Stefna?

Jú ætli maður verði ekki að vera sanngjarn og viðurkenna að sú staðreynd að VG er á móti öllu og vill stöðva allt flokkist ekki undir einhvers konar stefnu. Hins vegar verður líka að viðurkennast að allt það sem að VG er á móti sætir mikilli gagnrýni og er orðið samstarfsflokknum í ríkisstjórn frekar óþægilegt. Sigmundur Ernir þingmaður gekk svo langt að gefa ríkisstjórninni 5 vikur. Ef ekki færi að rofa til í atvinnumálum hjá VG þá væri samstarfið úti.

Það eitt að vilja umhverfinu allt og stöðva atvinnuuppbyggingu þess vegna nægir ekki til sanngjarnrar og málefnanlegrar gagnrýni á hendur VG. Það er hins vegar sú staðreynd að þrátt fyrir að vera það stjórnmálaafl sem að stendur atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum þá hefur VG ekki lagt nokkurn skapaðann hlut til atvinnumála. VG getur aðeins sagt hvað flokkurinn og hans flokksmenn eru á móti en þeir geta hins vegar ekki sagt okkur hverju þeir eru fylgjandi? Hvernig getum við byggt upp landið, hvernig getum við skapað störf þannig að það sé VG þóknanlegt? Það er sorglegt að segja frá því en það er helsti vandi íslenskra stjórnmála í dag. VG hefur nefnilega komið fram eins og lítill óþægur krakki, vanþroskað stjórnmálaafl sem að veit aðeins hvað það vill ekki en hefur ekki hugmynd um hvað það vill. Ef að VG getur ekki sagt okkur hvað það hefur til málanna að leggja í atvinnumálum þjóðarinnar þá verður það sem stjórnmálaafl einfaldlega að víkja úr ríkisstjórn. Við þennan málflutning ef málfluting skyldi kalla verður ekki unað mikið lengur. Fólkið þarf störf og hið opinbera þarf tekjur. Það að fólkið fái vinnu er nefnilega ekki aðeins stærsta velferðarmálið heldur einnig besti sparnaður í ríkisfjármálum. Fólk með atvinnu leggur til samfélagsins en þiggur ekki bætur frá því.


mbl.is Málþing VG um umhverfismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það eina sem þeir leggja til málanna varðandi Suðurnesin er að byggja risastórt ilver í staðinn fyrir álver í Helguvík, allir eiga að kaupa sér trillu og reka eigi bæjarstjórann. Hvernig þetta eigi að leysa vandann er vandséð. Líklega á ilverið að vera rekið með sólarrafhlöðum því þeir VG menn standa allstaðar og tefja raforku, virkjanir og línulagnir til Helguvíkur.En við á Suðurnesjum ættum kannski að geta iljað okkur á engu í anda VG.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 9.10.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hefurðu nokkuð heyrt um eða kynnt þér umhverfisslysið í báxítvinnslunni þarna í Ungverjalandi? Kannski hefurðu kynnt þér það og finnst það smámunir.

Árið 1975 stóð til að setja svona vinnslu upp í Straumsvík og svo átti bara að urða úrganginn si sona í einhverjum Hrossadal á Reykjanesinu!

Þetta var stöðvað að tilhlutan Hjörleifs Guttormssonar og annara "svonefndra umhvefissinna" að því mig minnir. Hann er auðvitað afturhaldskommatittur og skilur ekki að við þurfum að horfa djarft til framtíðarinnar sko!

Enga helv. viðkvæmni. Hvað eru nokkur mannslíf þegar við erum að byggja okkur upp til FRAMTÍÐAR?

Árni Gunnarsson, 9.10.2010 kl. 21:26

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta var Viðræðunefnd um orkufrekan iðnað sem sendi þetta erindi til Náttúruverndarráðs samkvæmt tilmælum frá Alusvisse.

Dalurinn mun heita Merardalur.

En svona eru þessir "svokölluðu náttúruverndarsinnar" alltaf til óþurftar.

En vel að merkja! Hafið þið þessir stórhuga framtíðarsinnar nokkrar aðrar hugmyndir viðrað í 40 eða 50 ár en stóriðju til atvinnuuppbyggingar?

Ekki eruð þið svo allslausir að ykkur komi ekkert annað í hug- eða hvað?

Árni Gunnarsson, 9.10.2010 kl. 21:38

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Árni það er enginn að tala um að gefa afslátt af umhverfisvernd og vernd á fólki. Við erum að setja út á að Ráðherra sem er í Ríkisstjórn sem hefur í sáttmála sínum að auðvelda álverið skuli nota umhverfisvernd sem skálkaskjól tl að seinka og hindra. Það er alveg hægt að vinna saman að náttúruvernd og nýtingu auðlinda. Það er t.d. hægt að nota útblástur CO2 álvera til þess að búa til lífeldsneyti á bíla og báta. Það er enginn að biðja um álver í hvern fjörð en við þurfum þetta álver og jafnvel á Bakka.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.10.2010 kl. 06:51

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Árni þú ættir að lesa greinina mína betur. Ég er ekki beint að gagnrýna það að vernda umhverfið. Ég er að gagnrýna það harkalega að ekki ein einasta hugmynd skuli koma í staðinn fyrir það að vera á móti iðnaði og þeirri mengun og áhættu sem að henni fylgir. Lestu greinina mína, áður en þú ferð að þenja þig og reyna að koma með röksemdir. Það að taka stöðu með náttúrunni er eitt og sér ekki gegnrýnivert, en sú staðreynd að VG hefur ekkert að leggja til atvinnumála er ég hins vegar að gagnrýna harkalega.

Jóhann Pétur Pétursson, 10.10.2010 kl. 16:39

6 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Mér finnst það lágmarkskrafa þegar fólk er að gagnrýna rök annarra í rökræðu að viðkomandi leggi það á sig að lesa rök viðkomandi. Mér finnst það eitt að vilja vernda umhverfið ekki vera næg ástæða til þess að gagnrýna VG harkalega. En sú staðreynd að flokkurinn leggur ekkert til í atvinnumálum samhliða því að standa atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum er gagnrýnivert. Það er ekki umhverfisstefnan sem slík sem ég er að gagnrýna heldur það að atvinnustefnan er algjörlega látin víkja fyrir umhverfisstefnunni hjá flokknum.

Jóhann Pétur Pétursson, 10.10.2010 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband