Færsluflokkur: Bloggar

Málflutningur mótmælenda bíður skipbrot?

Kannski er það bara ég en mér finnst einhvern vegin varla standa steinn yfir steini í málflutningi mótmælenda undan farnar vikur. Hvar eru milljarðarnir óteljandi sem að bankarnir og ráðamenn þjóðarinnar ætluðu að láta þjóðina borga? Það leið varla 1 sólarhringur frá því að ung stúlka hálfberaði sig fyrir framan stjórnarráðið og lét híða sig... var sem sagt að leika skuldaþræl, þangað til að það fréttist að heildar skuldir ríkisins væru 465 milljarðar króna. Fjárlög eins árs. Í sömu viku fréttist að líklega, þó ekki öruggt, en líklega yrði hlutur ríkisins í falli Landsbankans 72 milljarðar króna.

Að sjálfsögðu eru þetta stórar fjárhæðir en samt sem áður smámunir miðað við þær fjárhæðir sem að var búið að nefna.

Ég las skýrslu tveggja hagfræðinga um daginn þar sem að þeir voru að fjalla um bankahrunið. Vissulega fá fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og ríkisstjórnin stærstu skellina en þar kom einnig fram að á góðæristímanum hefðu skuldir heimilanna aukist um liðlega 150%. Ég sakna þess að mótmælendur hafa ekki enn séð ástæðu til þess að mótmæla þessari gríðarlegu skuldasöfnun heimilanna. Já nei það er ekki hægt, þá væru þau að mótmæla sjálfum sér.


mbl.is 20. útifundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já er Valintínusardagurinn í dag?

Blóm

Hægra megin eru blómin sem að ég fékk og vinstra megin eru blómin sem að Ingibjörg fékk. Það er eins gott að við erum bara tvö í sambandinu því að við eigum ekki fleiri vasa undir blóm.


Manchester aftur á toppinn.

Ég segi það enn og aftur, þegar kemur að titilbaráttu þá stendur Manchester United miklu betur að vígi heldur en Liverpool.

Þetta var mjög góður sigur, ekki stór, en góður sigur. Meira var bara ekki í boði í dag. West Ham menn komu gríðalega vel stemdir og sýndu það að þeir eiga vel heima með þeim bestu. Þessi leikur í dag, minnti á leik tveggja stórliða. Mikill hraði, flott spil, góð færi hjá báðum liðum og bæði liðin líkleg til þess að skora eiginlega allann leikinn. Framherjinn hjá West Ham, Charlton Cole, gerði sér lítið fyrir og lét 2 af bestu miðvörðum í ensku deildinni hafa nóg að gera.


mbl.is Man. Utd aftur á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það bara ég...

... eða er bloggmenningin að deyja þökk sé facebook?

Jæja þá.

Til ykkar ópólitískubloggara...

...vonandi getið þið skoðað þetta án þess að líða illa. Segið svo að ég geri aldrei neitt fyrir ykkur Smile


Ég er á móti stjórnlagaþingi...

...enda er hvorki hefð fyrir því, né á stjórnlagaþing einhverja stoð í nokkrum lögum hér á landi. (endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál)

Ég skil heldur ekki hvers vegna er ekki hægt að nota þá leið sem að gamla stjórnarskráin býður upp á. Alþingi samþykkir breytingar, svo er kostið til Alþingis og nýkosið Alþingi staðfestir svo breytingarnar. Ég veit ekki betur en að með þessari leið sé hægt að breyta hverju einasta orði sem að stendur í stjórnarskránni. Reyndar þykist ég viss um að til þess að ný stjórnarskrá frá stjórnlagaþingi öðlist gildi, þá þurfi stjórnarskrárbreytingu til. Við erum farin að breyta stjórnarskránni til þess að geta skipað þig til þess að breyta stjórnarskránni. Sér í alvörunni enginn vitleysuna í þessu öllu saman?


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk minnihlutastjórn.

Rosalega er þetta sterk ríkisstjórn ef að ekki stærra mál heldur en hvalveiðar setja strik í reikninginn. Ekki það að hvalveiðar séu ekki stórt hagsmunamál enda frá mínum bæjardyrum séð, er annað hvort að hætta veiðum hér við land eða að nýta alla stofna sem að lifa hér við land. En ég er svo sem ekki líffræðingur þannig að hvað veit ég.

En hvalveiðar eru langt frá því stærsta hagsmunamálið núna þannig að ef að þetta mál veltir komandi ríkisstjórn undir uggum, þá finnst mér alveg eins gott að hætta þessu strax. Við þurfum sterka ríkisstjórn sem að gerir það sem að þarf að gera, hvort sem það heitir niðurskurður, samningar við IMF eða eitthvað annað. Nú þarf að skera niður á öllum sviðum ríkisrekstrarins, hallinn er 165 milljarðar, verðbólgan enn hátt í 10% og stýrivextir Seðlabanka eru 18%. Það er alveg deginum ljósara að undir þessum kringumstæðum vinnum við ekki okkur út úr kreppunni. Og ríkisstjórn sem að ræður ekki við hvalveiðar.... það er best fyrir hana að koma sér í burtu sem fyrst.


mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú kemur í ljós...

... hvort Steingrímur J. Sigfússon skyldmenni mitt kann einungis að rífa kjaft eða hvort að hann sé hæfur til þess að stjórna einhverju.  Það er ágætishefð hjá honum að sitja í minnihlutastjórn því að hann kann hvort eð er ekkert annað. Síðasta ríkistjórn sem að hann sat í, ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sat í 3 ár og aldrei með meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Þessi ætlar að sitja með minnihluta þingmanna á bak við sig en með hlutleysi Framsóknarflokks. Verði ykkur þjóðinni að góðu. Tveir flokkar, óhæfir til þess að taka óvinsælar og erfiðar ákvarðanir, hentistefnuflokkar sem að taka einungis ákvarðanir sem að koma vel út í skoðanakönnunum eiga nú að leiða þjóðina út úr einum erfiðustu efnahagsþrengingum sem að hafa komið yfir þjóðina fyrr og síðar og menn þurfa að fara ein 100 ár aftur í tímann til þess að finna samsvarandi ástand í heiminum.

Þið afsakið þó ég sé efist um árangurinn. Og tvær fyrstu tillögunar eru kostulegar. Að auðmenn sem að áttu í bönkunum borgi til baka í sérstakan bjargráðasjóð og að eignir þessara sömu auðmanna verði frystar. Sem sagt fyrst á að gera allt upptækt og svo á að frysta allt sem að eftir verður sem að verður þá ekki neitt. Svo liggur mér forvitni á að vita, í allri þessari upptöku og frystingu, hvar ætla menn að finna lagastoð fyrir þessu öllu saman. Og ef að lagastoðin verður búin til, hvernig á hún að samrýmast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, eða á að endursemja hana líka. T.d. svona...

"Eignir má ekki gera upptækar nema almannahagsmunir liggi við og að sanngjarnt verð komir fyrir, nema að þú sért auðmaður sem að ert grunaður um að hafa spilað með fjármálakerfið sem að varð til þess að bankakerfið hrundi... þá má ríkið gera hvað sem er við eignir þínar eins og því sýnis." (fyrrihlutinn er nokkurn vegin orðrétt upp úr stjórnarskránni)

Þessar tillögur eru flottar á blaði, flottar í fyrirsögnum í dagblöðunum og eru nákvæmlega það sem að þjóðin vill heyra.... en ég er ansi hræddur um að þær séu andvana fæddar. Og ef að fólkið veit að þær eru óframkvæmanlegar, en setur þær samt fram vegna þess að fólkið vill heyra þær...þá er það lýðsskrum af verstu sort.


mbl.is Húsfyllir hjá Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað svo?

Segjum sem svo að þessum uppreisnarseggjum takist ætlunarverk sitt, knýja fram kosningar, hrekja lýðræðislega kjörna fulltrúa kosna af okkur til þess að væntanlega taki við fólk þeim þóknanlegt.

Hvað svo?

Mun allt ofbeldið, lögbrotin svo að ég tali nú ekki um stjórnarskrárbrotin draga einhvern dilk á eftir sér? Er virðingarleysið gagnvart stjórnvöldum í þessu landi ekki farin að hafa skaðleg áhrif á fólkið í landinu?

Vitið þið að á eftir þessari ríkisstjórn kemur nefnilega ný ríkisstjórn og þið munuð þurfa að beygja ykkur undir vald þeirrar stjórnar. Sú stjórn mun nefnilega líka hafa lögreglu til þess einmitt að gæta þess að fólk fari eftir lögum.

Eða er þetta framtíðin, hvenær sem að okkur líkar ekki ríkisstjórnin, þá gerumst við lögbrjótar, brjótum allt og brömlum, veitumst af lögreglumönnum sem að eru að sinna vinnunni sinni...

Þess vegna velti ég því fyrir mér, ef að mótmælendum tekst ætlunarverk sitt...hvað svo?

Verður þjóðfélag ofbeldis í pólitískum tilgangi, lögbrota í nafni málstaðar og algers virðingaleysis gagnvart valdhöfum virkilega það þjóðfélag sem að við viljum??? Er skaðinn sem að við völdum með þessum aðgerðum ekki þá orðinn meiri heldur en gróðinn??? Erum við ekki þá búin að fórna öllu því sem að gerir þetta litla sker okkar að siðmenntuðu þjóðfélagi???? (athugið spurningar, ekki fullyrðingar)


mbl.is Jólatréð brennt á bálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvaða braut er ráðherrann?

Hvar er ráðherrann staddur í jafnréttismálum ef að Jafnréttisfélag Íslands mótmælir harðlega hennar túlkun á jafnrétti? Ég tel mig vita svarið en fólki er frjálst að mótmæla mér ef það vill. Hún er komin út á braut kvenrembu en ekki á braut jafnréttis. Það að fullyrða að annað kynið sé hæfara eða betra en hitt er ekki tákn um jafnrétti heldur kven/karlrembu. Þetta er nákvæmlega eins og að segja að konur séu hæfari til þess að halda heimili. Ég mótmæli því, tel mig sjálfan mjög hæfan í heimilisstörfum.

Ég hef oft velt því fyrir mér, þegar verið er að ráða fólk í vinnu, hvers vegna kyn er yfir höfuð gefið upp. Hjá okkur sem að trúum á jafnrétti (sem sagt ekki ráðherrann) trúum því að kynin séu jafnhæf til allra starfa. En hvað kemur það þá málinu við hvaða kyn umsækjandinn er? Aldur einstaklings gefur til kynna þroska hans og lífsreynslu, menntun gefur til kynna þann fróðleik og þá kunnáttu sem að umsækjandinn hefur aflað sér og svo framvegis en hvað felur það yfirleitt í sér hvort að umsækjandinn er kona eða karl?

Það hlýtur að vera augljósasta jafnréttið. Þá fer það eftir menntun og reynslu umsækjenda hvort að fleiri karlar eða konur eru ráðnir í fyrirtæki eða stofnanir en ekki hvort að þeir séu karlar eða konur. Og miðað við fjölda kvenna í t.d. háskólanámi þá ættu konur smán saman að ná yfirhöndinni hvað fjöldann varðar.

En aftur að ráðherranum, sú krafa hlýtur að verða jafnhávær á tímum kreppunnar að ráðherra fjármála og bankamála segi af sér og að ráðherra jafnréttismála sem að ekki skilur jafnrétti segi af sér líka eða hvað? Fela orð ráðherrans ekki það í sér að hann hefur ekki skilning á orðinu jafnrétti, ekkert frekar en að dýralæknirinn skilur ekki fjármál eða heimspekingurinn málefni fjármálafyrirtækja?


mbl.is Segja félagsmálaráðherra ekki skilja hugtakið jafnrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband