Færsluflokkur: Bloggar

Í dag(í merkingunni í gær þar sem að það er komið miðnætti) hef ég....

...kúkað upp á bak á allan mögulegan hátt. Allt sem að ég hef sagt hefur verið tóm þvæla og ég er orðinn sannkallaður snillingur í því að hafa rangt fyrir mér. Ef ég fengi krónu fyrir öll þau skipti sem að ég hef haft rangt fyrir mér í dag, þá þyrfti ég örugglega ekkert að vinna um páskana. (Elín og Kata! Ekki segja væli væli væl) Þannig að ef að ég segi að það sé nótt, þá er kominn dagur.

....keyrt frá Akureyri til Sauðárkróks, frá Sauðárkrók til Akureyrar og svo frá Akureyri til Akraness samtals u.þ.b. 580 km, nema að það sé eitt af því örfáa sem að ég hef haft rangt fyrir mér um í dag.

....hitt algjöran snilling sem að heitir Egill og vinnur í sjoppunni á Blönduósi. Mæli hiklaust með að fólk staldri við og heilsi upp á hann.

....komist af því að krúttgengið er orðið HELSJÚKT. Þegar núverandi meðlimir krúttgengisins hittast fljúga tvíræðar setningar og neðan beltis brandarar út um allt. Skrítið, sá sjúkasti af okkur öllum hætti að vera með í krúttgenginu og krúttgengið verður ennþá sjúkara fyrir vikið. Nú er það orðið svo sjúkt að það myndi særa blygðunarkennd hörðustu sjóara að heyra í okkur. Það vantar Kötu, hún myndi annað hvort siða okkur til, eða hverfa í sína eigin veröld þegar hún heyrði í okkur.

....komist að því að ég hef orðið fyrir mjög djúpum áhrifum frá Elínu. Ég er farinn að tala eins og hún. T.d. er ég farinn að nota frasann klárlega og einhverja fleiri sem að ég man ekki í augnablikinu. Jú, það kemur orðið fyrir að ég leiðrétti mig og segi pylsa í staðinn fyrir pulsa. HEILAGASTA HELVÍTI. Jú þarna kom enn einn frasinn.

....skoðað hvar lömbin þagna. Og hvernig þau verða að ekki svo rosalega girnilegum mat handa okkur. Tengdafólk... það eina sem er verra en lambakjöt er kjúklingur. Allt annað er betra. Nautakjöt, svínakjöt, folaldakjöt og góður fiskur er allt miklu betra en sina, fitu, tægju ruslið sem að lambakjöt er.

Og núna ætla ég að fara að sofa og vona að svona dagur komi aldrei aftur. Og þetta púkaforrit er eitthvað samkynhneigt. Það sagð að það væri eitthvað rangt við orðið Kötu. Hér er Kata, um Kötu, frá Kötu til Kötu??? er þetta ekki rétt hjá mér? Elín, leiðréttu mig ef að ég fer enn einu sinni með rangt mál.


Hver vill hunda eða ketti þegar maður getur fengið sér hamstur.

Þetta er stök snilld http://www.youtube.com/watch?v=3VNMaP9i82w hamstur vs. hurð. Þetta er ennþá betra hamstur að borða popp http://www.youtube.com/watch?v=rfqNXADl3kU&feature=related og ekki sénst að trufla hann. Minnir mig á hundinn minn. Og þetta er svo toppurinn crazy hamster dance http://www.youtube.com/watch?v=1gI1pGktddw&feature=related. Hver vill önnur gæludýr þegar maður getur fengið sér þegar maður getur fengið sér hamstur.


Aðeins lengur.

Vaknaði klukkan 5 í morgun. Leit á klukkuna, jess, ég fæ að sofa lengur. Svo vaknaði ég aftur og leit á klukkuna, hún var 8. Cool ég fæ að liggja í 1 klukkustund og 25 mínútur í nýja, stóra ameríska rúminu mínu. Þegar klukkan hringdi svo loksins þá ætlaði ég ekki að tíma að fara á fætur. Allt í lagi með það að vakna en ég vildi geta legið í nýja rúminu mínu þar sem eftir væri dagsins. En þar sem að ég sá ekki fram á að neinn myndi nenna að drösla rúminu mínu með mér innanborðs í skólann, bæði í vélfræði og efnafræði þá fór ég á fætur. Þúsund þakkir mamma og pabbi.

Sitt lítið af hvoru.

Það er hreinlega ekki einleikið hvað ég er léleg fyllibytta. Ég fór að drekka með vini mínum honum Sibba um síðustu helgi. Við vorum aðallega í bjór en Sibbi bauð mér eitt Jagermeister skot í svona spes Jagermeister staup. Þetta var einfaldur Jagermeister og í tveimur sopum tókst mér að koma svona u.þ.b. helmingi innihaldsins ofan í maga. Sibbi fékk rest. Núna er ég með hálsbólgu og það er þekkt læknisrað að hita koníak, sturta því ofan í sig og áfengið drepur meirihlutann af bakteríunum. Ég ákvað að prufa þetta með Stroh 60. Helli í staup og hita það í örbylgjunni. Ætla að sturta því ofan í mig. Tekst að klára 1/3 af innihaldinu og helli restinni í vaskinn. Ég er svo léleg fyllibytta. BlushÉg bara kann ekki að drekka. Þetta vantar bara algjörlega inn í heilann á mér hvernig á að koma niður sterku áfengi.

Fór suður um síðustu helgi. Á leiðinni heim lenti það á elskulegu konunni minn að keyra hálfa leiðina, í rigningu, þoku og miklu roki. Þar að auki er vegirnir í Borgarfirðinum ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Ástæðan.... Jóhann var oggupínulítið þunnur. En aftur að vegunum í Borgarfyrði. Ég veit að það er ekki hægt að stunda miklar vegavinnu um hávetur en mætti ekki setja smá möl í dýpstu holurnar?(aldrei láta Borgnesinga sjá um eitthvað sema að á að vera í lagi) Þar að auki var konan mín mjög dugleg við að finna þær, þannig að ég sárvorkenndi bílnum mínum. Nema náttúrulega hjá Hreðavatnsskála. Þar fór hún á öfugan vegarhelming til þess að losna við holurnar en þá kom... bíll. Hvern andskotann var hann að vilja upp á dekk þarna. Af hverju gátum við ekki mætt honum einhver staðar annars staðar? En Ingibjörg reddaði þessu. Á Brú í Hrútafyrði var ákveðið að "fyllibyttan" væri orðin ökuhæfur. Það sem að eftir var af leiðinni var bjart, gott skyggni og úrkomulaust.

Ég er búinn að vera alveg gríðarlega skotglaður þessa vikuna. Það er einhvern vegin eins og ég ætli aldrei að læra að ef maður er að skjóta á fólk í allar áttir þá fær maður skot til baka. Greyið Elín vinkona mín hefur orðið fyrir flestum ef ekki öllum skotunum mínum. (fyrirgeeeeeeefðu)En hver ætti það svo sem vera annar því að Kata er í Austurríki og þó ég skjóti fast þá drífa þau ekki þangað og Palli er bara horfinn af yfirborði jarðar. (hættur í skólanum)


Smá hugleiðingar.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson fóru samann í þann leiðangur að sameina REI og GGE án þess að ráðfæra sig við borgarstjórn, aðra í stjórn Orkuveitunnar eða í Vilhjálmstilfelli félaga sína í borgarstjórnarflokknum. Þeir stóðu saman að því að boða til fundar þar sem að fundarmenn fengu ekki að kynna sér gögn fyrirfram og fyrirvarinn var einn dagur. Ég vona að ég fari rétt með atburðarrásina en meginatriðið er þetta þeir stóðu í þessu saman.

Það tók Dag B. Eggertsson u.þ.b. viku að fyrirgefa Birni Inga Hrafnsyni. Vilhjálmi hefur ekki verið fyrirgefið enn. Björn Ingi Hrafnsson væri enn borgarfulltrúi en fyrrverandi þingmaður Framsóknar gerði okkur þann greiða að losa okkur við hann.

Mín spurning er sú, hver er mismunurinn á stöðu Vilhjálms og Björns Inga. Mér sýnist gjörðirnar vera þær sömu, báðir skitu upp á bak, langt upp fyrir haus, en mér finnst örlögin vera gerólík.

Mín kenning er sú að það hefur aldrei hentað Degi B. Eggertssyni eða Svandísi Svafarsdóttur að ráðast á Björn Inga. Hins vegar hentar það ágætlega núna sérstaklega eftir að þau lentu í minnihluta að ráðast nú á Vilhjálm. Þannig eygi þau von, von um að ef Vilhjálmur hrökklist í burtu þá treysti Ólafur ekki Sjálfstæðismönnum lengur og þannig fái þau að ráða í sandkassanum. Þetta er nefnilega ekkert annað en stór sandkassi og þarna eru 15 borgafulltrúar sem að eru að rótast í drullunni, drullugir upp fyrir haus.

P.s. það má bæta við að ef ég væri borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, þá gæfi ég Vilhjálmi tvo kosti, segja af sér eða þá að ég segði af mér. Það er ekki hægt að vinna með manni sem að kúkar svona í buxurnar, allt í lagi ef hann er í öðrum flokkum en ekki manns eigin.


mbl.is Vilhjálmur: Hamrað á því sem mér kemur verst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það gerst sem að ég hef lengi óttast.

Á vísi.is má hér http://visir.is/article/20080210/FRETTIR01/80210056 lesa frétt um að það sé komið félag gegn Pólverjum á Íslandi. Að vísu finnst mér fréttamaður taka full djúpt í árina þegar hann talar um félag því að þetta er víst bara eitthvað fólk sem að hefur skráð sig á Myspace síðu. En samt, rasismi lifir hér á Íslandi og lifir eftir því sem að ég kemst næst mjög góðu lífi. Það er stutt þangað til að við förum að sjá ofbeldi tengt uppruna og þá er fyrst búið að kveika í púðurtunnunni.

Ég er persónulega á móti umræðu sem að snýst um það að vera með eða móti því að tiltekinn hópur fólks setjist hér að. Ég er mikill alþjóðasinni og vill að hér á Íslandi byggist upp alþjóðlegt samfélag þar sem að útlit, kynferði, uppruni, kynþáttur skiptir nákvæmlega engu máli. Ef að þessu fólki fylgja einhver vandamál eins og tungumálaerfiðleikar, atvinnuleysi eða menntunarleysi þá er það stjórnvalda að leysa þau.

Íslendingar mega fara hvert sem er í Evrópu, setjast þar að, fá sér vinnu og festa þar rætur. Hver erum við sem að þykjumst ætla að meina örðu fólki að setjast hér að? Hver þykjumst við vera að vera á mót því að einhver hópur eða hópar séu hér í vinnu, gangi í skóla og eigi hér líf þegar við megum fara hvert sem við viljum. Mér persónulega hefur oft blöskrað umræðan sem að farið hefur fram um útlendinga, umræða sem að ég hef persónulega hef orðið vitni að. Umræða sem að hefur gengið út á það að Íslendingar(og væntanlega þeir sem að taka þátt í umræðunni) séu virkilega miklu betri en Pólverjar. Með sömu rökum og að vera á móti Pólverjum hér á Íslandi má segja að Vestamannaeyingar eigi ekki að fá að koma upp á meginlandið. Ef við förum að skipa fólki í hópa eftir uppruna þá getum við eins skipað í hópana eftir því hvar á landinu við erum fædd eða á hvaða vikudegi. Mér hefur einmitt alltaf þótt fólk fætt á miðvikudögum vera bæði húðlatt og leiðinlegt.


Eldamennska.

Ég trúi því ekki að ég sé að segja þetta. Ég, Jóhann Pétur Pétursson eldaði góðan mat. Og það var ekki hamborgari, pulsur eða eitthvað þannig. Og nei það var ekki hringt og pöntuð pizza. Nei, ég tók kartöflur, skrældi þær og flysjaði og steikti þær í nýja grillinu okkar. Snitselið var líka kryddað og fór sömu leið, steikt í grillinu. Að lokum eldaði ég sósu upp kjötkrafti og paprikuosti sem að ég átti í ísskápnum. (og ég átti hugmyndina alveg sjálfur) Og þvílík snilld.

Ég er alveg að fíla þetta eldunarthingy. (ekki segja samt Ingibjörgu frá því) Ég varð meira að segja svo glaður yfir hve vel tókst til, að ég bauðst til þess að baka pizzu annað kvöld.

P.s. hér http://dv.is/frettir/lesa/4895 má lesa hræðilega frétt um hund sem að fannst skorinn á háls og höfuðkúpubrotinn. (nei þetta er ekki nýtt Lucasarmál því að hræið er fundið og honum var misþyrmt) Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvaða illa truflaði einstaklingur eða einstaklingar hafa verið þarna á ferðinni. Fólk sem að hefur það í sér að misþyrma dýrum sem að geta ekkert gert til þess að verja sig er virkilega andlega skaddað. Svoleiðis fólk á bara heima á stofnun. Ég get mér þess til að þetta hafi verið manneskja sem hundurinn hefur treyst því úr því að hann hafi komist það nálægt honum að viðkomandi geti skorið hundinn á háls. Tökum hundinn minn sem dæmi, mér væri í lófa lagi að skera minn hund á háls(ógeðfeld tilhugsun) en ef að ókunnugur færi að honum, tala nú ekki um með hníf... þá kæmist hann aldrei nálægt hundinum. (þið skiljið)  Hundar treysta ekki ókunnugum svo auðveldlega. Þú verður alltaf að vinna þér inn traust hundsins þegar þú reynir að nálgast hann. Þú verður að sýna að þú sért traustsins verður. Mín getgáta er sú að þetta hefur verið einhver sem að á hundinn, eða þá að hundurinn hefur þekkt mjög vel. Einhver sem að hundurinn hefur verið vanur að umgangast. Sjúka, geðveika fólk.


Aðeins of þungur...

Finnst vera kominn tími til þess að blogga eitthvað um mig sjálfan en ekki um eitthvað annað bull.

Foreldrar mínir plötuðu mig í það að fara að stunda ræktina núna eftir áramótin. Ég er feginn. Fannst að ég mætti kannski aðeins bæta formið og missa svolítið af bumbunni. Galvaskur steig ég á vigtina. Ég fékk nett áfall. Það munar ekki nema svona eins og einum poka af sykri að ég sé kominn í þriggja stafa tölu. Takk fyrir Jóhann er að verða hundrað kíló, sem sagt allt of feitur. (nú á mágkona mín eftir að lemja mig) En nú ætla ég mér að taka vömbina föstum tökum og nú er sko farið í ræktina 3 svar í viku.

Ég held að önnin núna fari langt með að verða einhver sú leiðinlegasta önn sem að ég hef upplifað í skóla. Alveg síðan að ég var í bókfærslu, stærðfræði, þýsku, verslunarrétti, þjóðarhagfræði, viðskiptahagfræði og öðru eins ógeði. Að vísu er ég ennþá duglegur að læra heima (en því var ekki að heilsa í áðurnefndum áföngum) en ég þarf orðið að beita mig hörðu til þess að mæta í tíma. Vikan snýst um það orðið að bíða þangað til að það kemur föstudagur.

Svo eru það vinnubækur. Orðið vinnubók þýðir í vélstjórn VMA að kennarinn annað hvort kunni ekki efnið, eða þá að hann hafi engan tíma til þess að fara í það í tímum, þannig að efninu er skellt í eitthvað ljósrit(yfirleitt á erlendu máli til þess að auðvelda okkur verkið) og nemendum sagt að gera upp úr þessu vinnubók. Og magn námsefnisins og þykkt vinnubókar er í engu samræmi við það efni sem að farið er yfir. Þessa önnina þarf ég að gera 2 vinnubækur. Ég ákvað því að byrja strax. Nú þegar eyði ég u.þ.b. 2 tímum á dag í vinnubækurnar, alla daga vikunnar. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu miklum tíma ég hef eytt í þetta í lok annarinnar.


Bobby Fischer...

Það mætti halda af fjölmiðlaumfjölluninni að dæma að forsetinn hefði dáið. Þetta var bara maður... ekkert annað. Jú frækinn íþróttamaður, maður sem að náði mjög langt í sinni íþróttagrein.... skák(ég trúi varla að ég sé að segja þetta) en við höfum átt marga frækna íþróttamenn sem að voru meira að segja fæddir íslendingar og ættu þá ekki minni rétt til þess að vera grafnir í þjóðargrafreitnum.

Hvað ef Ísland ynni nú EM í Noregi... fær þá Alferð og kannski restin af landsliðinu að liggja þar eftir að þeir deyja???? Allt mjög fræknir íþróttamenn sem að hefðu þá náð mjög langt í sinni íþróttagrein.

 Af hverju höfum við þjóðargrafreit.... Í mínum huga er það vegna þess sem að þessir menn gerðu fyrir Íslenska þjóð. Fyrir utan það að vera skáld þá börðust þeir fyrir þjóðina á tímum kúgunar og einokunar. Sama gerði Jón Sigurðsson enda var reistur honum minnisvarði í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Hvað gerði Bobby Fischer fyrir Ísland annað en það að hann kom og tefldi hérna nokkra daga. Nákvæmlega ekki neitt. Það eru engin merki eða vísbendingar um það að hann hafi látið sig Ísland nokkru varða eftir að hann fór héðan. Hann hélt merki Íslands ekki á lofti eftir að hann fór héðan.

Því segi ég nei, nei, nei og aftur nei. Bobby Fischer er alls ekki þess verðugur að liggja við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benidiktssonar. Hann á eflaust skilið að fá að hvíla á einhverjum friðsælum stað einhvers staðar í veröldinni og já það mætti reisa honum minnisvarða, eða öllu heldur minnisvarða um þennan atburð sem einvígið er... en hann á ekki skilið stað á Þingvöllum.


mbl.is Ekki rætt um að fleiri verði jarðsettir á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oooooo....

Ég veit ekki hvort ég hefði frekar viljað sjá, þetta eða bara rassaskoruna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband