir og fyrirtækin í landinu hefðu blásið til stóriðjuveislu sem að nú væri lokið og að nú tækju afleiðingarnar við. Það gerist ekki oft að Sjálfstæðismaðurinn ég sé sammála formanni Vinstri Grænna en aðeins að hluta til. Í þessari veislu var einn þáttakandi í viðbót sem að ekki var nefndur. Það er nefnilega þjóðin sjálf. Á sama tíma og Kárahnjúkaverkefnið stóð yfir þar sem að var fjárfest fyrir 200 milljarða var dælt inn í hagkerfið 250 milljörðum með útgáfu skuldabréfa hjá bönkunum. Peningana notuðu bankarnir til þess að lána fólkinu í landinu fyrir stóru nýju húsunum sínum, nýju jeppunum sínum og þar fram eftir götunum. Við Íslendingar tókum að láni sem svarar meira en Kárahnjúkavirkjun og álverinu á Reyðarfirði.
Og nú er komið að því að borga og þó svo að skuldir heimilanna væru meiri heldur en eignir fyrir góðærið þá kom það ekki í veg fyrir að fólk fjárfesti í húsum langt um fram greiðslugetu. Þannig rauk húsnæðisverð upp úr öllu valdi. Og þegar að öllum góðum veislum lýkur þá kemur að því að borga reikninginn. Og ansi er ég hræddur um að margir hafi offjárfest í húsum, bílum og alls konar varningi og eigi hreinlega ekki fyrir reikningnum.
![]() |
Heildarskuldir heimilanna 963 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 11:49
Og það er breyting frá hverju?
Í Reykjavík hefur ekki verið myndaður meirihluti þar sem að einhver hefur verið svikinn síðan að R-listinn var og hét. Sjálfstæðismenn mynduðu meirihluta með Birni Inga á sama tíma og Ólafur F taldi sig vera að meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðismenn ef að ég man rétt. Björn Ingi sveik það meirihlutasamstarf, lét borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins standa á tröppum höfða eins og bjána og niðurlægði þá algjörlega. Og það sem að meira er hann niðurlægði Óskar Bergsson líka, lét hann standa með Sjálfstæðismönnum. Þá var Tjarnarkvartettinn myndaður, með Margréti Sverrisdóttur. Eitthvað virðist hún hafa gefið afslátt á málefnum eða þá bara ekki vera sammála Ólafi því að tjarnarkvartettinn auglýsti hönnunarsamkeppni um Reykjarvíkurflugvöll en það er helsta baráttumál Ólafs F að hann víki ekki. Ólafur sveik þá Tjarnarkvartettinn og um leið Margréti og gekk til samstarf við Sjálfstæðismenn. Og að lokum sveik Óskar Bergson Tjarnarkvartettinn sem að sór þess dýran eið að taka ekki upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og þar með telur Ólafur F hann hafi verið svikinn og að það hafi verið logið að sér.
Ég leyfi mér að spyrja hver hefur ekki logið og hver hefur ekki svikið. Sjálfur er ég Sjálfstæðismaður en mér finnst framganga Sjálfstæðismanna í borginni síst til eftirbreytni. Eða ef út í það er farið framganga nokkurs borgarfulltrúa. Þess vegna legg ég til að allir þeir sem að voru í framboði í til sveitarstjórnar í Reykjavík síðast verði sviptir kjörgengi og borðið verði í orðsins fyllstu merkingu hreinsað. Það held ég að sé eina leiðin til þess að fá eitthvað vit í sveitarstjórnarmálin í Reykjavík því að núverandi fulltrúar hafa allir verið sviknir, hafa allir svikið og eru allir bitrir og sárir.
![]() |
Nýr meirihluti grundvallaður á óheilindum og lygum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 14:33
Hvernig var á sjónum?
Ég hef eiginlega aldrei klárað að blogga um hvernig var á sjónum, því að þegar ég kom í land þá var ég eiginlega ekki að nenna því. Um borð voru margir kynlegir kvistir eins og sagt er. Þarna eru karlar sem að eru svo samtvinnaði lífinu um borð og sjálfsögð þægindi eins og sturta og hreinlæti skipta ekki eins miklu máli. Enda er það líka töluverðum vandkvæðum bundið að fara í sturtu þegar skipið veltur í allar áttir. Ég þrjóskaðist hins vegar við og fór nokkuð reglulega í sturtu og nýtti tímann á meðan var verið að toga þvi að þá veltur skipið nokkuð jafnt. Hins vegar veit ég að sumri áhafnarmeðlimir fóru aldrei í sturtu meðan ég var um borð. Lyktin minnti mann helst á súrar gúrkur þegar ég kom og hún skánaði ekki á meðan ég var um borð.
Um borð í Faxa voru 3 vélstjórar og 2 stýrimenn þannig að það kom í hlut okkar vélstjóranna að hífa trollið upp og slaka því út aftur. Stýrimennirnir áttu að vera að stjórna skipinu á meðan. Hins vegar kom fyrir að stýrimennirnir réðu ekki við það eitt að stýra skipinu og koma í veg fyrir að það sigdi á skipið sem að við vorum að toga með því að í eitt skiptið þá sigldu við á skipið sem að var að toga með okkur. En hverjum er ekki sama um ónýtt rekkverk og hálf ónýta fiskiskilju. Eiginlega var fiskiskiljan bara betri á eftir þvi að í stað þess að sjórinn væri bundinn af því að fara bara beint í sjóinn út um eitthvað rör fór sjórinn út úr skiljunni í allar áttir og baðaði þessa illa lyktandi leðurhausa sem að voru á dekkinu.
Talandi um leðurhausa ef að þú vilt komast í vel launað rólegt starf þá ættir þú að íhuga að vera háseti á uppsjávarskipi. Að meðaltali var trollið híft tvisvar á sólarhring. Þegar þú ert á tvíburatrolli þá þarftu að dæla aflanum um borði í þitt skip í annað hvert skipti. Þegar að þess þarf þá er það kannski tveggja til þriggja tíma vinna að hífa, dæla og kasta aftur. Þegar þú ert hins vegar hleri og dælir ekki aflanum um borð þá er það svona hálftímav vinna að hífa, tveggja tíma bið á meðan verið er að dæla og hálftíma vinna að kasta aftur. Þannig vinnudagur sjómanna á uppsjávarskipum á togveiðum eru svona fjórir tímar. Restina af sólarhringnum þá sofa þeir. Þegar hins vegar að vinnan varð lengri og erfiðari þá fann maður hvernig þeir urðu syfjaðir og pirraðir ef að svefninn þeirra fór undir 20 tíma á sólarhring. Og allt þetta fyrir 7-8 milljónir á ári fyrir 7-8 mánaða vinnu.
Það verður seint sagt að svona uppsjávarskip séu góð sjóskip. Þau velta alveg hreint hörmulega. Vélin, brúin, veiðarfærin og eiginlega mest öll þyngdin er að aftan. Það veldur því að aftast verður ölduhreyfingin tildurlega lítil. Hins vegar verður hreyfingin fram í einna líkast rússíbana. Þar lyftist skipið um 2 til 3 metra í nánast hvaða veðri sem er. Og þarf fram í, neðst, hafi einhver illa innrættur skipatæknifræðingur staðsett sjótank sem að ég þurfti að fylla á svona 5-6 sinnum á dag. En ég var kominn með fyrirtaks aðferð til þess að þola veltinginn þarna fram í. Ég settist bara á bita sem að var undir ljósavélinni og sat þar með höfuðið nánast ofan í klofi.
Velflestir þeir sem að ég var með voru búnir að vera úti á sjó í 50-60 daga. Sumir höfðu t.d. varla séð til sólar síðan 25. júní þegar skipið fór af stað til síldveiða því að Austfjarðarþokan er sko engin þjóðsaga. Ég efast um að ég hafi séð meira ein klukkutíma af sól meðan ég var á sjó og ég var þó bara í hálfan mánuð. En ég skil ekki hvernig þessi kallagrey þola við í tvo mánuði þarna í þessu rassgati. Sjálfur var ég orðinn vitlaus á aðgerðarleysinu milli vakta og stelpurnar á Playboy dagatalinu niður í vél voru orðnar skuggalega vinalegar. Ég var hættur að þora að líta á dagatalið þegar ég var í vélinni af ótta við afleiðingarnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2008 | 20:40
Kominn af sjónum.
Jæja þar kom að því. Ég var búinn að bíða eftir plássi á sjó síðan um miðjan maí en það var ekki fyrr en í lok júlí sem að kallið kom. Og fyrirvarin sem að ég fékk var ekki mikill eða rétt um fjórir tímar. Það var hringt í mig þar sem að ég var í Reykjavík rétt fyrir þrjú. Ég þurfti að vera mættur út á Reykjarvíkurflugvöll klukkan korter í sjö og um borð í Faxa sem lá við bryggju á Vopnafyrði fyrir miðnætti. Ok ekkert mál.
Ég flýtti mér upp á skaga, kvaddi alla í einum grænum, brunaði beint aftur í bæinn. Flaug til Akureyrar og keyrði þaðan til Vopnafjarðar á bílaleigubíl. Ég held að ég hafi stoppað á Akureyri í 20 mínútur.
Lífið um borð var ágætt. Við vorum mest fyrir austan og norðaustan land allann tíman á síld og makrílveiðum. Ég uppgötvaði að Austfjarðarþokan er engin goðsögn því að ég held að ég hafi varla séð til sólar allann þann tíma sem að ég var þarna. Við vorum á partrollveiðum þar sem að tvö skip draga sama trollið og oft var þokan svo mikil að við sáum ekki skipið sem að var að draga á móti okkur.
Bloggar | Breytt 13.8.2008 kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2008 | 22:44
Að draga beljur.
Ég fór vestur um helgina og splæsti alveg heilum tveimur dögum í frí til þess að lengja ferðina. Það er varla að ég að ég tími því á þessum síðustu og verstu tímum en það er alveg þess virði. Í Botni og Birkihlíð er alltaf gaman að vera og alltaf mjög vel tekið á móti manni. Það má segja að manni sé boðið kaffi og góðgæti eða þá matur frá morgni til kvölds. Maður getur byrjað rétt fyrir hádeigi og þegið veitingar, spjall og gott viðmót í þremur eldhúsum alveg fram á kvöld.
Ég er alveg óforbetranlegur vinnualki og finnst fátt skemmtilegra en að vinna. Ef ég hef ekkert að gera þá get ég verið leiðinlegasti maður í heimi. Þess vegna fer ég oftast í fjósið svona til þess að hjálpa til þegar ég er fyrir vestan. Að þessu sinni var fjósaferðin aðeins ein en hún var heldur betur viðburðarrík. Í þetta skiptið snérist hún mest um það að draga beljur. Sjálfsagt er þetta alvanalegt verk fyrir bændurna sem að voru með mér en fyrir mig var þetta algjört ævintýri. Verkið snérist um það að það þurfti að færa beljur á milli bása, sumar voru geldar það er hættar að mjólka, aðrar kálfafullar og enn aðrar átti boli að sæða. Stöku belja var alveg til í að vera færð og þurftum við þá að hlaupa á undan til þess að vera á undan henni inn í básinn þannig að beljan færi þangað inn en ekki bara eitthvað annað. Hins vegar voru flestar hreint ekki á því að láta einhverja þrjá kalla draga sig eitthvað, og þegar að tvö þrjú hundruð kílóa skepna er búin að setja í bremsu þá er hreint ekki svo auðvelt að draga hana, enda rembdust við oft eins og rjúpan við staurinn í þessu reiptogi við skepnuna. Ég lagði mig svo fram við sveitastörfin og beitti stundum öllum skrokknum við að ýta beljunum, að ein þeirra nýtti tækifærið og drullaði á bolinn hjá mér, rétt undir handarkrika. Þetta er sennilega versta "svitafýla" sem að ég mun finna af sjálfum mér...þá var bara að vera ber að ofan... eða alla vega þangað til ég fann peysuna mína aftur.
Kannski eru bara landbúnaðarstörf málið, ef að ekkert pláss er laust annars staðar. Það hlýtur að vanda vinnumann eða niðursetning einhvers staðar.
Svo varð ég fyrir því í fyrsta skipti á ævinni að keyra á rollu. Þegar að menn keyra mikið, sérstaklega um eins strábýlt svæði eins og Ísafjarðadjúp að þá hlýtur að koma að því að rolla stökkvi í veg fyrir bílinn. Í þetta skiptið átti ég þrjá valkosti og engan góðan. Beygja til hægri og enda út í grjóti, keyra beint og keyra á eina rollu eða beygja til vinstri og keyra á þrjár rollur til viðbótar. Allt fór þó eins vel hægt var miðað við aðstæður því að ég náði að bremsa vel niður og beygði þar að auki aðeins út af. Rollan vankaðist en slasaðist ekki eftir því sem ég best veit og hljóp í burtu og vildi ekkert við mig tala þegar ég ætlaði að athuga með hana. Plasthlífin sem að var aðeins yfir vinstra framljósinu brotnaði en annað tjón varð ekki á bílnum. (ég er búinn að vera á leiðinni að taka þessa hlíf af í rúmt ár) Eigandi bílsins og ökumaður þegar þetta atvik gerðist er hvort eð er svo tjónaður að það mun hvorki versna né hægt að bæta úr. Honum er ekki viðbjargandi.
Ég varð alveg ástfanginn af þessu litla skinni þegar ég var fyrir vestan. Refurinn var líka mjög hrifinn af mér og var óþrjótandi í að vekja mig á morgnana með þessu væli sínu, bíta mig í puttana þegar ég reyndi að klappa honum og naga hjá mér skóreimarnar. Það er leitt frá því að segja en sennilega hefur þessi litli yrðlingur geispað golunni þegar þessi orði eru skrifuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.7.2008 | 22:49
Lensibrunnar.
Lensibrunnar er eitthvað það ógeðslegasta fyrirbæri sem að fundið hefur verið upp. Þessa vikuna hef ég verið að vinna í Reykjavík í togurunum þar. Eftirminnilegustu verkefni mín þessa vikuna hafa tengst lensibrunnum. Lensibrunnar eru á millidekki og taka við sjó og öðru glundri og svokölluð lensidæla dælir því fyrir borð. Á þriðjudag fékk ég það verkefni að skipta út haugryðguðum síðuloka við svona lensidælu. Cool, hélt ég. Þremur tímum, 16 lausum boltum og þremur lyklum ofan í illa lyktandi lensibrunninn seinna þá vann ég, lokinn var kominn í burtu. Þrjóskan í þessum haugryðguðu boltum var náttúrlega ekki venjuleg og ég var búinn að missa 24 mm lykilinn minn þrisvar sinnum ofan í lensibrunninn. Ég hélt að svona yrði ekki toppað.
Þangað til í dag. í dag var ég sendur ofan í illa lyktandi togara sem að er kallaður Ásbjörn. Hann er svo lítill að til þess að hafa pláss fyrir eitthvað lítilræði af fiski um borð þarf að geyma hluta fisksins á millidekkinu. Hann er svo ógeðslegur og illa lyktandi að það er engan sjáanlegan eða lyktarlegan mun að finna hvort sem að þú ert niður í vél, á millidekki, niður í lest, uppi í brú eða inn í messa. Þetta er allt jafn drullugt og illa lyktandi. Og lensirörið frá lensidælunni ofan í einum af lensibrunnunum á millidekkinu var stíflað. Stífað???? Hvað getur stíflað svona rör. Jú það geta mörg kíló af úldnandi fiskihreysti, úldnandi fiskur, úldnandi fiskainnyfli, hnífur og rafmagnskapall geta stíflað svona rör. Og lyktin. Ég skal glaður þefa af iðnaðarmannaskít(eins og allir vita eru allir iðnaðarmenn úldnir að innan, sérstakleg trésmiðir) eða af notuðu dömubindi, bara ef ég þarf ekki að finna lyktina af þessu ógeði aftur.
Annars er allt gott af frétta af mér. Er á leiðinni í útilegu með tengdaforeldrunum um helgina. Þó er ekki á stefnuskránni að sofa hjá þeim í þetta skiptið, kannski seinna. Svo um þar næstu helgi fer ég á Vestfirði á Sæluhelgi og svo langar mig norður. Það er alltaf eitthvað sem togar í mig þar, ég geri mér ekki grein fyrir hvað það er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2008 | 18:37
Að springa úr monti.
Endir var bundinn á margra vikna vangaveltur um hvort að ég gæti verið við útskrift Ingibjargar um daginn. Við vorum oft búin að tala um það að sennilegast gæti ég ekki verið við útskriftina hennar af því að ég yrði á sjó. Tja það er næstum því búið að skrá mig á hvern einasta dall sem að HBGrandi hefur yfir að ráða en það hefur allt brugðist. Svo er komið að ég held að það séu ekki miklar líkur á því að ég fari á sjó í sumar. Ástæðurnar eru þær að yfirvöld og undanþágunefnd virðist vera staðráðinn í að koma hverjum einasta vélstjóranema sem hálfgildings háseta á einhverjum netadöllum. Einnig þá gengur mjög illa í sjávarútvegi núna. Það má nánast ekkert veiða og olíuverð er orðið svo hátt að það er ódýrara, kostnaðarlega séð að hafa skipin bundin við bryggju heldur en að láta þau vera úti á sjó.
Þannig að ég komst norður til þess að vera við útskrift Ingibjargar. Núna er mín heitasta fantasía fullkomnuð. Ég er trúlofaður kennslukonu. Helgin byrjaði á því að ég stakk af úr grillveislu í vinnunni eiginlega á sama tíma og fyrsti bjórinn var opnaður. Þegar ég var kominn norður þá fór ég eiginlega beint í veislu, og svo í aðra veislu og svo í enn aðra veislu. Mér telst til að ég hafi verið viðstaddur tvær útskriftir í vor en farið í fimm útskriftarveislur. Það er einum of mikið af veislum, heitum brauðréttum og auka kílóum fyrir minn smekk. Ekki fleiri veislur.... í bili alla vega.
Sjálf útskriftarathöfnin var svona frekar stíf og formleg. Það var spilað eitthvað hátíðlegt lag þegar rektor og deildarforsetarnir gengu inn í salinn. Jæja allt er skárra heldur en að syngja saman Nú er sumar eins og í útskrift á FVA. Ég er búinn að syngja lagið fjórum sinnum í jafn mörgum útskriftum. Í háskólaútskriftinni var gestum gerður sá greiði að á bæklingi sem að var í hverju sæti var nafnalisti yfir alla þá sem að voru að útskrifast þannig að maður gat fylgst með og áætlað hvað væri mikið eftir af athöfninni. En svo rann upp stóra stundin þegar mín heittelskaða fékk útskriftar skírteinið sitt afhent. Það kom mér eiginlega á óvart að ég var svo stoltur að ég táraðist... svona næstum því. Þegar Ingibjörg var farin af sviðinu leit ég niður í gólf þannig að enginn tæki eftir neinu. Mamma spurði hvort eitthvað væri að. Rykkorn í augað er náttúrulega alltaf sígild afsökun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2008 | 18:50
Ísbjörn sem gæludýr?
Hún hefur þá kannski viljað hafa ísbjörninn sem gæludýr. Nei án gríns, þá getur enginn tekið þessa ákvörðun heldur en þeir sem að voru á staðnum. Segjum sem svo að dýrið sem að stefndi í átt til byggða hefði komist þangað. Hversu langt átti lögreglan að hleypa dýrinu, bara til þess að þurfa ekki að skjóta það? Lögreglan hefur fyrst og fremst skyldum að gegna gagnvart öryggi fólksins í landinu. Vissulega hefði verið gaman að halda dýrinu lifandi en fólkið verður að ganga fyrir. Ísbjörn er líka frekar víðsjárvert gæludýr og varla hægt að ætlast til þess af lögreglu að hún hefði leyft því að ganga um lausu í marga daga bara til þess að geta svæft dýrið til þess að ég veit ekki hvað...flytja það heim til sín.
Og hver þykist þessi blessaða kona að vita betur og geta tekið meðvitaðri ákvarðanir heldur en lögreglan á staðnum. Kannski má deila um hvort ákvörðunin sé rétt en ákvörðunina varð að taka á staðnum við þær aðstæður sem þar voru. Mér finnst þessi kona taka stórt upp í síg ef hún þykist vita betur heldur en þeir sem að voru á staðnum.
Þó svo að við Íslendingar höfum skotið eitt dýr, þá eru nú fleiri þjóðir sem að drepa ísbirni. Mér skilst að í Kanada séu þeir veiddir og eflaust víðar. Ég leyfi mér að draga það stórlega í efa að það að fella eitt dýr skaði ímynd okkar mikið. Hins vegar mætti alveg spyrja sig hvers vegna var ekki til svefnlyf sem að hægt væri að skjóta í dýrið.
![]() |
Skaðar alþjóðlega ímynd landsins" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar