Nú er bara veislan búin.

Einhvern tíma hafði Steingrímur Sigfússon á orði að ríkisstjórnin, bankarnir og fyrirtækin í landinu hefðu blásið til stóriðjuveislu sem að nú væri lokið og að nú tækju afleiðingarnar við. Það gerist ekki oft að Sjálfstæðismaðurinn ég sé sammála formanni Vinstri Grænna en aðeins að hluta til. Í þessari veislu var einn þáttakandi í viðbót sem að ekki var nefndur. Það er nefnilega þjóðin sjálf. Á sama tíma og Kárahnjúkaverkefnið stóð yfir þar sem að var fjárfest fyrir 200 milljarða var dælt inn í hagkerfið 250 milljörðum með útgáfu skuldabréfa hjá bönkunum. Peningana notuðu bankarnir til þess að lána fólkinu í landinu fyrir stóru nýju húsunum sínum, nýju jeppunum sínum og þar fram eftir götunum. Við Íslendingar tókum að láni sem svarar meira en Kárahnjúkavirkjun og álverinu á Reyðarfirði.

Og nú er komið að því að borga og þó svo að skuldir heimilanna væru meiri heldur en eignir fyrir góðærið þá kom það ekki í veg fyrir að fólk fjárfesti í húsum langt um fram greiðslugetu. Þannig rauk húsnæðisverð upp úr öllu valdi. Og þegar að öllum góðum veislum lýkur þá kemur að því að borga reikninginn. Og ansi er ég hræddur um að margir hafi offjárfest í húsum, bílum og alls konar varningi og eigi hreinlega ekki fyrir reikningnum.


mbl.is Heildarskuldir heimilanna 963 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 701

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband