Færsluflokkur: Bloggar
10.11.2007 | 03:09
Meira um heimavinnu.
Ekki það að ég sé að kvarta.... jú reyndar er ég að kvarta en ég eyði orðið svona 15-20 klukkustundir á viku í að læra heima. Þessa viku hef ég lært heima að minnsta kosti 2-3 tíma á kvöldi, núna er klukkan 3 og ég hef lært síðan klukkan 7 í kvöld, með ca 2 tíma í pásu þannig að það sem af er vikunnar hef ég lært 14-18 klukkutíma og ég á eftir að læra alla helgina.
Samanlagt á ég eftir að glósa 75 blaðsíður næstu vikuna í vélfræði svo og smá kafla framarlega í bókinni(svona smá uppsóp), ég á eftir að skila einu véltækni verkefni, reikna ein heimadæmi í hinni vélfræðinni, svo þarf ég að gera verkefnaheft í efnisfræði málmiðnað, og svo eru eftir 2 skýrslur í vélfræði og vélvirkjun......arrrrrgggghhhh og það eru 3 vikur eftir.
Ég er kominn á þá skoðun að stúdentspróf kemur í kelloggs pakka miðað við það sem maður þarf að leggja á sig til þess að klára stúdentinn. Fyrir þá sem að læra heima og skila vinnubókum þá er þetta bara helvíti mikil vinna. Stúdentinn kláraði ég án áhuga, án fyrirhafnar og án mætingar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2007 | 13:53
Vélfræði.... á dönsku.
Ég held að kennarinn minn í vélfræði sé veruleikafirrtur. Hann fer á hundavaði yfir fleiri tugi blaðsíðna og segir svo þessa skemmtilegu setningu... svo lesið þið þetta bara heima og glósið. Þetta er vélfræði, um katla, á dönsku. Veit hann ekki hvað þetta er mikil vinna???? Þó maður hafi orðabók við höndina hjálpar hún ekki mikið þar sem að það eru ekki mörg tækniorð sem hafa ratað í bókina. Hefur maðurinn einhvern tíma lesið bókina???? Í nótt eyddi ég u.þ.b. tveimur tímum í að lesa og glósa í vélfræði. Ég komst í gegnum eina og hálfa blaðsíðu. Núna er ég 22 blaðsíðum á eftir kennaranum og næsti tími er á mánudaginn. Ef ég vaki alveg þangað til á mánudagsmorgunn við það að læra í vélfræði og læri ekkert annað(og geri ekkert annað) þá á ég kannski séns á að ná honum. Núna er ég búinn að glósa 69 blaðsíður og bókin er 257 blaðsíður og kennarinn segist ætla að klára hana. Ekki nema 10 blaðsíður fyrir hvern tíma. Ok ekki málið....right. Það er ekki hægt að komast yfir svona mikið efni á svona stuttum tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2007 | 16:52
Þyrlu þangað líka?
Ok núna vilja Ísfyrðingar fá þyrlu, Akureyringar vilja fá þyrlu og líka þeir fyrir austan. Án efa, miðað við fyrri málfluting Vestmannaeyinga þá vilja þeir örugglega fá þyrlu en ég spyr bara hvað ætlum við að eiga margar þyrlur?
Án gríns held ég að með því að setja eina þyrlu á hvern stað er verið að búa til einhverja öryggistilfinningu sem er að fölskum forsendum. Þó svo að Landhelgisgæslan sé með 4 þyrlur í rekstri þá er langur vegur frá því að það séu alltaf 4 þyrlur klárar í útkall. Oft eru þær bara 2 og stundum bara ein. Um daginn var ég að þyrluæfingu hjá Slysavarnaskóla Sjómanna og þá var okkur sagt að eina flughæfa þyrlan hjá L.H.G væri TF-EIR Hvaða aukið öryggi er það fyrir fólk fyrir austan ef að þyrlan sem er þar er t.d. í 5000 flugtíma skoðun sem tekur t.d. mánuð? Þá þarf að treysta á þyrlu sem kæmi t.d. frá Akureyri eða bara úr Reykjavík. Ef að við ætlum að eiga flughæfa þyrlu í hverjum einasta landfjórðungi allt árið um kring hvað þurfum við þá að eiga margar? Átta þyrlur?
Og hvaða tímasparnaður er fenginn með þyrlu í öllum landsfjórðungum? Á korti í aðstöðu flugmanna í flugskýli L.H.G eru dregnir hringir út frá Reykjavík eftir því hve langan tima tekur að fljúga að hringnum. Það var dreginn hringur í 10 mín. flugtíma, 20 og svo framvegis. Á þessu korti sást að það tekur 50 mínútur að fljúga á Langanes. Ef þú lendir í alvarlegu bílslysi þá ertu kominn á suður eftir u.þ.b. 2 tíma. Þyrla sem legði af stað frá Egilsstöðum eða Akureyri er alltaf fljótari á staðinn EN hún er alltaf jafnlengi til Reykjarvíkur sem að hlýtur að vera áfangastaðurinn því að þar er fullkomnasta sjúkrahús landsins og þangað eru alvarlega slasaðir sjúklingar alltaf fluttir. Þannig að þó hún sé 20 til 30 mín. á slysstað þá eru samt einn og hálfann tíma á sjúkrahús, fyrir sunnan. Kannski er hægt að bjarga einhverjum mannslífum með þessum 20-30 mín en ég dreg það stórlega í efa.
Ég held að ef við förum að dreifa þyrlunum þá muni rekstraröryggi þeirra minnka sem þýðir að öryggi landsmanna minnkar. Hvað ef þyrlan í Reykjavík er biluð? Eiga þá tveir þriðju þjóðarinnar að treysta á þyrlu frá Ísafyrði, eða Akureyri. Ég held að þyrlurnar hvar sem þær verða séu best geymdar á sama stað. Það má koma með rök eins og að setja öll eggin í eina körfu en með þær allar á sama stað þá tryggir það að allir landsmenn hafa jafnann aðgang að minnsta kosti einni þyrlu.
![]() |
Vilja láta endurskoða staðsetningu þyrlna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2007 | 23:23
Brotnir hlutir.
Einn bolli, ein skál, einn diskur og þrjú glös. Þetta eru þeir hlutir úr búinu okkar Ingibjargar sem að ég hef brotið síðusu 3-4 vikur. Og það merkilega er að ég er enn látinn vaska upp. Kanski er látinn fast að orði kveðið, fæ ennþá að vaska upp. En með þessu áframhaldi þá getum við Ingibjörg keypt okkur nýtt nýtt matar og bollastell fyrir jól. Kanski fáum við það bara í jólagjöf .
Í morgun var þreyttur morgunn. Ég var til klukkan 2 í nótt að þrífa gömlu íbúðina hennar Elínar. Hún vildi fá að borga okkur fyrir. Humpf. Maður tekur ekki borgun fyrir greiða handa vinum sínum. Fallega boðið en ég bara gat það ekki. Ef vinir mínir þurfa hjálp þá hjálpa ég punktur.
Ég las frétt áðan um það að umdeilt vopnasölufyrirtæki eitt frá Bretlandi hefði haldið fund á hótel Nordica. Þetta sýnir hvað þessi þjóð er skrýtin. Þegar félag klámmyndaframleiðenda ætlar að halda ráðstefnu á hótel Sögu og þá verður allt vitlaust. Fjallað er um málið dag eftir dag, og femínistar þessa lands, þingmenn, borgarstjóri og aðrir rísa upp á afturlappirnar og lýsa yfir hneykslan sinni á þessum verknaði. En þegar fyrirtæki sem hefur það meðal annars á afrekaskránni að selja einræðisherra Chile Augusto Pinochet vopn og meira að segja múta honum til þess að fá að selja Chile vopn þá ferð það hljótt. Engir ráðherrar, engir þingmenn og enginn borgarstjóri segja neitt. Málið var ekki aðalfréttin á stöð 2 eða RÚV. Einhvern vegin grunar mig að þegar að femínistum er misboðið, þá fái málið meiri umfjöllun og sterkari viðbrögð en þegar öðrum er misboðið. Og kannski meiri umfjöllun og sterkari viðbrögð en efni eru til. Hvað varðar þessa tvo fundi þá er það mín skoðun á þeir áttu nú bara hvorugur heima hér á Íslandi. Hins vegar hafa hvorki þingmenn, ráðherrar eða femínistar nokkuð um það að segja hverjir halda fundi eða ráðstefnur hér á landi. Um fundi og félög fjallar félagafrelsi sem segir að það er heimild að stofna félög og halda fundi um allt milli himins og jarðar í löglegum tilgangi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2007 | 21:39
Verður þá ekki bara brú yfir Elliðaárvog?
Fólk má ekki gleyma því að jarðgangaleiðin var bara ein hugmynd af mörgum. Nú þegar að sú leið virðist vera mun dýrari en áður var talið og miklu dýrari en aðrar leiðir, þá er lítið annað að gera en að ýta þessari hugmynd út af borðinu og einblína á aðrar leiðir. Sundabraut má ekki setja í voða vegna þess að gangnahugmyndin gengur ekki upp.
Þessi hugmynd um Sundarbrautargöng er til komin vegna skipulagsvanda Reykvíkinga. Hún er til komin vegna þess að íbúar í Grafarvogi sætta sig ekki við að vegurinn nálægt byggð í Grafarvogi. Mín skoðun er að umferðarbætur að þessari stærðargráðu, alveg eins og mislæg gatnamót er mikilvægara en skipulagsvandi Reykvíkiga. Það verður einfaldlega að finna leið til þess að þetta passi saman. Ef það þarf að flytja til byggð eða kaupa upp hús, þá verður einfaldlega svo að vera. Við getum ekki látið umferðaröryggi þeirra þúsunda vegfarenda sem fara um Vesturlandsveg í hverjum mánuði líða fyrir óánægju íbúa í Grafarvogi. Það er einfaldlega vandi Reykvíkinga sem þeir verða að leysa.
Ég hef nákvæmlega sömu afstöðu gagnvart mislægum gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar. Þarna er lítið sem ekkert pláss fyrir mislæg gatnamót og íbúar í nágrenninu eru ekkert allt of hrifnir af mislægum gatnamótum. En af hverju ekki þá að rýma byggð og skapa pláss fyrir mislæg gatnamót? Þetta eru fjölförnustu og hættulegustu gatnamót landsins og fjöldi fólks slasast eða jafnvel lætur lífið á þessum gatnamótum á hverju ári. Ég hugsa að þessi mislægu gatnamót myndu borga sig jafnvel þó að kaupa þyrfti upp hús og rífa, vegna þess að tap samfélagsins af þessum gatnamótum veltur hundruðum miljóna ef ekki einhverra milljarða á ári.
Umferðaröryggi á einfaldlega að setja ofar skipulagsvanda. Ef umferðarmannvirki valda vanda eða óánægju vegna skipulags verður einfaldlega að leysa hann. Skipulagsvandinn á ekki að hafa áhrif á mannvirkin. Auðvitað á að leita leyða til að láta byggð og umferðarmannvirki passa saman en ef það tekst ekki, þá verður að leysa skipulagsvandan.
![]() |
Sundabrautargöng mun dýrari en áður var talið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2007 | 14:31
Aumkunarverður og óheiðarlegur maður Björn Ingi Hrafnsson
Þarna er Björn Ingi Hrafnsson að reyna af veikum mætti að bjarga andlitinu. Þetta er aumkunarverð tilraun aumkunarverðs manns að þvo af sér þann stimpil að hann er í senn slungnasti og um leið óheiðarlegasti pólitíkus landsins.
Það að segja að Sjálfstæðismenn hafi líka verið óheiðarlegir réttlætir ekki hans gjörðir. Hann fór ekki bara á bak við Sjálfstæðismenn heldur einnig á bak við sinn eigin flokksbróður Óskar Bergsson sem hann lét standa eins og fífl með hinum samstarfmönnum sínum á tröppum Höfða.
![]() |
Björn Ingi: Þreifingar fóru fram af hálfu sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2007 | 19:05
Hvert hleypur Björn Ingi Hrafnsson næst?
Gífuryrðii eins og mannleysa, mannrola koma upp í huga mér þegar ég les um gjörðir Björs Inga Hrafnssonar í dag. Ekki nóg með að hann gangi bak orða sinna, innan við sólarhring eftir að hann fullvissaði borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að samstarfið myndi halda áfram, þá var hann ekki einu sinni maður til þess að tilkynna þeim það sjálfur. Ég til að með atburðum síðustu daga hafi Björn Ingi Hrafnsson sýnt hvernig pólitíkus hann er, og hvers félagar hans í meirihluta borgarstjórnar mega vænta af honum. Þeim var kannski alveg sama þótt að hann sviki tæpan helming borgarfulltrúa, þráin að komast í völd er kannski svo sterk að hún skyggir á allt annað. Degi B. Eggertssyni var tíðrætt í gær um skynsemi. Hvaða skynsemi er í því að fara í samstarf með borgarfulltrúa sem ekki er maður til þess að leysa ágreiningsefni, er ekki maður sem stendur við orð sín og er ekki maður til þess að koma heiðarlega fram? Hann var ekki einu sinni maður til þess að hitta borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins og tilkynna þeim samstarfsslitin, þó að þau ættu að heita samstarfsmenn í borgarstjórn. Og ég velti hvert hleypur Björn Ingi Hrafnsson næst?
Við Skagamenn höfum nú fengið að kynnast því hvers má vænta af Birni Inga Hrafnssyni. Þegar upp kom sú staða að HB Grandi flytti sína starfssemi upp á Akranes stóð Björn Ingi í vegi fyrir þeim fyrirætlunum. Það var ekki möguleiki að athuga með samstarf við stærsta útgerðaraðilann á svæði Faxaflóahafna. Nei, hann hafnaði algjörlega flutningnum. Með hvaða hagsmuni í huga? Faxaflóahafna? Nei, Akurnesinga? Nei eingöngu Reykvíkinga.
Ég held að Björn Ingi Hrafnsson sé stjórnmálamaður á mjög lágu plani. Önnur eins mannleysa hefur ekki sést í há herrans tíð í íslenskum stjórnmálum, og hafa þær þó verið margar mannleysurnar sem hafa komið úr Framsóknarflokknum á síðustu árum. Ég legg til að Framsóknarflokkurinn verði hér eftir kallaður mannleysuflokkurinn.
![]() |
Vilhjálmur: Ákvörðun Björns Inga um samstarfsslit fyrirvaralaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar