3.6.2008 | 18:50
Ísbjörn sem gæludýr?
Hún hefur þá kannski viljað hafa ísbjörninn sem gæludýr. Nei án gríns, þá getur enginn tekið þessa ákvörðun heldur en þeir sem að voru á staðnum. Segjum sem svo að dýrið sem að stefndi í átt til byggða hefði komist þangað. Hversu langt átti lögreglan að hleypa dýrinu, bara til þess að þurfa ekki að skjóta það? Lögreglan hefur fyrst og fremst skyldum að gegna gagnvart öryggi fólksins í landinu. Vissulega hefði verið gaman að halda dýrinu lifandi en fólkið verður að ganga fyrir. Ísbjörn er líka frekar víðsjárvert gæludýr og varla hægt að ætlast til þess af lögreglu að hún hefði leyft því að ganga um lausu í marga daga bara til þess að geta svæft dýrið til þess að ég veit ekki hvað...flytja það heim til sín.
Og hver þykist þessi blessaða kona að vita betur og geta tekið meðvitaðri ákvarðanir heldur en lögreglan á staðnum. Kannski má deila um hvort ákvörðunin sé rétt en ákvörðunina varð að taka á staðnum við þær aðstæður sem þar voru. Mér finnst þessi kona taka stórt upp í síg ef hún þykist vita betur heldur en þeir sem að voru á staðnum.
Þó svo að við Íslendingar höfum skotið eitt dýr, þá eru nú fleiri þjóðir sem að drepa ísbirni. Mér skilst að í Kanada séu þeir veiddir og eflaust víðar. Ég leyfi mér að draga það stórlega í efa að það að fella eitt dýr skaði ímynd okkar mikið. Hins vegar mætti alveg spyrja sig hvers vegna var ekki til svefnlyf sem að hægt væri að skjóta í dýrið.
Skaðar alþjóðlega ímynd landsins" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Athugasemdir
Ég meina þjóðverjar gerðu það sama um árið þegar skógarbjörn herjaði á sveitir landsins! Úr því að það voru ekki til svefnlyf þá held ég að þetta hafi verið eina leiðin. Ég hélt að hvalveiðar og það að selja japönum hvalkjöt væri verra fyrir ímynd landsins en eitt svona atvik?
Vera Knútsdóttir, 3.6.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.