Færsluflokkur: Bloggar
6.5.2009 | 22:17
Sorgleg niðurstaða.
Þetta finnst mér afskaplega sorgleg niðurstaða. Ekki vegna þess að ég sé á móti aðild að ESB heldur vegna þess að við þurfum ekkert að sækja um aðild til þess að vita hvað ESB er eða hvað það hefur upp á að bjóða.
Þeir sem að þekkja Evrópusambandið, hvort sem að þeir eru með eða á móti vita það að það er ekkert í aðildarviðræðunum eða samningunum sem að ríkin gera við inngöngu inn í ESB sem að þarf að koma á óvart. Aðildarviðræður eða aðildarsamningar hafa aldrei haft neitt nýtt í för með sér. Samningarnir snúast bara um tímabundnar undanþágur. Í langflestum tilfellum taka sáttmálarnir og reglur ESB gildi án undantekninga. Mín skoðun er sú að hver sá sem að hefur kynnt sér Evrópusambandið getur svarað því strax hvort hann sé með eða á móti. Þess vegna finnst mér þetta sorgleg niðurstaða að því að hún sýnir svo ekki verði um villst, í mínum huga að fólk er að álykta um eitthvað sem að það þekkir ekki. Og að draga ályktun um eitthvað sem að fólk þekkir ekki, það er ekki sérstaklega skynsamlegt eða gáfulegt í mínum huga, þó svo að ég vilji ekki taka svo djúpt í árinni að það sé hreinlega heimskulegt.
En þetta skelfilega mál, aðild að Evrópusambandinu stendur þjóðinni fyrir þrifum. Við okkur blasir gríðarlegt vandamál, hrun heimila og fyrirtækja. Nú þegar eru 18 þúsund manns atvinnulausir og mér telst til að einhver hundruð hafi bæst við síðustu vikuna. En þjóðin og ríkisstjórn getur ekki tekist á við vandann af því að það þarf að leiða eitthvað Evrópumál til lykta fyrst. Væri ekki frekar að koma í veg fyrir alls herjar hrun á Íslandi áður en við förum að spá í eitthvað annað? Væri ekki skynsemi í því?
![]() |
61,2% vilja aðildarviðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2009 | 18:30
Ríkisstjorn á villigötum.
Ég held að það sé mikilvægt að hvaða leið sem að verður farin, hvað sem að verður gert, þá sé það gert í sem mestri sátt við hagsmunasamtök sjómanna, útgerða, smábátasjómanna og þeirra byggða sem að hafa töluverðar tekjur af sjósókn og sjómennsku. Ágreiningurinn snýst ekki um það hvort að það megi búa til nýtt kerfi eða ekki. Vandamálið snýst um það að koma þeim fyrirtækjum sem að eru í greininni í dag yfir í nýja kerfið án þess að vermæti glatist, fólk missi vinnuna sína og jafnvel eignir sínar. Það vill náttúrulega enginn.
Ég óttast að þessi ríkisstjórn ætli sér, að keyra einhverjar breytingar í gegn, bara til þess að þóknast einhverjum rómantískum hugmyndum um að þjóðin "eigi" fiskinn, hugmyndir sem að hafa enga hagkvæmna þýðingu fyrir neinn, síst af öllu þjóðina. Í staðinn munu þessar aðgerðir valda mikilli upplausn, verðmætum kastað á glæ og störf muni tapast. Ef að það á að fara út í einhverjar breytingar á þessu kerfi sem að þrátt fyrir sína galla, veitir þúsundum manna atvinnu, býr til stórann hluta gjaldeyristekna þjóðarinnar, þá má það ekki gerast í einhverjum hrossakaupum eða pissukeppni stjórnmálamanna. Það verk verður að gerast og framkvæmast af öllum öðrum en stjórnmálamönnum. Það verk verður að framkvæma af þeim sem að raunverulega hafa hag af því að sjávarútvegurinn sé virkur, skili aðri og skapi störf. Það eru útgerðarmenn, sjómenn, smábátasjómenn, fiskverkafólk í landi en ekki stjórnmamálamenn.
Og við verðum að hverfa frá þeirri rómantísku hugsun að fiskurinn "eigi" að vera í eigu þjóðarinnar og hvergi annars staðar. Það er hugsun, rosalega falleg, en hefur enga hagkvæma þýðingu, hvorki fyrir hagmunaaðila í sjávarútvegi né heldur þjóðina sjálfa. Þjóðin sjálf hefur hagsmuni af því að sjávarútvegurinn vaxi og dafni og haldi áfram að skapa störf og gjaldeyristekjur. Ef fyrirtæki vita ekki hvort að þau hafi rétt til þess að veiða fiski frá ári til árs verða þau gersamlega óstarfhæf. Smábátasjómaður sem að veit ekki hvort að hann geti veitt frá ári til árs, gefst upp og fær sér eitthvað annað að gera. Öll framtíðarplön verða vonlaus í svoleiðis kerfi þar sem að kvótinn er ekki í eigu þeirra sem að ætla að nýta hann. Þá geta þeir sjálfir ákveðið hvernig þeir haga rekstrinum á sínu fyrirtæki.
Um hugmyndir um það að ríkið kaupi kvótann eða felli niður skuldir gegn kvótanum og svo að hann sé seldur aftur til þess að einhverjir geti keypt hann eru bara leikur að tölum. Lang stærsti hluti kvótaeigenda í dag keyptu kvótann. Ef að kvótinn er tekinn af þeim, felldar niður skuldir sem að var stofnað til, til þess að kaupa kvóta, og svo þurfa þeir að kaupa kvótann aftur af ríkinu þá endar kvótinn að mestu leyti í höndum þeirra sem að eiga hann í dag því að þeir sem að eiga þau verkfæri sem að þarf til sjósóknar eru þeir sömu og munu kaupa kvótann aftur af ríkinu. Í raun erum við með þeirri leið ekki búin að breyta neinu.
![]() |
Fyrningarleið víst farin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.4.2009 | 19:28
Hún hefur nú pínulítið til síns máls.
Sem sjálfstæðismaður trúi ég því varla að ég sé að segja þetta en Kolbrún Halldórsdóttir hefur svolítið til síns máls. Mengun vegna bruna jarðefnaeldsneytis er vaxandi vandamál í heiminum og nýjar olíulindir bæta alveg örugglega ekki það vandamál þó svo að það sé fráleitt að með því einu að láta þessar hugsanlegu olíulindir á Drekasvæðinu vera ónýttar að það breyti einhverju varðandi mengun í heiminum. Þess vegna finnst mér fráleitt að nýta ekki þessar olíulindir til atvinnusköpunar og velmegunar í landinu. Við höfum séð það hvernig áliðnaðurinn hefur verið lyftistöng og leitt til þess að alla vega hluti íbúa þessa lands hefur það betra, hefur hærri tekjur og hefur leitt betri lífskjara fyrir fólkið á svæðinu.
En vinnsla jarðefnaeldsneytis veldur mengun og bruni jarðefnaeldsneytis sömuleiðis. En í stað þess að vera á móti eins og VG, ég held að VG sé að sýna það og sanna að þeir eru á móti öllu, ættum við Íslendingar að spyrja okkur ef að það kemur til vinnslu á olíu, hvernig getum við bætti fyrir þessa mengun. Ef að það verða umtalsverðar tekjur af þessari olíuvinnslu þá myndi ég vilja að stjórnvöld öxluðu ábyrgð á þessari mengun, bæði með því að bæta fyrir hana með gróðursetningu en einnig leggja fé til rannsókna og notkunar á nýjum umhverfisvænni orkugjöfum. Ef að við myndum búa til eins konar olíusjóð eins og Norðmenn gerðu á sínum tíma, þá yrðu helsta verkefni íslenska olíusjóðsins umhverfisvend.
En þarna sést hvernig VG er í raun og veru. Á móti öllu. Það er ekki verið að finna leiðir til þess að gera hlutina mögulega á umhverfisvænan eða vænni hátt heldur er flokkurin bara á móti. Þessi fúll á móti flokkur hefur verið fúll á móti allt frá því að hann var stofnaður. VG eru ekkert annað en nokkrir fílupúkar sem að vildu ekki renna saman við kratana og mynda Samfylkinguna, voru örugglega hræddir um að fá ekki að ráða, svo að þeir mynduðu VG. Þarna voru fremstir meða fílupúkanna Steingrímur J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson, báðir komnir af fílupúkum langt langt aftur í ættir. Ég segi, látum fílupúkana fara út í sitt horn og vera þar í fílu. Látum fílupúkanna ekki stjórna landinu.
![]() |
VG gegn olíuleit á Drekasvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 19:56
Sigur fyrir lýðræðið.
Og sigur fyrir fólk sem að finnst vandi heimilanna og fyrirtækjanna í landinu vera stærra og alvarlega mál heldur en hverjir eigi að endurskoða stjórnarskránna. Það má ekki gleyma því að endurskoðun stjórnaskrárinnar er tryggð og hér eftir mun þjóðin kjósa beint um stjórnarskrárbreytingar en ekki svona sem aukaatriði í alþingiskosningum. Það eina sem að er út af borðinu er þetta stjórnlagaþingsbull sem að er í fyrsta lagi fokdýrt og þjónar engum tilgangi því að flokkarnir hefði án nokkurs vafa komið sínu fólki að á stjórnlagaþingi sem og alþingi. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta stjórnlagaþing hefði verið litað af pólitískum flokkadráttum nákvæmlega eins og Alþingi er í dag. Hver sá sem að heldur öðru fram er þá annað hvort haldinn einhverri barnslegri draumsýn eða er hefur mjög einfalda sýn á pólitískt landslag á Íslandi. Ekkert þing og engar kosningar sem að hafa eitthvað vægi í landsmálunum mun verða laust við áhrif flokkanna vegna þess að það er eðli stjórnmálaflokka bæði að hafa áhrif og tryggja sína stöðu.
Nú hafa stjórnmálaflokkarnir tækifæri til þess að marka sér stöðu, stöðu um það hvernig í andskotanum þeir ætla að leysa þann vanda að 15 þúsund, sumir segja allt að 30 þúsund fjölskyldur í landinu eru gjaldþrota. Ef að haldið verður áfram á þeirri braut sem að núverandi stjórnarflokkar hafa markað, þá munu einhver hluti þessa fólks fá einhvers konar greiðsluaðlögun sem að enginn veit hvernig mun virka fyrr en á reynir, en öðrum verður hent út að loknum 40 daga aðfararfresti. En stór hluti þessa fólks mun verða hneppt í skuldaánauð, ánauð sem að er ekki nokkrum mönnum bjóðandi. Stjórnmálaflokkarnir verða að koma með lausn og það strax og hún verður að vera framkvæmt á næstu 2-3 mánuðum. Þeir flokkar sem að munu fá stjórnarmyndunarumboð að loknum kosningum bera þannig ábyrgð á lífi og framtíð þúsunda fjölskyldna. Munu þær komast í gegnum þessar hörmungar??? Munu fjölskyldur leysast upp, tvístrast af því að stjórnarflokkunum mistekst að taka á vanda heimilanna. Þetta er mikil ábyrgð og mjög vandasamt starf.
En sem betur fer er búið að ýta þessu stjórnlagaþingsbulli út af borðinu og hægt að ræða nærtækari vanda. Þegar vandi heimila og fyrirtækja hefur verið leystur, þá mun gefast alveg heilmikill tími til þess að ræða stjórnarskránna. En nú eru bara önnur úrlausnarefni brýnni en stjórnarskráin þó ég vilji alls ekki gera lítið úr henni. Til hamingju allir stuðningsmenn lýðræðisins í landinu og til hamingju Íslendingar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með málþófi því skal ekki á móti mælt, komið í veg fyrir að stjórnarflokkunum með hækjuna Framsókn sér við hlið tækist að drepa þeim málum sem raunverulega skipta máli núna á dreif og gera lítið úr þeim gríðarlega vanda sem að við blasir heimilum og fyrirtækjum í landinu.
![]() |
Stjórnlagaþingið út af borðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2009 | 14:21
Á landleið...
... hundleiðist manni. Vinnan er að mestu leyti búin, ekkert eftir nema þrif og eitthvað svona dundur og maður er farinn að bíða eftir því að komast í land. Ég tala nú ekki um þegar maður fer ekki í næstu veiðiferð eins og ég. Við á Faxa lögðum af stað um miðnætti í átt til Vopnafjarðar og erum rétt svona hálfnaðir núna, 14 tímum seinna. Sumir hlutir gerast bara aðeins of hægt.
Fyrsti sólarhringurinn var erfiður enda er sjóveiki einhver sú andstyggilegasta veiki sem að maður getur fengið. Eina ráðið við sjóveik er að halda áfram að éta, alveg óháð því hvað maður ælir mikið. Og með samstilltu átaki mín og sjóveikitaflna tókst mér að ná mér góðum á tæpum sólarhring. En klósett ferðirnar voru orðnar æði margar. Ég verð seint talin með sjóhraustustu mönnum sem að finnast í íslenskri sjómannastétt.
Á miðunum voru þetta eingöngu íslendingar, færeyingar og rússar sem að voru að veiðum. Það er ótrúlegt að þó að við séum á mjög stóru hafsvæði, hvað skipin safnast alltaf saman á smá blett til þess að veiða. Þetta getur líka valdið vandræðum því að allir eru með flottroll sem að á það til að vera mjög ofarlega í sjónum jafnvel fljóta alla leið upp á yfirborð þegar verið er að hífa. Þannig verða menn að passa sig að sigla hreinlega ekki yfir pokann hver hjá öðrum með tilheyrandi tjóni og hættu fyrir skipin. Rússarnir á svæðinu virðast samt hafa sínar eigin siglingareglur og venjur og þeim kemur ekkert við hvað aðrir eru að gera.
Það er ótrúlegustu hlutir sem að maður fer að sakna þegar maður fer á sjó. Fyrir utan að ég sakna allra vina minna, fjölskyldunnar og svo auðvitað Ingibjargar þá saknaði ég mest rjómaíss í þessari veiðiferð. Strax á mánudagskvöldið eiginlega rétt eftir að við vorum farnir, þá fór ég að hugsa um ís. Og ég er búinn að hugsa um ís alla vikuna. Og nú er kominn laugardagur og ég er ekki enn kominn yfir þessa ísfantasíu mína. Ég væri til í að fylla heilann heitapott af Brynjuís bara fyrir mig einann. Jú kannski myndi ég gefa einhverjum Akureyringum með mér því að þeir virðast halda mest upp á þennan ís.
Kolmunni sem og allur þessi uppsjávarfiskur er sá úldnasti fiskur sem að til er, eftir að hann er kominn um borð. Það þarf ekkert að slást um það, þetta er úldinn og ógeðslegur fiskur. Og í gær fékk ég smá fiskisturtu. Renna sem að er notuð til þess að koma aflanum ofan í lestarnar datt af skiljunni sem að hún á að vera föst við og ég fór ásamt öðrum út á dekk að koma henni á sinn stað. Og þar sem að ég stóð undir skiljunni þá fékk ég yfir mig einn og einn fisk ásamt slorinu og hreistrinu sem að fylgir með. Ég hef nú aldrei verið mikið fyrir að setja gel í hárið en þetta var samt alveg fyrirtaks greiðsla hjá mér. Verst hvað hún lyktaði illa. Restina af deginum var ég að mylja þennan viðbjóð úr hárinu á mér.
Núna erum við staddir á milli Austfjarða og Færeyja. Það kom mér svo sem ekkert á óvart að við skyldum verða sendir 90 sjómílum lengri leið til Vopnafjarðar heldur en til Færeyja. Þegar að olíukostnað kemur virðast vasar HBGranda vera ótæmandi. O jæja. En ég hefði svo verið til í að fara til Færeyja. En það næsta sem að ég komst Færeyjum var að sjá Straumey á plotternum hjá stýrimanninum þegar við sigldum þar fram hjá, sjálfsagt einar 50-100 sjómílur frá eyjunni. Nær Færeyjum kemst ég ekki að þessu sinni að minnsta kosti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 20:17
Sjónpartið dó.
Jebb. Berglind mágkona reyndi að kveikja á því. Virkaði fínt hjá mér, fyrr um daginn... en nei, þegar að elskuleg mágkona mín reyndi að kveikja á því þá var sjónvarpið dautt. Steindautt. Ekki það að steinar séu eitthvað dauðari en aðrir hlutir en það var alveg örugglega dautt.
Rafvirkinn Jóhann tók þá upp fína fjölsviðsmælinn sinn og skrúfjárn og ætlaði að a.m.k. skoða gripinn. Snúrann var í lagi, og rofinn framan á sjónvarpinu tengdi. Fyrir framan Jóhann var aragrúi af viðnámum, IC rásum og þéttum. Ég fann hins vegar ekki neinn sérstaklega stórann sem að gaman væri að sprengja. Set Þórhall rafeindatæknikennara í það að finna fínan þétti sem að hægt er sé að sprengja með háum hvelli og vondri lykt.
Þá var farið að skoða nýtt sjónvarp. Eftir að hafa skoðað aðeins á netinu ákváðum við að fara bara í BT, daginn eftir, nánar tiltekið á laugardegi og skoða nýtt sjónvarp. Á meðan að allir aðrir spara þá ætluðum við að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og koma Íslandi og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur til hjálpar og fjárfesta í einu stykki sjónvarpi. Svo hringdi ég í pabba, bestasta besta pabba í heimi og færði honum ótíðindin.
Jóhann: Veistu hvað sjónvarpið okkar dó.
Pabbi: Nei andskotinn(við feðgar blótum ekkert mikið)
Jóhann: Já við þurfum líklega að fjárfesta í nýju tæki á morgun. Fundum eitt í Heimilistækjum á 90. þús, ætlum samt að skoða í BT.
Pabbi: Heyrðu þið gætuð bara fengið gamla sjónvarpið okkar.
Jóhann: Já við gætum það, ég gæti kannski skroppið í næstu viku og sótt það.
Pabbi: Nei nei, við hittumst bara í kaffi á Blönduósi á morgun.
Jóhann: Ertu ekki á næturvakt?
Pabbi: Hvað með það. Heldurðu að maður hafi ekki sofið minna á einni hvalveiðivertíð?
Jóhann: Þú ert ekki í lagi.
Það varð sem sagt úr að við Pabbi skruppum á laugardaginn í höfuðborg hins ósiðmenntaða heims, Blönduóss og skiptumst á sjónvarpi og litlu stofuborði. Sigurbjörn heldur því fram að við feðgar séum skítrauglaðir. Ég er get svo sem verið skítruglaður en mér dettur hins vegar ekki í hug að taka mig alvarlega. Eins er sá maður(eða kvenmaður) jafn skítruglaður sem að tekur jafn skítruglaðann mann eins og mig alvarlega.
P.s. ég er ekki gamall, ekki með hrukkur og þarf hvorki á tannlími né göngugrind að halda. Hins vegar á ég pínu ponsu afmæli í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 02:46
Finnst þetta vera viðeigandi
... til ykkar sem að halda að Davíð Oddsson sé búinn að vera... svona menn koma alltaf aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 00:26
Við hverju bjuggust menn...
... annað en að rammpólitískur forseti nýtti tækifærið til þess að koma höggi á pólitískann andstæðing sinn.
Þessi lög eru aðeins til þess að koma Davíð Oddssyni frá. Eins og ég hef áður sagt má svo sem rökstyðja það en ég held að þetta sé ekki brýnasta áhyggjuefni okkar nú um stundir. Brýnasta vandamálið varðandi Seðlabankann er hversu þröngt verkefni hans er skilgreint og að í raun hefur Seðlabankinn ekki getað lögum samkvæmt, horfið frá verðbólgumarkmiði og lækkað vexti. Þessu þarf að breyta en stjórnarflokkarnir kjósa þess í staða að fara í pólitíska herferð gegn Davíð Oddssyni. Í stað þess að gera eitthvað sem raunverulega kæmi landinu til góða þá fara þau í pólitískt hnútukast við einn mann sem að endar með þessari tilgangslausu lagasetningu. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi lög breyti nákvæmlega engu um hæfileika Seðlabankans til þess að stýra peningamálum þjóðarinnar og það mun ekki breytast á meðan að verkefni hans og þau verkfæri sem að hann hefur eru óbreytt.
Og hvað er svo næst á dagskránni, jú breytingar á stjórnarskrá og kosningalöggjöf. Á meðan að þjóðin á í efnahagskreppu, bankakreppu og að mörgu leiti siðferðiskreppu þá ætla stjórnarflokkarnir Alþingi að karpa um stjórnlagaþing og kosningalöggjöf. Þar að auki sem að er ennþá alvarlega ætlar minnihlutastjórn sér að ákveða hvernig stjórnarskráin eigi að vera. Það lang fáránlegasta í þessu er að eftir að búið er að gefa út hvenær verði kosið, og kosningabaráttan er byrjuð, þá ætla flokarnir sér að ákveða eftir hvaða leikreglum verði kosið.
Ég segi, ef að gamla stjórnin var vanhæf þá er þessi stjórn vanhæfari. Ég held að næstu kosningar muni ekki snúast um evrópumál eða efnahagsmál sem að eru þó málefni sem að þær þyrftu að snúast um, heldur að koma þessari snarvitlausu minnihlutastjórn frá.
![]() |
Búinn að staðfesta lögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 22:03
Það er eitt athyglisvert í þessari grein
Davíð kallar það mistök að hafa lagt ofurkapp á að halda verðbólgunni niðri. Í raun er það frekar ósanngjarnt að kalla það mistök af hálfu Seðlabankans og réttara væri að tala um mistök af hálfu ríkisvaldsins og löggjafarvaldsins að hafa ekki breytt lögum um Seðlabanka. Verkefni Seðlabanka Íslands er samkvæmt lögum er að halda verðbólgunni lægri en 2,5 prósent. Ef að Seðlabankinn hefði frekar farið að hugsa um gengi krónunnar og ekki hugsað um verðbólguna þá hefðu stjórnendur bankans ekki verið að uppfylla skyldur sínar sem Seðlabankastjórar. Þessi mistök má með réttu skrifa á ríkisstjórn Geirs H. Haarde og það Alþingi sem að situr núna.
En nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann. Þar segjast núverandi stjórnarflokkar vera í krossferð til bjargar efnahag landsins. En um hvað snýst frumvarpið? Jú um yfirstjórn bankans. Það er kallað að yfir Seðlabankanum eigi að sitja faglegir bankastjórar. Vissulega eru þetta góð og gild rök en því má ekki gleyma að í Seðlabankanum sitja faglegir bankastjórar, alla vega tveir. Við skulum láta þann þriðja liggja á milli hluta. Eiríkur og Ingimundur hafa starfað í hart nær 4 áratugi í Seðlabankanum. Hvaða maður ætlar að halda því fram að þar séu ekki faglegir menn á ferðinni?
En það sem að mestu máli skiptir um frumvarp það sem að stjórnarflokkarnir eru að reyna að fá samþykkt er ekki hverju er verið að breyta heldur því sem að stendur óbreytt. Því sem að er ekki breytt í lögum um Seðlabankann er einmitt verkefni hans og hvaða verkfæri hann hefur til þess að vinna þessi verkefni. Því er ekki breytt að áfram skuli Seðlabankinn vera gísl peningamálastefnunar sem að allir eru sammála um að hafi brugðist. Þess vegna segi ég, ef að frumvarp Jóhönnu og hennar ríkisstjórnar snérist um raunverulegann vilja til þess að breyta Seðlabankanum, þá myndu menn breyta verkefnum hans. Útvíkka það víðar heldur en nú ert gert. En sú staðreynd að það er ekki gert, ýtir undir þá kenningu mína að frumvarp um Seðlabanka snúist aðeins um að koma Davíð Oddssyni frá. Sjálfsagt gott málefni, það má efast um réttlæti þess að hann sitji þar áfram, en það er alls ekki brýnasta úrlausnarefnið nú og er gerir ekki bankann hæfari til þess að bregðast við því ástandi sem skapaðist nú á haustmánuðum. Bankinn og peningamálastefnan eru áfram óleyst úrlausnarefni sem að er ekki á forgangslista núverandi ríkisstjórnar.
![]() |
Aukin bindiskylda hefði engu máli skipt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2009 | 17:54
Hvaða ár er aftur?
Bíddu.... erum við komnir aftur til ársins 1000 eða? Eru alþingismenn farnir nú að dæma menn til útlegðar eins og gert var á tímum víkinga? Ég er ekki að verja þessa menn en umræðan í þjóðfélaginu er farin að minna meira á nornaveiðar frekar en umræðu í lýðræðislegu þjóðfélagi. Fólk stýrist af hefndarþorsta frekar en að reyna að koma landinu út úr þeim hremmingum sem að við erum komin í. Svona umræða gerir ekkert annað en að það er hægt og rólega verið að hnýta hengingarhnútinn utan um hálsinn á þjóðinni og það er þjóðin sjálf sem er að hnýta hann. Einhvern tíma þarf þjóðin að komast upp úr skotgröfunum og fara raunverulega að standa saman og vinna okkur út úr því ástandi sem að við erum í. Þessi þjóð á í ekki aðeins í fjármálakreppu og bankakreppu heldur er hún komin í mjög slæma siðferðislega kreppu. Það má efast um siðferði þeirra manna sem að stýrðu t.d. bönkunum og jafnvel sumum fjármálastofnunum líka, ég skal ekki gera lítið úr því en ef þjóðin ætlar niður á sama plan þá gerir það ekkert annað en að gulltryggja hrun þjóðarinnar.
![]() |
Útrásarvíkingana á válista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar